Yfirvöld ábyrg fyrir dauða þúsunda einstaklinga sökum mengaðs blóðs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2024 11:44 Útgáfa skýrslunnar er mikill léttir fyrir þá sem hafa barist fyrir rannsókn málsins í fjölda ára. AP/Aaron Chown Yfir 3.000 manns af 30.000 eru látnir í Bretlandi eftir að hafa fengið „mengað“ blóð eða blóðhluta á árunum 1970 til 1998. Höfundur nýútkominnar skýrslu segir málið áfellisdóm yfir heilbrigðiskerfinu og stjórnvöldum og að draga hefði mátt verulega úr skaðanum. Einstaklingar sem fengu blóð eða blóðhluta á um 30 ára tímabili fyrir aldamót hafa lengi barist fyrir rannsókn á málinu en skýrsluhöfundurinn, Brian Langstaff, segir heilbrigðisyfirvöld og stjórnmálamenn hafa þaggað málið niður. Sjúklingar, þar af fjöldi barna, fengu ekki upplýsingar sem þeir áttu rétt á né þá þjónustu sem þurftu á að halda. Þá neituðu yfirvöld í mörg ár að hlusta á frásagnir fólksins og ásakanir. Langstaff rekur það í skýrslu sinni, sem telur um 2.500 blaðsíður, hvernig heilbrigðisyfirvöld horfðu framhjá þeirri vitneskju sem var til staðar á þessum árum um að veirur sem valda alnæmi og lifrarbólgu C gætu smitast með blóðgjöf. Fjöldi fólks, meðal annars sjúklingar sem gengust undir skurðaðgerðir og einstaklingar sem þjáðust af dreyrasýki, fékk þannig blóðgjafir úr einstaklingum sem voru í áhættuhópum og þá var blóðið ekki skimað eftir að sú tækni kom til sögunnar. Blóðið og/eða blóðhlutarnir voru meðal annars innfluttir frá Bandaríkjunum, þar sem fangar og fíklar, sem eru í aukinni áhættu á að smitast af HIV og lifrarbólgu C, voru stór hluti gjafa. ‘Government responsiveness should be improved’ says infected blood inquiry chair pic.twitter.com/O4KoN7hxze— Channel 4 News (@Channel4News) May 20, 2024 Yfirvöld hefðu getað takmarkað skaðann verulega Skýrslan varpar einnig ljósi á frásagnir einstaklinga sem eru fullorðnir í dag en voru smitaðir á stofnun fyrir börn með dreyrasýki, þar sem þeim var gefið mengað blóð í tilraunaskyni. „Þegar við sögðum frá þessu þá trúði fólk okkur ekki. Þeir sögðu að þetta myndi ekki eiga sér stað á Bretlandi. Í dag liggur fyrir sönnun þess að þetta getur gerst, og gerðist, á Bretlandi,“ segir Andy Evans, framkvæmdastjóri samtakanna Tainted Blood, sem smitaðist sem barn. Langstaff kemst að þeirri niðrustöðu að ef yfirvöld hefðu gripið til aðgerða til að minnka áhættuna á því að blóðþegar smituðust hefði mátt koma í veg fyrir stóran hluta þess skaða sem varð. Þá leggur hann áherslu á að málið hafi haft áhrif á mun fleiri en þá 30.000 sem smituðust í kjölfar þess að fá mengað blóð; þeir hefðu til að mynda smitað ástvini og veikindin haft áhrif á fjölda fólks í kringum þá. Heilbrigðisstarfsmenn eru gangrýndir fyrir að hafa ekki upplýst fólk um áhættuna sem stafaði af blóðgjöf né greint frá öðrum mögulegum meðferðum. Þá voru einstaklingar oft ekki upplýstir um að verið væri að prófa blóð þeirra fyrir sýkingum á borð við HIV og lifrarbólgu C né voru þeir í mörgum tilvikum upplýstir um að þeir hefðu smitast. Langstaff segir málinu ekki munu ljúka fyrr en stjórnvöld grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig ekki og geri upp við þá sem urðu fyrir skaða. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, brást við með því að biðja sjúklinga og aðstandendur þeirra fyrirgefningar fyrir hönd stjórnvalda. Fyrirgefningar fyrir að hafa brugðist, bæði með því að grípa ekki til aðgerða á sínum tíma og fyrir að hafa ekki hlustað og axlað ábyrgð. Sunak hefur heitið bótum til handa þeim sem urðu fyrir skaða, sama hvað það kostar. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Bretland Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Einstaklingar sem fengu blóð eða blóðhluta á um 30 ára tímabili fyrir aldamót hafa lengi barist fyrir rannsókn á málinu en skýrsluhöfundurinn, Brian Langstaff, segir heilbrigðisyfirvöld og stjórnmálamenn hafa þaggað málið niður. Sjúklingar, þar af fjöldi barna, fengu ekki upplýsingar sem þeir áttu rétt á né þá þjónustu sem þurftu á að halda. Þá neituðu yfirvöld í mörg ár að hlusta á frásagnir fólksins og ásakanir. Langstaff rekur það í skýrslu sinni, sem telur um 2.500 blaðsíður, hvernig heilbrigðisyfirvöld horfðu framhjá þeirri vitneskju sem var til staðar á þessum árum um að veirur sem valda alnæmi og lifrarbólgu C gætu smitast með blóðgjöf. Fjöldi fólks, meðal annars sjúklingar sem gengust undir skurðaðgerðir og einstaklingar sem þjáðust af dreyrasýki, fékk þannig blóðgjafir úr einstaklingum sem voru í áhættuhópum og þá var blóðið ekki skimað eftir að sú tækni kom til sögunnar. Blóðið og/eða blóðhlutarnir voru meðal annars innfluttir frá Bandaríkjunum, þar sem fangar og fíklar, sem eru í aukinni áhættu á að smitast af HIV og lifrarbólgu C, voru stór hluti gjafa. ‘Government responsiveness should be improved’ says infected blood inquiry chair pic.twitter.com/O4KoN7hxze— Channel 4 News (@Channel4News) May 20, 2024 Yfirvöld hefðu getað takmarkað skaðann verulega Skýrslan varpar einnig ljósi á frásagnir einstaklinga sem eru fullorðnir í dag en voru smitaðir á stofnun fyrir börn með dreyrasýki, þar sem þeim var gefið mengað blóð í tilraunaskyni. „Þegar við sögðum frá þessu þá trúði fólk okkur ekki. Þeir sögðu að þetta myndi ekki eiga sér stað á Bretlandi. Í dag liggur fyrir sönnun þess að þetta getur gerst, og gerðist, á Bretlandi,“ segir Andy Evans, framkvæmdastjóri samtakanna Tainted Blood, sem smitaðist sem barn. Langstaff kemst að þeirri niðrustöðu að ef yfirvöld hefðu gripið til aðgerða til að minnka áhættuna á því að blóðþegar smituðust hefði mátt koma í veg fyrir stóran hluta þess skaða sem varð. Þá leggur hann áherslu á að málið hafi haft áhrif á mun fleiri en þá 30.000 sem smituðust í kjölfar þess að fá mengað blóð; þeir hefðu til að mynda smitað ástvini og veikindin haft áhrif á fjölda fólks í kringum þá. Heilbrigðisstarfsmenn eru gangrýndir fyrir að hafa ekki upplýst fólk um áhættuna sem stafaði af blóðgjöf né greint frá öðrum mögulegum meðferðum. Þá voru einstaklingar oft ekki upplýstir um að verið væri að prófa blóð þeirra fyrir sýkingum á borð við HIV og lifrarbólgu C né voru þeir í mörgum tilvikum upplýstir um að þeir hefðu smitast. Langstaff segir málinu ekki munu ljúka fyrr en stjórnvöld grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig ekki og geri upp við þá sem urðu fyrir skaða. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, brást við með því að biðja sjúklinga og aðstandendur þeirra fyrirgefningar fyrir hönd stjórnvalda. Fyrirgefningar fyrir að hafa brugðist, bæði með því að grípa ekki til aðgerða á sínum tíma og fyrir að hafa ekki hlustað og axlað ábyrgð. Sunak hefur heitið bótum til handa þeim sem urðu fyrir skaða, sama hvað það kostar. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent