Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 7. júní 2024 22:00 Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. Frá upphafi hefur verið stefnt að því að svelta Palestínumenn til uppgjafar og nú er fólk farið að deyja úr hungri. Einnig úr sjúkdómum og afleiðingum árása, en sjúkrahús hafa nær öll verið eyðilögð, sprengd og brennd. Í frétt frá Sameinuðu þjóðunum í dag kom fram að ekki færri en 3000 börn hefðu misst útlimi. Aldrei hefur verið meiri þörf á gervifótum til Gaza. Rannsókn á þjóðarmorði Ísraels og stríðsglæpum – á svarta listann Alþjóðadómstóllinn hefur tekið við kæru Suður-Afríku og fleiri ríkja um þjóðarmorð af hálfu Ísraels á Gaza. Í framhaldi af því gaf dómstóllinn út fyrirmæli um að Ísrael hætti hernaðaraðgerðum sem stefndu lífi óbreyttra borgara í hættu og gáfu beinlínis út fyrirmæli til Ísraels um að hætta árásum á Rafah. Alþjóðglæpadómstóllin hefur óskað eftir handtökuheimildum á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant hermálaráðherra, ásamt þremur leiðtogum Hamas. Í dag bárust svo fréttir af því að Sameinuðu þjóðirnar væru að setja Ísrael á svartan lista vegna framferðis þeirra gagnvart börnum í stríði. Jafnvel þótt Biden Bandaríkjaforseti leggi fram tillögu um vopnahlé sem hann sagði vera tillögu Ísraels, breytir það engu hjá Bíbí (Netanyahu) og félögum. Stríð skal það vera og haft á orði að æskilegt væri að halda því áfram, að minnsta kosti út þetta ár. Tillaga Biden er að mestu óbreytt tillögu sem Katar og Egyptaland lögðu fram í samráði við forstjóra CIA, bandarísku leyniþjónustunnar fyrir um mánuði síðan. Hamas-samtökin samþykktu þá tillögu en Ísrael var á móti. Stríð gegn börnum Þríeykið sem stýrir herferðinni á Gaza hefur síðan 7. október talað um stríð gegn Hamas og áætlanir um að uppræta þau samtök. Það varð hins vegar fljótt ljóst að þetta yrði stríð gegn börnum. Helmingur íbúanna á Gaza eru börn og þegar litið er á tölur yfir fallna, þá kemur í ljós að yfir 70% eru börn og mæður. Myrt börn á Gaza eru að minnsta kosti þrisvar sinnum fleiri en liðsmenn Al Qassam sveitanna sem fallið hafa. Sex daga stríðsins minnst – hernáms allar Palestínu Þessa dagana er þess minnst að 57 ár eru liðin frá Sex daga stríðinu, sem stóð frá 5.-10. júní 1967. Þá lagði Ísraelsríki undir sig alla Palestínu, auk stórra landsvæða í nágrannaríkjum, stærst voru Gólan-hæðirnar af Sýrlandi og Sínaí-skaginn af Egyptalandi. Ísrael skilaði Sínaí og fékk friðarsamning við Egyptaland, en hefur enn ekki skilað Gólan-hæðum. Og Ísrael hefur engu skilað af herteknu svæðunum frá 1967, hvorki Gaza, Vesturbakkanum né Austur-Jerúsalem. Ísrael dró her og landtökulið burt frá Gaza 2005, en skilaði ekki landsvæðinu og hefur nú í 17 ár haldið því í algerri herkví. Samkvæmt alþjóðlögum ber hernámsveldið Ísrael ábyrgð á öryggi og velferð íbúa hertekinna svæði. Sú ábyrgð hefur orðið að öfugmæli, því að sá hryllingur sem heimurinn hefur horft upp síðustu átta mánuði, er alfarið á ábyrgð Ísraels. En þar koma fleiri til. Framferði Ísraelsstjórnar hefur notið eindregins stuðnings Bandaríkjanna, fjárhagslegs, hernaðarlegs og diplómatísks. Ísrael hefur einnig notið stuðnings Evrópusambandsins og NATÓ. Án þessa stuðnings gæti Ísraelsstjórn ekki haldið barnamorðunum áfram. Höfundur er heimilislæknir og heiðursborgari í Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. Frá upphafi hefur verið stefnt að því að svelta Palestínumenn til uppgjafar og nú er fólk farið að deyja úr hungri. Einnig úr sjúkdómum og afleiðingum árása, en sjúkrahús hafa nær öll verið eyðilögð, sprengd og brennd. Í frétt frá Sameinuðu þjóðunum í dag kom fram að ekki færri en 3000 börn hefðu misst útlimi. Aldrei hefur verið meiri þörf á gervifótum til Gaza. Rannsókn á þjóðarmorði Ísraels og stríðsglæpum – á svarta listann Alþjóðadómstóllinn hefur tekið við kæru Suður-Afríku og fleiri ríkja um þjóðarmorð af hálfu Ísraels á Gaza. Í framhaldi af því gaf dómstóllinn út fyrirmæli um að Ísrael hætti hernaðaraðgerðum sem stefndu lífi óbreyttra borgara í hættu og gáfu beinlínis út fyrirmæli til Ísraels um að hætta árásum á Rafah. Alþjóðglæpadómstóllin hefur óskað eftir handtökuheimildum á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant hermálaráðherra, ásamt þremur leiðtogum Hamas. Í dag bárust svo fréttir af því að Sameinuðu þjóðirnar væru að setja Ísrael á svartan lista vegna framferðis þeirra gagnvart börnum í stríði. Jafnvel þótt Biden Bandaríkjaforseti leggi fram tillögu um vopnahlé sem hann sagði vera tillögu Ísraels, breytir það engu hjá Bíbí (Netanyahu) og félögum. Stríð skal það vera og haft á orði að æskilegt væri að halda því áfram, að minnsta kosti út þetta ár. Tillaga Biden er að mestu óbreytt tillögu sem Katar og Egyptaland lögðu fram í samráði við forstjóra CIA, bandarísku leyniþjónustunnar fyrir um mánuði síðan. Hamas-samtökin samþykktu þá tillögu en Ísrael var á móti. Stríð gegn börnum Þríeykið sem stýrir herferðinni á Gaza hefur síðan 7. október talað um stríð gegn Hamas og áætlanir um að uppræta þau samtök. Það varð hins vegar fljótt ljóst að þetta yrði stríð gegn börnum. Helmingur íbúanna á Gaza eru börn og þegar litið er á tölur yfir fallna, þá kemur í ljós að yfir 70% eru börn og mæður. Myrt börn á Gaza eru að minnsta kosti þrisvar sinnum fleiri en liðsmenn Al Qassam sveitanna sem fallið hafa. Sex daga stríðsins minnst – hernáms allar Palestínu Þessa dagana er þess minnst að 57 ár eru liðin frá Sex daga stríðinu, sem stóð frá 5.-10. júní 1967. Þá lagði Ísraelsríki undir sig alla Palestínu, auk stórra landsvæða í nágrannaríkjum, stærst voru Gólan-hæðirnar af Sýrlandi og Sínaí-skaginn af Egyptalandi. Ísrael skilaði Sínaí og fékk friðarsamning við Egyptaland, en hefur enn ekki skilað Gólan-hæðum. Og Ísrael hefur engu skilað af herteknu svæðunum frá 1967, hvorki Gaza, Vesturbakkanum né Austur-Jerúsalem. Ísrael dró her og landtökulið burt frá Gaza 2005, en skilaði ekki landsvæðinu og hefur nú í 17 ár haldið því í algerri herkví. Samkvæmt alþjóðlögum ber hernámsveldið Ísrael ábyrgð á öryggi og velferð íbúa hertekinna svæði. Sú ábyrgð hefur orðið að öfugmæli, því að sá hryllingur sem heimurinn hefur horft upp síðustu átta mánuði, er alfarið á ábyrgð Ísraels. En þar koma fleiri til. Framferði Ísraelsstjórnar hefur notið eindregins stuðnings Bandaríkjanna, fjárhagslegs, hernaðarlegs og diplómatísks. Ísrael hefur einnig notið stuðnings Evrópusambandsins og NATÓ. Án þessa stuðnings gæti Ísraelsstjórn ekki haldið barnamorðunum áfram. Höfundur er heimilislæknir og heiðursborgari í Palestínu.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun