Guðni forseti: Leiðinlegt að sjá fólk fjarstýra krökkunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 11:01 Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mættur til að horfa á dóttur sína spila. Stöð 2 Sport Nú má sjá nýjasta þáttinn af Sumarmótunum hér á Vísi en að þessu sinni var TM mótið í Vestmannaeyjum heimsótt. Svava Kristín Grétarsdóttir var út í Eyjum, talaði við fótboltastelpurnar, foreldrana, umsjónarmenn mótsins og fékk stemmninguna beint í æð. TM mótið í Eyjum hefur verið haldið árlega í Vestmannaeyjum frá árinu 1990. Á mótinu keppir 5. flokkur kvenna í knattspyrnu og hafa margar af bestu knattspyrnukonum landsins tekið þátt í mótinu á sínum yngri árum. Klippa: Sumarmótin - TM mótið í Eyjum Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mættur á mótið en þó ekki í opinberri heimsókn. „Nei ekki að þessu sinni. Ég er hérna sem foreldri á pæjumóti og hef skemmt mér stórvel eins og stelpurnar, við foreldrarnir, forráðamennirnir og bara öll sem hérna erum,“ sagði Guðni. „Þetta er búið að vera skemmtilegt. Öðruvísi í gær. Veðrið var áskorun en kannski meira fyrir okkur fullorðna fólkið. Stelpurnar létu þetta ekkert á sig fá og gerðu sitt best undir Helgafelli. Í rokinu og rigningunni,“ sagði Guðni. „Nú þekki ég aðeins til í þessum heimi. Þessi íþróttamót sem við stöndum að fyrir ungmenni og krakka á Íslandi eru dálítið sérstök. Hér fá allir iðkendur að taka þátt og það er ekki endilega raunin annars staðar í Evrópu þar sem er meira horft til þeirra sem skara fram úr,“ sagði Guðni. „Mér þykir vænt um þennan þátt okkar ágæta samfélags,“ sagði Guðni en hvernig foreldri er forsetinn á hliðarlínunni? „Ég er pollrólegur. Mér finnst að þau sem geta ekki leyft börnunum að vera í friði, og þá ég líka við ungmennin sem eru að dæma, þau ættu bara að vera heima. Sem betur fer er þetta minnkandi en alltaf finnst mér eins leiðinlegt að sjá fólk sem heldur að það sé betra að hrópa á dómara eða fjarstýra krökkunum,“ sagði Guðni. „Ég hef því miður séð foreldra sem telja að það sé í þeirra verkahring að segja krökkunum hvað þau eiga að gera inn á vellinum. Það skilar yfirleitt ekki góðum árangri. Það eru undantekningar það er miklu meira um jákvæðni, gleði og fjör,“ sagði Guðni en hvernig hefur Álftanessstelpunum gengið? „Það hefur verið bara upp og ofan ef þú horfir á mörk og úrslit. Þær eru eiginleg miklu fljótari en sumir foreldrarnir að gleyma því hvernig síðasti leikur fór og hlakka bara til að takast á við þann næsta. Svo er ég eldri en tvævetur í þessu og búinn að vera með eldri systkinin. Veit að það er eiginlega best að tapa fyrsta daginn,“ sagði Guðni og hló. Það má horfa á allan þáttinn hér fyrir neðan.' Sumarmótin Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir var út í Eyjum, talaði við fótboltastelpurnar, foreldrana, umsjónarmenn mótsins og fékk stemmninguna beint í æð. TM mótið í Eyjum hefur verið haldið árlega í Vestmannaeyjum frá árinu 1990. Á mótinu keppir 5. flokkur kvenna í knattspyrnu og hafa margar af bestu knattspyrnukonum landsins tekið þátt í mótinu á sínum yngri árum. Klippa: Sumarmótin - TM mótið í Eyjum Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mættur á mótið en þó ekki í opinberri heimsókn. „Nei ekki að þessu sinni. Ég er hérna sem foreldri á pæjumóti og hef skemmt mér stórvel eins og stelpurnar, við foreldrarnir, forráðamennirnir og bara öll sem hérna erum,“ sagði Guðni. „Þetta er búið að vera skemmtilegt. Öðruvísi í gær. Veðrið var áskorun en kannski meira fyrir okkur fullorðna fólkið. Stelpurnar létu þetta ekkert á sig fá og gerðu sitt best undir Helgafelli. Í rokinu og rigningunni,“ sagði Guðni. „Nú þekki ég aðeins til í þessum heimi. Þessi íþróttamót sem við stöndum að fyrir ungmenni og krakka á Íslandi eru dálítið sérstök. Hér fá allir iðkendur að taka þátt og það er ekki endilega raunin annars staðar í Evrópu þar sem er meira horft til þeirra sem skara fram úr,“ sagði Guðni. „Mér þykir vænt um þennan þátt okkar ágæta samfélags,“ sagði Guðni en hvernig foreldri er forsetinn á hliðarlínunni? „Ég er pollrólegur. Mér finnst að þau sem geta ekki leyft börnunum að vera í friði, og þá ég líka við ungmennin sem eru að dæma, þau ættu bara að vera heima. Sem betur fer er þetta minnkandi en alltaf finnst mér eins leiðinlegt að sjá fólk sem heldur að það sé betra að hrópa á dómara eða fjarstýra krökkunum,“ sagði Guðni. „Ég hef því miður séð foreldra sem telja að það sé í þeirra verkahring að segja krökkunum hvað þau eiga að gera inn á vellinum. Það skilar yfirleitt ekki góðum árangri. Það eru undantekningar það er miklu meira um jákvæðni, gleði og fjör,“ sagði Guðni en hvernig hefur Álftanessstelpunum gengið? „Það hefur verið bara upp og ofan ef þú horfir á mörk og úrslit. Þær eru eiginleg miklu fljótari en sumir foreldrarnir að gleyma því hvernig síðasti leikur fór og hlakka bara til að takast á við þann næsta. Svo er ég eldri en tvævetur í þessu og búinn að vera með eldri systkinin. Veit að það er eiginlega best að tapa fyrsta daginn,“ sagði Guðni og hló. Það má horfa á allan þáttinn hér fyrir neðan.'
Sumarmótin Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira