„Lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar“ Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2024 08:37 Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands á blaðamannafundi á fimmtudag eftir fund hans með Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu. EPA/Marcin Obara Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands segir Evrópu vera á „fyrirstríðstímum“ og varar við því að Úkraína megi ekki lúta í lægra haldi fyrir Rússlandi. Heimsálfan eigi mikið undir og stríð ekki lengur draugar fortíðar. Ummæli hans koma í kjölfar þess að Rússlandsher gerði umfangsmikla árás á raforkukerfi Úkraínu á fimmtudag. Vladimír Pútín, forseti Rússlands sagði í þessari viku að yfirvöld í Moskvu ætluðu ekki að sýna árásargirni í garð ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO). Hann bætti við að hugmyndir um að Rússar gerðu árás á Pólland, Eystrasaltsríkin eða Tékkland væru þvæla en öll eru ríkin hluti af NATO. Pútín sagði þó að ef kæmi til þess að Úkraína sendi F-16 herflugvélar frá flugvöllum í öðrum ríkjum myndu þau teljast „lögmæt skotmörk, sama hvar þau eru staðsett.“ Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en nærri hundrað flugskeyti og drónar voru notuð í nýlegri árás Rússa á Úkraínu sem olli rafmagnstruflunum á vissum svæðum. Um er að ræða aðra árásina í röð þar sem Rússlandsher beitir miklum fjölda vopna á sama tíma til að yfirbuga úkraínskar varnir. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu hefur varað við því að árásir á vatnsaflsvirkjanir í landinu gætu leitt til stórvægilegs umhverfisslyss. Breska ríkisútvarpið hefur eftir borgarstjóra Kharkív, næst stærstu borg Úkraínu að raforkukerfið liggi undir alvarlegum skemmdum og það geti tekið tvo mánuði að koma því í samt horf. Á meðan eigi iðnaður erfitt uppdráttar og smærri fyrirtæki notist við rafstöðvar. Tusk, forsætisráðherra Póllands kallar eftir auknum og umsvifalausum hergagnaflutningi til Úkraínu og varar við því að framgangur stríðsins næstu tvö árin muni ráða öllu. „Við lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Pólland NATO Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Pólverjar virkja aukinn viðbúnað eftir „gríðarlegar“ árásir Pólski flugherinn hefur virkjað aukinn viðbúnað í kjölfar loftárásarhrinu Rússa í Kyiv höfuðborg Úkraínu og Lviv í austurhluta landsins. Um er að ræða þriðju árásirnar um nótt á fjórum dögum. 24. mars 2024 07:58 Um 375 milljónir til úkraínska hersins Íslensk stjórnvöld munu verja tveimur milljónum evra, um 300 milljónum króna, í að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu. Þá verður 75 milljónum króna varið í að koma til móts við þarfir kvenkyns úkraínskum hermönnum. 26. mars 2024 10:26 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Ummæli hans koma í kjölfar þess að Rússlandsher gerði umfangsmikla árás á raforkukerfi Úkraínu á fimmtudag. Vladimír Pútín, forseti Rússlands sagði í þessari viku að yfirvöld í Moskvu ætluðu ekki að sýna árásargirni í garð ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO). Hann bætti við að hugmyndir um að Rússar gerðu árás á Pólland, Eystrasaltsríkin eða Tékkland væru þvæla en öll eru ríkin hluti af NATO. Pútín sagði þó að ef kæmi til þess að Úkraína sendi F-16 herflugvélar frá flugvöllum í öðrum ríkjum myndu þau teljast „lögmæt skotmörk, sama hvar þau eru staðsett.“ Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en nærri hundrað flugskeyti og drónar voru notuð í nýlegri árás Rússa á Úkraínu sem olli rafmagnstruflunum á vissum svæðum. Um er að ræða aðra árásina í röð þar sem Rússlandsher beitir miklum fjölda vopna á sama tíma til að yfirbuga úkraínskar varnir. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu hefur varað við því að árásir á vatnsaflsvirkjanir í landinu gætu leitt til stórvægilegs umhverfisslyss. Breska ríkisútvarpið hefur eftir borgarstjóra Kharkív, næst stærstu borg Úkraínu að raforkukerfið liggi undir alvarlegum skemmdum og það geti tekið tvo mánuði að koma því í samt horf. Á meðan eigi iðnaður erfitt uppdráttar og smærri fyrirtæki notist við rafstöðvar. Tusk, forsætisráðherra Póllands kallar eftir auknum og umsvifalausum hergagnaflutningi til Úkraínu og varar við því að framgangur stríðsins næstu tvö árin muni ráða öllu. „Við lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Pólland NATO Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Pólverjar virkja aukinn viðbúnað eftir „gríðarlegar“ árásir Pólski flugherinn hefur virkjað aukinn viðbúnað í kjölfar loftárásarhrinu Rússa í Kyiv höfuðborg Úkraínu og Lviv í austurhluta landsins. Um er að ræða þriðju árásirnar um nótt á fjórum dögum. 24. mars 2024 07:58 Um 375 milljónir til úkraínska hersins Íslensk stjórnvöld munu verja tveimur milljónum evra, um 300 milljónum króna, í að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu. Þá verður 75 milljónum króna varið í að koma til móts við þarfir kvenkyns úkraínskum hermönnum. 26. mars 2024 10:26 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Pólverjar virkja aukinn viðbúnað eftir „gríðarlegar“ árásir Pólski flugherinn hefur virkjað aukinn viðbúnað í kjölfar loftárásarhrinu Rússa í Kyiv höfuðborg Úkraínu og Lviv í austurhluta landsins. Um er að ræða þriðju árásirnar um nótt á fjórum dögum. 24. mars 2024 07:58
Um 375 milljónir til úkraínska hersins Íslensk stjórnvöld munu verja tveimur milljónum evra, um 300 milljónum króna, í að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu. Þá verður 75 milljónum króna varið í að koma til móts við þarfir kvenkyns úkraínskum hermönnum. 26. mars 2024 10:26