Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2024 18:43 Enn þurfa NATO þjóðirnar að staðfesta hann í embættið en Rutte er nú eini frambjóðandinn til framkvæmdastjóra NATO. Vísir/EPA Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. Norðmaðurinn Jens Stoltenberg gegnir núna hlutverki framkvæmdastjóra en törn hans lýkur í október á þessu ári. Þó svo að Rutte sé nú eini frambjóðandinn til embættisins þurfa enn allar NATO þjóðirnar að staðfesta hann í embættið. Rutte mun þannig taka við af Stoltenberg viðbrögðum NATO við innrás Rússa í Úkraínu auk þess sem hann þarf að viðhalda sambandi við Bandaríkin. Möguleiki er á því að Donald Trump verði kjörinn forseti landsins í nóvember en hann hefur áður lýst yfir efasemdum um þátttöku Bandaríkjanna í bandalaginu. Fram kemur í umfjöllun BBC um málið að Rutte og Trump hafi í gegnum tíðina átt í ágætis sambandi og sagði sem dæmi í febrúar á ráðstefnu að „Evrópa ætti að dansa við hvern sem er á gólfinu“. Rutte bauð sig fram til framkvæmdastjóra NATO eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði að hætta í stjórnmálum eftir að ríkisstjórn hans féll síðasta sumar. Eftir að tilkynnt var um arftaka hans í forsætisráðherra embættið í maí gat hann svo einbeitt sér að framboði sínu til framkvæmdastjóra NATO. Stuðningur hans við Úkraínu og langur ferill hans í stjórnmálum í Evrópu er bæði talið hafa skipt miklu máli fyrir tilnefningu hans en lykilríki eins og Bretland, Bandaríkin, Frakkland og Þýskaland tilnefndu hann. Þrjú ríki stóðu hjá. Það voru Ungverjaland, Rúmeníu og Tyrkland. Eftir að Rutte ferðaðist til Tyrklands í apríl breyttu Tyrkir afstöðu sinni og Ungverjaland tilkynnti um stuðning á þriðjudag. Rúmenar tilkynntu svo um stuðning sinn eftir að Iohannis dró framboð sitt til baka. Næsta NATO ráðstefna fer fram í Washington í júlí. NATO Holland Bandaríkin Rúmenía Tengdar fréttir Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 „Lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar“ Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands segir Evrópu vera á „fyrirstríðstímum“ og varar við því að Úkraína megi ekki lúta í lægra haldi fyrir Rússlandi. Heimsálfan eigi mikið undir og stríð ekki lengur draugar fortíðar. 30. mars 2024 08:37 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Norðmaðurinn Jens Stoltenberg gegnir núna hlutverki framkvæmdastjóra en törn hans lýkur í október á þessu ári. Þó svo að Rutte sé nú eini frambjóðandinn til embættisins þurfa enn allar NATO þjóðirnar að staðfesta hann í embættið. Rutte mun þannig taka við af Stoltenberg viðbrögðum NATO við innrás Rússa í Úkraínu auk þess sem hann þarf að viðhalda sambandi við Bandaríkin. Möguleiki er á því að Donald Trump verði kjörinn forseti landsins í nóvember en hann hefur áður lýst yfir efasemdum um þátttöku Bandaríkjanna í bandalaginu. Fram kemur í umfjöllun BBC um málið að Rutte og Trump hafi í gegnum tíðina átt í ágætis sambandi og sagði sem dæmi í febrúar á ráðstefnu að „Evrópa ætti að dansa við hvern sem er á gólfinu“. Rutte bauð sig fram til framkvæmdastjóra NATO eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði að hætta í stjórnmálum eftir að ríkisstjórn hans féll síðasta sumar. Eftir að tilkynnt var um arftaka hans í forsætisráðherra embættið í maí gat hann svo einbeitt sér að framboði sínu til framkvæmdastjóra NATO. Stuðningur hans við Úkraínu og langur ferill hans í stjórnmálum í Evrópu er bæði talið hafa skipt miklu máli fyrir tilnefningu hans en lykilríki eins og Bretland, Bandaríkin, Frakkland og Þýskaland tilnefndu hann. Þrjú ríki stóðu hjá. Það voru Ungverjaland, Rúmeníu og Tyrkland. Eftir að Rutte ferðaðist til Tyrklands í apríl breyttu Tyrkir afstöðu sinni og Ungverjaland tilkynnti um stuðning á þriðjudag. Rúmenar tilkynntu svo um stuðning sinn eftir að Iohannis dró framboð sitt til baka. Næsta NATO ráðstefna fer fram í Washington í júlí.
NATO Holland Bandaríkin Rúmenía Tengdar fréttir Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 „Lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar“ Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands segir Evrópu vera á „fyrirstríðstímum“ og varar við því að Úkraína megi ekki lúta í lægra haldi fyrir Rússlandi. Heimsálfan eigi mikið undir og stríð ekki lengur draugar fortíðar. 30. mars 2024 08:37 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10
Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04
„Lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar“ Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands segir Evrópu vera á „fyrirstríðstímum“ og varar við því að Úkraína megi ekki lúta í lægra haldi fyrir Rússlandi. Heimsálfan eigi mikið undir og stríð ekki lengur draugar fortíðar. 30. mars 2024 08:37