Markahæstur í sögu KA með hundrað mörk: „ Vonandi fer ég í 150” Árni Gísli Magnússon skrifar 13. júní 2024 21:04 Hallgrímur Mar Steingrímsson skráði sig í sögubækur KA í kvöld. vísir / vilhelm Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði sitt hundraðasta mark fyrir KA og varð í leiðinni markahæsti leikmaður í sögu félagsins þegar hann gulltryggði KA sigur gegn Fram í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í leik sem fram fór á Akureyri. Bjarni Aðalsteinsson skoraði fyrstu tvö mörk leiksins áður en Hallgrímur setti þriðja markið og lokatölur því 3-0. „Bara heiður. Ég er búinn stefna að þessu síðan í fyrra allavega og ég hef verið nálægt þessu. Það var bara mjög góð tilfinning að vera búinn að brjóta þennan múr þannig vonandi verða bara enn fleiri mörk. Vonandi fer ég í 150.” Varstu meðvitaður um að þetta væri þitt hundraðasta mark þegar vallarþulurinn tilkynnti það strax eftir markið? „Nei, án djóks þá ég hélt ég að ég ætti tvö mörk eftir í þetta en það var illa gott að heyra þetta svona óvænt, þá fékk ég svona smá gæsahúð.” KA hefur farið illa af stað í Bestu deildinni og situr í næðstneðsta sæti deildarinnar en frammistaðan í dag var jafnvel sú besta hjá liðinu í sumar. „Jú, eða eins og ég sagði í öðru viðtali þá hefur alveg frammistaðan verið góð í mörgum leikjum þó að úrslitin hafi verið ömurleg en svona heilt yfir vorum við alvöru lið í dag og sýndum af hverju við erum í þessu, þannig jú heildar frammistaðan í dag var örugglega sú langbesta með varnarleik og öllu.” KA hefur lekið inn mörkum í Bestu deildinni og hafa fengið á sig flest mörk allra liða en liðið hélt hreinu í dag sem boðar gott. „Það var virkilega ljúft, ég veit ekki hvort við höfum haldið hreinu í sumar, kannski einu sinni eða eitthvað, en já það var kominn tími á þetta.” „Ég ætla að vona að menn noti þetta í næstu leikjum og við loksins sýndum frammistöðu sem við höfum verið að sýna síðustu ár. Við erum með sama lið og síðustu tvö til þrjú ár þannig að við höfum gæðin, við þurfum bara að spila sem lið og nenna að hafa fyrir þessu því það er miklu skemmtilegra að vinna fótboltaleiki heldur en að tapa þeim.” KA hefur verið heppið með heimaleiki í bikardrættinum og Hallgrímur óskar sér að sjálfsögðu heimaleiks í undanúrslitum. „Já, eins og ég sagði áðan, þetta eru Stjarnan, Víkingur og Valur; allt frábært lið þannig lykilatriði að fá heimaleik, sérstaklega ef veðrið verður eins og í dag verður það frábært”, sagði stoltur Hallgrímur að endingu en leikurinn fór fram í glampandi sól og hita. Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Bjarni Aðalsteinsson skoraði fyrstu tvö mörk leiksins áður en Hallgrímur setti þriðja markið og lokatölur því 3-0. „Bara heiður. Ég er búinn stefna að þessu síðan í fyrra allavega og ég hef verið nálægt þessu. Það var bara mjög góð tilfinning að vera búinn að brjóta þennan múr þannig vonandi verða bara enn fleiri mörk. Vonandi fer ég í 150.” Varstu meðvitaður um að þetta væri þitt hundraðasta mark þegar vallarþulurinn tilkynnti það strax eftir markið? „Nei, án djóks þá ég hélt ég að ég ætti tvö mörk eftir í þetta en það var illa gott að heyra þetta svona óvænt, þá fékk ég svona smá gæsahúð.” KA hefur farið illa af stað í Bestu deildinni og situr í næðstneðsta sæti deildarinnar en frammistaðan í dag var jafnvel sú besta hjá liðinu í sumar. „Jú, eða eins og ég sagði í öðru viðtali þá hefur alveg frammistaðan verið góð í mörgum leikjum þó að úrslitin hafi verið ömurleg en svona heilt yfir vorum við alvöru lið í dag og sýndum af hverju við erum í þessu, þannig jú heildar frammistaðan í dag var örugglega sú langbesta með varnarleik og öllu.” KA hefur lekið inn mörkum í Bestu deildinni og hafa fengið á sig flest mörk allra liða en liðið hélt hreinu í dag sem boðar gott. „Það var virkilega ljúft, ég veit ekki hvort við höfum haldið hreinu í sumar, kannski einu sinni eða eitthvað, en já það var kominn tími á þetta.” „Ég ætla að vona að menn noti þetta í næstu leikjum og við loksins sýndum frammistöðu sem við höfum verið að sýna síðustu ár. Við erum með sama lið og síðustu tvö til þrjú ár þannig að við höfum gæðin, við þurfum bara að spila sem lið og nenna að hafa fyrir þessu því það er miklu skemmtilegra að vinna fótboltaleiki heldur en að tapa þeim.” KA hefur verið heppið með heimaleiki í bikardrættinum og Hallgrímur óskar sér að sjálfsögðu heimaleiks í undanúrslitum. „Já, eins og ég sagði áðan, þetta eru Stjarnan, Víkingur og Valur; allt frábært lið þannig lykilatriði að fá heimaleik, sérstaklega ef veðrið verður eins og í dag verður það frábært”, sagði stoltur Hallgrímur að endingu en leikurinn fór fram í glampandi sól og hita.
Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira