Íransforseti fórst í þyrluslysinu Atli Ísleifsson og Eiður Þór Árnason skrifa 20. maí 2024 06:47 Ebrahim Raisi hafði gegnt forsetaembættinu í Íran frá árinu 2021. Hann tók við embættinu af Hassan Rouhani. AP Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. AP segir frá þessu, en þyrlan, sem var í hópi þriggja sem var að flytja forsetann og fylgdarlið hans, skall til jarðar eftir að hafa lent í vandræðum í mikilli þoku í norðurhluta landsins. Raisi var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta landsins, eftir að hafa sótt viðburð í tengslum við opnun nýrrar stíflu nærri asersku landamærunum. Raisi var í hópi harðlínumanna sem nánir voru æðstaklerki landsins, Ayatollah Ali Khamenei, og var af mörgum talinn líklegur eftirmaður hans. Lög landsins gera ráð fyrir að forsetaskosningar muni nú fara fram í landinu innan fimmtíu daga. Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra Írans, fórst einnig í þyrluslysinu. Hann hafði gegnt embætti utanríkisráðherra frá árinu 2021.AP Fólk kom saman í Teheran, höfuðborg Íran í gær og hrópuðu slagorð beind gegn stjórnvöldum í Ísrael. Ap/Vahid Salem Björgunarteymi röðuðu sér upp á svæðinu þar sem þyrlan hrapaði til jarðar. Moj News Agency/Azin Haghighi Íranski ríkisfjölmiðillinn IRNA staðfestir að auk forsetans og utanríkistáðherrans hafi Mohammad Ali Al-e Hashem, klerkurinn til að fara með föstudagsbænirnar í Tabriz og hershöfðinginn Malek Rahmati, héraðsstjóri íranska héraðsins Austur-Aserbaídsjan í hópi látinna. Sömuleiðis hafi nokkrir lífverðir, þar með talinn Seyed Mehdi Mousavi, yfirmaður öryggisliðs forsetans, og áhafnarmeðlimir þyrlunnar látið lífið í slysinu. Tók við embætti forseta árið 2021 Raisi, sem varð 63 ára, tók við embætti forseta Írans árið 2021 af Hassan Rouhani. Áður hafði Raisi starfað sem dómari. Hann bauð sig fyrst fram til forseta árið 2017 en beið þá lægri hlut gegn Rouhani, en Raisi var eftir kosningar skipaður forseti hæstaréttar. Umfangsmikil leit af þyrlunni fór fram eftir að tilkynnt var um slysið og buðu stjórnvöld meðal annars í Rússlandi, Tyrklandi, Aserbaídsjan og Armeníu fram aðstoð sína við leitina. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, var í hópi fyrstu þjóðarleiðtoga heims til að heiðra Raisi og sagðist Modi mjög hryggur og í áfalli vegna dauða forsetans. Íran Andlát Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Leitin enn ekki borið árangur Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina. 19. maí 2024 23:55 Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
AP segir frá þessu, en þyrlan, sem var í hópi þriggja sem var að flytja forsetann og fylgdarlið hans, skall til jarðar eftir að hafa lent í vandræðum í mikilli þoku í norðurhluta landsins. Raisi var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta landsins, eftir að hafa sótt viðburð í tengslum við opnun nýrrar stíflu nærri asersku landamærunum. Raisi var í hópi harðlínumanna sem nánir voru æðstaklerki landsins, Ayatollah Ali Khamenei, og var af mörgum talinn líklegur eftirmaður hans. Lög landsins gera ráð fyrir að forsetaskosningar muni nú fara fram í landinu innan fimmtíu daga. Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra Írans, fórst einnig í þyrluslysinu. Hann hafði gegnt embætti utanríkisráðherra frá árinu 2021.AP Fólk kom saman í Teheran, höfuðborg Íran í gær og hrópuðu slagorð beind gegn stjórnvöldum í Ísrael. Ap/Vahid Salem Björgunarteymi röðuðu sér upp á svæðinu þar sem þyrlan hrapaði til jarðar. Moj News Agency/Azin Haghighi Íranski ríkisfjölmiðillinn IRNA staðfestir að auk forsetans og utanríkistáðherrans hafi Mohammad Ali Al-e Hashem, klerkurinn til að fara með föstudagsbænirnar í Tabriz og hershöfðinginn Malek Rahmati, héraðsstjóri íranska héraðsins Austur-Aserbaídsjan í hópi látinna. Sömuleiðis hafi nokkrir lífverðir, þar með talinn Seyed Mehdi Mousavi, yfirmaður öryggisliðs forsetans, og áhafnarmeðlimir þyrlunnar látið lífið í slysinu. Tók við embætti forseta árið 2021 Raisi, sem varð 63 ára, tók við embætti forseta Írans árið 2021 af Hassan Rouhani. Áður hafði Raisi starfað sem dómari. Hann bauð sig fyrst fram til forseta árið 2017 en beið þá lægri hlut gegn Rouhani, en Raisi var eftir kosningar skipaður forseti hæstaréttar. Umfangsmikil leit af þyrlunni fór fram eftir að tilkynnt var um slysið og buðu stjórnvöld meðal annars í Rússlandi, Tyrklandi, Aserbaídsjan og Armeníu fram aðstoð sína við leitina. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, var í hópi fyrstu þjóðarleiðtoga heims til að heiðra Raisi og sagðist Modi mjög hryggur og í áfalli vegna dauða forsetans.
Íran Andlát Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Leitin enn ekki borið árangur Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina. 19. maí 2024 23:55 Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Leitin enn ekki borið árangur Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina. 19. maí 2024 23:55
Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56