Íslenski boltinn

Neyddust til að fresta út­af rosa­legu roki

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Það verður ekki leikið á Ólafsvíkurvelli í dag
Það verður ekki leikið á Ólafsvíkurvelli í dag

Leik Selfoss og Víkings Ólafsvíkur í 2. deild karla sem átti að fara fram klukkan 15:00 hefur verið frestað vegna mjög slæmra veðurskilyrða í Ólafsvík eins og sjá má á myndbandi hér fyrir neðan. 

Slæmt veður hefur hrjáð landsmenn síðastliðinn sólarhring og rúmlega það. Margir leikir sem áttu að fara fram í gær voru færðir eða frestaðir. 

Það virðist sem veðurofsanum ætli ekki að linna á Ólafsvík þar sem leikur Selfoss og Víkings Ó. átti að fara fram í dag. 

Selfyssingar voru komnir alla leið vestur en strax lá það fyrir augum að leikurinn færi ekki fram. Hann verður spilaður síðar í sumar, dagsetning óákveðin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×