Fannst aðstoðarmaðurinn vinna gegn sér: „Tilfinning á móti tilfinningu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2024 21:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson segist ekki vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur tjáð sig í fyrsta sinn um ástæðu þess að hann hætti sem þjálfari Haugesund í Noregi. Honum fannst aðstoðarmaður sinn hjá liðinu vinna gegn sér. Mikla athygli vakti þegar Óskar Hrafn hætti þjálfun Haugesund fyrr í þessum mánuði. Hann tók við liðinu í október í fyrra. Óskar Hrafn er sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport um leik síns gamla liðs, Breiðabliks, og Víkings í Bestu deild karla í kvöld. Í upphafi útsendingarinnar spurði Ríkharð Óskar Guðnason hann út í viðskilnaðinn við Haugesund. „Stutta svarið er það að mér fannst ekki allir ganga í takt hjá félaginu. Mér fannst ég feta annan veg heldur en margir aðrir þarna. Á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir mig að fara,“ sagði Óskar Hrafn. „Þetta snerist svolítið um að þú heldur á einhverju sverði og fellur á það eða heldur á því. Ég hafði áhuga á að það væri mitt sverð en ekki það sem einhver setti í höndina á mér. Ég mat það þannig að það væri best að fara.“ Hann myndi segja annað Í norskum fjölmiðlum var talað um að Óskar Hrafn hafi ekki verið sáttur við aðstoðarþjálfara Haugesund, Sancheev Manoharan, og fundist hann vinna gegn sér. Óskar Hrafn játaði það þegar Ríkharð spurði hann út í það fyrir leikinn á Kópavogsvelli. „Jájá, það var mín tilfinning. Ef þú myndir spyrja hann myndi hann segja eitthvað annað. Þetta er tilfinning á móti tilfinningu,“ sagði Óskar Hrafn. „Menn verða bara að bera virðingu fyrir því hvernig mér leið og hvaða tilfinningu ég hafði fyrir þessu verkefni á þeim tímapunkti sem ég tók þessa ákvörðun. Það er svosem ekkert meira um það að segja.“ Manoharan er nú tekinn við Haugesund sem situr í 9. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með þrettán stig eftir tíu leiki. Tveir Íslendingar leika með liðinu; Anton Logi Lúðvíksson og Hlynur Freyr Karlsson. Norski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar Óskar Hrafn hætti þjálfun Haugesund fyrr í þessum mánuði. Hann tók við liðinu í október í fyrra. Óskar Hrafn er sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport um leik síns gamla liðs, Breiðabliks, og Víkings í Bestu deild karla í kvöld. Í upphafi útsendingarinnar spurði Ríkharð Óskar Guðnason hann út í viðskilnaðinn við Haugesund. „Stutta svarið er það að mér fannst ekki allir ganga í takt hjá félaginu. Mér fannst ég feta annan veg heldur en margir aðrir þarna. Á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir mig að fara,“ sagði Óskar Hrafn. „Þetta snerist svolítið um að þú heldur á einhverju sverði og fellur á það eða heldur á því. Ég hafði áhuga á að það væri mitt sverð en ekki það sem einhver setti í höndina á mér. Ég mat það þannig að það væri best að fara.“ Hann myndi segja annað Í norskum fjölmiðlum var talað um að Óskar Hrafn hafi ekki verið sáttur við aðstoðarþjálfara Haugesund, Sancheev Manoharan, og fundist hann vinna gegn sér. Óskar Hrafn játaði það þegar Ríkharð spurði hann út í það fyrir leikinn á Kópavogsvelli. „Jájá, það var mín tilfinning. Ef þú myndir spyrja hann myndi hann segja eitthvað annað. Þetta er tilfinning á móti tilfinningu,“ sagði Óskar Hrafn. „Menn verða bara að bera virðingu fyrir því hvernig mér leið og hvaða tilfinningu ég hafði fyrir þessu verkefni á þeim tímapunkti sem ég tók þessa ákvörðun. Það er svosem ekkert meira um það að segja.“ Manoharan er nú tekinn við Haugesund sem situr í 9. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með þrettán stig eftir tíu leiki. Tveir Íslendingar leika með liðinu; Anton Logi Lúðvíksson og Hlynur Freyr Karlsson.
Norski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira