Seinkun á tölum ekki að ástæðulausu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 2. júní 2024 19:59 Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar er ánægð með framkvæmd kosninganna. Vísir/Vilhelm Formaður landskjörstjórnar segir forsetakosningarnar sem og talningu atkvæða hafa gengið mjög vel fyrir sig. Hún segir hvergi hafa þurft að efna til endurtalningar og að ýmsar ástæður geti legið að baki þegar niðurstöðum talninga seinkar. Kosningarnar sem fóru farm í gær voru þær fyrstu eftir að ný kosningalög tóku gildi. Elín Margrét ræddi við Kristínu Edwald formann landskjörstjórnar í Kvöldfréttum. Hún segir kosningarnar hafa gengið vel. „Það kom ekkert vesen upp. Þetta gekk afskaplega vel fyrir sig og það var náttúrlega frábær kjörsókn sem er mjög gleðilegt,“ segir Kristín en bendir á að það þýði líka að telja hafi þurft tæplega 216 þúsund atkvæði. Þar af hafi um 172 þúsund atkvæði verið greidd í gær, sem sagt innan kjörfundar. Síðustu tölur bárust um níuleytið í morgun. Flytja þurfi sum atkvæði langa vegalengd Kristín segir ekki hafa þurft að endurtelja atkvæði eins og þurfti að gera í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum árið 2021. „Nei, ekkert slíkt. Það stemmir allt upp á punkt og prik. Og af því að þú nefnir ástandið í Norðvesturkjördæmi síðast þá skulum við líka muna eftir því þegar það var endurtalning í Suðurkjördæmi,“ segir Kristín og vísar til sömu kosninga þegar fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á endurtalningu í því Suðurkjördæmi. „Þar var verið að telja yfir þrjátíu þúsund atkvæði og þá stemmdi það upp á hvert einasta atkvæði,“ segir Kristín og að talningin hafi gengið mjög vel að þessu sinni. „Það sem fólk þarf líka að átta sig á varðandi tímann, að Suðurkjördæmi, Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi eru mjög víðfeðm landfræðilega. Þannig að það þarf að flytja kjörkassana eftir að kosningu lýkur svolítið langt í talningu í sumum tilfellum.“ En hafið þið fengið einhverjar athugasemdir frá kjósendum eða jafnvel framboðum sem þið í kjörstjórnum þurfið að fara yfir? „Engar athugasemdir sem landskjörstjórn hefur fengið frá framboðum. En svo fáum við alltaf ábendingar frá kjósendum um að eitthvað megi betur fara á einhverjum einstaka stöðum eða eitthvað slíkt. Og það er bara skoðað í samráði við yfirkjörstjórnir í hverju kjördæmi.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Kosningarnar sem fóru farm í gær voru þær fyrstu eftir að ný kosningalög tóku gildi. Elín Margrét ræddi við Kristínu Edwald formann landskjörstjórnar í Kvöldfréttum. Hún segir kosningarnar hafa gengið vel. „Það kom ekkert vesen upp. Þetta gekk afskaplega vel fyrir sig og það var náttúrlega frábær kjörsókn sem er mjög gleðilegt,“ segir Kristín en bendir á að það þýði líka að telja hafi þurft tæplega 216 þúsund atkvæði. Þar af hafi um 172 þúsund atkvæði verið greidd í gær, sem sagt innan kjörfundar. Síðustu tölur bárust um níuleytið í morgun. Flytja þurfi sum atkvæði langa vegalengd Kristín segir ekki hafa þurft að endurtelja atkvæði eins og þurfti að gera í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum árið 2021. „Nei, ekkert slíkt. Það stemmir allt upp á punkt og prik. Og af því að þú nefnir ástandið í Norðvesturkjördæmi síðast þá skulum við líka muna eftir því þegar það var endurtalning í Suðurkjördæmi,“ segir Kristín og vísar til sömu kosninga þegar fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á endurtalningu í því Suðurkjördæmi. „Þar var verið að telja yfir þrjátíu þúsund atkvæði og þá stemmdi það upp á hvert einasta atkvæði,“ segir Kristín og að talningin hafi gengið mjög vel að þessu sinni. „Það sem fólk þarf líka að átta sig á varðandi tímann, að Suðurkjördæmi, Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi eru mjög víðfeðm landfræðilega. Þannig að það þarf að flytja kjörkassana eftir að kosningu lýkur svolítið langt í talningu í sumum tilfellum.“ En hafið þið fengið einhverjar athugasemdir frá kjósendum eða jafnvel framboðum sem þið í kjörstjórnum þurfið að fara yfir? „Engar athugasemdir sem landskjörstjórn hefur fengið frá framboðum. En svo fáum við alltaf ábendingar frá kjósendum um að eitthvað megi betur fara á einhverjum einstaka stöðum eða eitthvað slíkt. Og það er bara skoðað í samráði við yfirkjörstjórnir í hverju kjördæmi.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira