Erlent

For­eldrar fá al­gjöran yfir­ráða­rétt yfir sam­fé­lags­miðla­notkun barna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögin í Utah eru fyrst sinnar tegundar í Bandaríkjunum.
Lögin í Utah eru fyrst sinnar tegundar í Bandaríkjunum.

Ríkisstjóri Utah hefur undirritað lög sem skikka samfélagsmiðla til að fá samþykki foreldra áður en börn yngri en 18 ára geta notað smáforrit þeirra. Þá þurfa þau að fá staðfest að aðrir notendur séu að minnsta kosti 18 ára gamlir.

Samkvæmt nýjum lögum eiga foreldrar að geta haft fullt aðgengi að samfélagsmiðlareikningum barna sinna, þar á meðal öllum færslum og einkaskilaboðum. Fyrirtækin mun einnig þurfa að loka á aðgengi barna á milli klukkan 22.30 til 6.30, nema foreldrar velji að leyfa notkun á þessum tíma.

Þá er ekki lengur heimilt að safna gögnum um notkun barnanna né nota upplýsingar um notkun þeirra til að sérsníða hvaða auglýsingar þau sjá.

Löggjöf af þessu tagi er til skoðunar í að minnsta kosti fimm öðrum ríkjum; Arkansas, Texas, Ohio, Louisiana og New Jersey.

Á meðan ýmis samtök hafa fagnað frumkvæðinu hafa aðrir varað við því og segja breytingarnar ógn gegn börnum sem búa við erfiðar fjölskylduaðstæður og/eða ofbeldi. Þetta gæti til að mynda átt við hinsegin börn, hvers foreldrar gætu valið að taka algjörlega fyrir aðgengi þeirra að samfélagsmiðlum.

BBC fjallar um málið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.