Veður

Fremur vætu­samt um sunnan- og vestan­vert landið

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu fjögur til tólf stig.
Hiti á landinu verður á bilinu fjögur til tólf stig. Vísir/Vilhelm

Hægt minnkandi lægð er nú nærri kyrrstæð skammt vestur af landinu og beinir suðlægum áttum til landsins. Gera má ráð fyrir að verði fremur vætusamt um landið sunnan- og vestanvert, en lengst af þurrt og bjart fyrir norðan og austan.

Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Þar segir að þó megi gera ráð fyrir einhverri vætu um tíma austanlands framan af degi. Hiti verður á bilinu fjögur til tólf stig þar sem hlýjast verður á Norður- og Austurlandi.

„Svipað veður verður svo á morgun, nema að vindur verður heldur suðvestlægari. Milt veður að deginum, en mun svalara að næturlagi og líkur á að það geti fryst sums staðar inn til landsins.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Suðvestan 5-13 m/s og skúrir, en norðaustlægari og rigning með köflum á Vestfjörðum. Hiti víða 5 til 10 stig, en þurrt að mestu og heldur hlýrra á austanverðu landinu.

Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og víða skúrir eða slydduél, en gengur í suðaustan 8-13 með rigningu á vestanverðu landinu um kvöldið. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast eystra.

Á föstudag: Stíf suðaustanátt og rigning eða súld með köflum, en hægari og úrkomulítið austantil. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á laugardag: Austlæg átt, 3-8 en hvassari syðst. Dálítil væta sunnnan- og austantil, en bjartviðri norðvesan og vestanlands. Hlýtt í veðri, en svalara austast.

Á sunnudag: Suðvestlæg eða breytileg átt. Fremur vætusamt og hiti víða 8 til 13 stig.

Á mánudag: Útlit fyrir suðlæga átt með skúrum um mest allt land. Hiti breytist lítið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×