Vilja banna snjallsíma fyrir yngri en 16 ára Lovísa Arnardóttir skrifar 25. maí 2024 08:53 Lagt er til að börnum yngri en 16 ára verði ekki heimilt að eiga farsíma eða vera á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Breskir þingmenn kalla nú eftir því að farsímar verði alfarið bannaðir fyrir börn sem eru 16 ára og yngri og bannaðir alveg í skólum. Þá er einnig kallað eftir því að aðgangur að samfélagsmiðlum verði bundinn við sama aldur. Meðlimir menntamálanefndar neðri deildar þingsins gáfu þessar ráðleggingar út í skýrslu sem kom út fyrr í vikunni. Þar er fjallað um áhrif skjátíma á menntun og velferð barna. Formaður nefndarinnar, Robin Walker, segir óhóflega skjánotkun hafa greinilega slæm áhrif á börn „Þetta er allt frá því að sjá klám til þess að gengi séu að nota samfélagsmiðla til að finna nýliða, það eru svo margar hættur á netinu. Þetta er erfitt fyrir foreldra og skólasamfélagið og yfirvöld verða að gera eitthvað til að aðstoða þau við að mæta þessari áskorun. Það gæti þurft róttækar breytingar, eins og að banna alfarið snjallsíma fyrir undir 16 ára,“ segir Walker í umfjöllun um málið á vef breska miðilsins Guardian. Símabann í skólum fært í lög Í skýrslu menntamálanefndar þingsins er enn fremur mælt með því að yfirvöld vinni með Ofcom, fjölmiðla- og fjarskiptaeftirliti Bretlands, um að setja nýjar reglur um notkun snjallsíma, hvers konar aðgang foreldrar geta haft að símum barna sinna og einhverja stýringu á því hvernig sé hægt að koma í veg fyrir að börn sjái eða finni óviðeigandi efni á netinu. Þá er einnig mælt með því í skýrslunni að símabann í skólum verði fært í lög. Stutt er síðan ráðherrar gáfu út leiðbeiningar til kennara um að banna notkun síma á meðan skólinn er í gangi. Þá segir einnig að með aðgerðunum verði að vera eitthvað eftirlit. „Ef niðurstaða þess er að bann sem ekki hefur verið fest í lög hafi ekki virkað sem skyldi eftir 12 mánuði, skulu yfirvöld bregðast við því fljótlega með því að kynna til leiks bann í lögum,“ segir í skýrslunni. Hvað varðar aðgengi að samfélagsmiðlum er þess óskað í skýrslunni að nefnd skoði það á þessu ári hvort 13 ára sé viðeigandi aldur til að byrja á samfélagsmiðlum og þannig leyfa fyrirtækjunum að fá persónuleg gögn þeirra. Aldursviðmið á flestum samfélagsmiðlum er 13 ára í Bretlandi en að á sama tíma sé samræðisaldur 16 ár, þau megi ekki keyra fyrr en þau eru 17 ára og verði að vera 18 ára til að kjósa. Miðað við það væri 16 ára betra viðmið fyrir samfélagsmiðla að mati þeirra sem skrifuðu skýrsluna. Fjórðungur þriggja og fjögurra ára með síma Í umfjöllun Guardian um skýrsluna segir að þar komi meðal annars fram að á tveggja ára tímabili, frá 2020 til 2022, hafi skjátími barna aukist um 52 prósent og rannsókn sýni að um fjórðungur barna sé háður símanum sínum. Þá kom einnig fram að um 79 prósent barna höfðu fyrir 18 ára aldur séð ofbeldisfullt klám í símanum sínum. Þá hefur Ofcom nýlega greint frá því að fjórðungur þriggja og fjögurra ára barna í Bretlandi eigi snjallsíma og að flest börn eigi slíkan síma fyrir 12 ára aldur. Um helmingur 13 ára barna í Bretlandi eru á samfélagsmiðlum. Bretland Tækni Réttindi barna Samfélagsmiðlar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Meðlimir menntamálanefndar neðri deildar þingsins gáfu þessar ráðleggingar út í skýrslu sem kom út fyrr í vikunni. Þar er fjallað um áhrif skjátíma á menntun og velferð barna. Formaður nefndarinnar, Robin Walker, segir óhóflega skjánotkun hafa greinilega slæm áhrif á börn „Þetta er allt frá því að sjá klám til þess að gengi séu að nota samfélagsmiðla til að finna nýliða, það eru svo margar hættur á netinu. Þetta er erfitt fyrir foreldra og skólasamfélagið og yfirvöld verða að gera eitthvað til að aðstoða þau við að mæta þessari áskorun. Það gæti þurft róttækar breytingar, eins og að banna alfarið snjallsíma fyrir undir 16 ára,“ segir Walker í umfjöllun um málið á vef breska miðilsins Guardian. Símabann í skólum fært í lög Í skýrslu menntamálanefndar þingsins er enn fremur mælt með því að yfirvöld vinni með Ofcom, fjölmiðla- og fjarskiptaeftirliti Bretlands, um að setja nýjar reglur um notkun snjallsíma, hvers konar aðgang foreldrar geta haft að símum barna sinna og einhverja stýringu á því hvernig sé hægt að koma í veg fyrir að börn sjái eða finni óviðeigandi efni á netinu. Þá er einnig mælt með því í skýrslunni að símabann í skólum verði fært í lög. Stutt er síðan ráðherrar gáfu út leiðbeiningar til kennara um að banna notkun síma á meðan skólinn er í gangi. Þá segir einnig að með aðgerðunum verði að vera eitthvað eftirlit. „Ef niðurstaða þess er að bann sem ekki hefur verið fest í lög hafi ekki virkað sem skyldi eftir 12 mánuði, skulu yfirvöld bregðast við því fljótlega með því að kynna til leiks bann í lögum,“ segir í skýrslunni. Hvað varðar aðgengi að samfélagsmiðlum er þess óskað í skýrslunni að nefnd skoði það á þessu ári hvort 13 ára sé viðeigandi aldur til að byrja á samfélagsmiðlum og þannig leyfa fyrirtækjunum að fá persónuleg gögn þeirra. Aldursviðmið á flestum samfélagsmiðlum er 13 ára í Bretlandi en að á sama tíma sé samræðisaldur 16 ár, þau megi ekki keyra fyrr en þau eru 17 ára og verði að vera 18 ára til að kjósa. Miðað við það væri 16 ára betra viðmið fyrir samfélagsmiðla að mati þeirra sem skrifuðu skýrsluna. Fjórðungur þriggja og fjögurra ára með síma Í umfjöllun Guardian um skýrsluna segir að þar komi meðal annars fram að á tveggja ára tímabili, frá 2020 til 2022, hafi skjátími barna aukist um 52 prósent og rannsókn sýni að um fjórðungur barna sé háður símanum sínum. Þá kom einnig fram að um 79 prósent barna höfðu fyrir 18 ára aldur séð ofbeldisfullt klám í símanum sínum. Þá hefur Ofcom nýlega greint frá því að fjórðungur þriggja og fjögurra ára barna í Bretlandi eigi snjallsíma og að flest börn eigi slíkan síma fyrir 12 ára aldur. Um helmingur 13 ára barna í Bretlandi eru á samfélagsmiðlum.
Bretland Tækni Réttindi barna Samfélagsmiðlar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“