Frederiksen slegin í miðborg Kaupmannahafnar Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2024 20:33 Mette Frederiksen er sögð slegin eftir árásina. Vísir/EPA Karlmaður sló Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í miðborg Kaupmannahafnar í dag. Lögregla handtók manninn en ekki er ljóst hvað honum gekk til. Pólitískir bandamenn og keppinautar Frederiksen fordæma árásina. Forsætisráðuneyti Danmerkur greindi frá árásinni. Frederiksen sé í áfalli eftir uppákomuna en ráðuneytið segist ekki ætla að tjá sig frekar um hana. Atvikið átti sér stað á Kolamarkaðinum í miðborg Kaupmannahafnar, að sögn danska ríkisútvarpsins. Sjónarvottur segir Reuters-fréttastofunni að ekki hafi séð á Frederiksen eftir árásina. Öryggisverðir hafi fylgt henni burt eftir uppákomuna. Lögreglan rannsakar árásina en hefur ekki tjáð sig frekar um hana. Aðrir stjórnmálamenn hafa brugðist hart við árásinni að forsætisráðherranum. Kosið verður til Evrópuþings í Danmörku á sunnudag. „Í lýðræði notar maður orð, ekki ofbeldi,“ skrifaði Trine Bramsen, þingmaður Jafnaðarmannaflokks Frederiksen, á samfélagsmiðlinum X. Morten Løkkegaard, aðalframbjóðandi Venstre til Evrópuþings, sagði sláandi að einhver hefði slegið Frederiksen. Það væri lýðræðinu nauðsynlegt að fólk gæti rætt saman óháð stjórnmálaskoðunum. „Ofbeldi og árásir grefur undan opinberri umræðu og þar með lýðræðinu,“ sagði Løkkegaard á sama miðli. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sendi Frederiksen einnig kveðju á X þar sem hann sagði að Norðurlönd væru þekkt fyrir einstaklingsfrelsi, frið, öryggi og sterk lýðræðisleg gildi. „Það er óásættanlegt að ráðast á kjörinn fulltrúa. Við verðum öll að standa saman og verja gildi okkar,“ skrifaði Bjarni. Best wishes to my friend and colleague @Statsmin Mette Frederiksen. The Nordics are known for individual freedom, peace, security and strong democratic values. Attacking an elected individual is unacceptable. We must all stand together to protect our values.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) June 7, 2024 Danmörk Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Forsætisráðuneyti Danmerkur greindi frá árásinni. Frederiksen sé í áfalli eftir uppákomuna en ráðuneytið segist ekki ætla að tjá sig frekar um hana. Atvikið átti sér stað á Kolamarkaðinum í miðborg Kaupmannahafnar, að sögn danska ríkisútvarpsins. Sjónarvottur segir Reuters-fréttastofunni að ekki hafi séð á Frederiksen eftir árásina. Öryggisverðir hafi fylgt henni burt eftir uppákomuna. Lögreglan rannsakar árásina en hefur ekki tjáð sig frekar um hana. Aðrir stjórnmálamenn hafa brugðist hart við árásinni að forsætisráðherranum. Kosið verður til Evrópuþings í Danmörku á sunnudag. „Í lýðræði notar maður orð, ekki ofbeldi,“ skrifaði Trine Bramsen, þingmaður Jafnaðarmannaflokks Frederiksen, á samfélagsmiðlinum X. Morten Løkkegaard, aðalframbjóðandi Venstre til Evrópuþings, sagði sláandi að einhver hefði slegið Frederiksen. Það væri lýðræðinu nauðsynlegt að fólk gæti rætt saman óháð stjórnmálaskoðunum. „Ofbeldi og árásir grefur undan opinberri umræðu og þar með lýðræðinu,“ sagði Løkkegaard á sama miðli. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sendi Frederiksen einnig kveðju á X þar sem hann sagði að Norðurlönd væru þekkt fyrir einstaklingsfrelsi, frið, öryggi og sterk lýðræðisleg gildi. „Það er óásættanlegt að ráðast á kjörinn fulltrúa. Við verðum öll að standa saman og verja gildi okkar,“ skrifaði Bjarni. Best wishes to my friend and colleague @Statsmin Mette Frederiksen. The Nordics are known for individual freedom, peace, security and strong democratic values. Attacking an elected individual is unacceptable. We must all stand together to protect our values.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) June 7, 2024
Danmörk Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira