Óljóst hvort þyrlan sé fundin Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. maí 2024 17:55 Mynd frá leitarsvæðinu. Ekki liggur fyrir hvort þyrlan sé endilega fundin. AP Þyrlan sem flutti Ebrahim Raisi forseta Íran og utanríkisráðherrann Hossein Amirabdollahian er sögð hafa „lent harkalega“ á hálendi á norðvesturhluta Íran fyrr í dag vegna þoku. Íranskir miðlar tilkynntu fyrr í kvöld um að þyrlan væri fundin en talsmenn Rauða hálfmánans sögðu það ekki rétt og leit stæði enn yfir. Þyrlu Raisi var flogið yfir Austur-Aserbaídsjanhérað þegar hún brotlenti. Samkvæmt írönskum miðlum var slysinu lýst sem „harðri lendingu“ sem rekja megi til erfiðra veðuraðstæðna. Tehran Times hefur eftir Ahmad Vahidi innviðaráðherra Íran að áhöfn þyrlunnar hafi verið gert að nauðlenda henni vegna mikillar þoku. Veðuraðstæður á svæðinu eru sagðar verulega slæmar, mikil rigning, rok og þykk þoka. Ekki er búist við að veðrið gangi niður í nótt. Uppfært 18:18: Þyrlan er fundin, hefur Reuters eftir íranskri sjónvarpsútsendingu. Fleiri upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Uppfært 18:32: Embættismaður Rauða hálfmánans í Íran segir ekki rétt með farið í írönskum miðlum að þyrlan hafi fundist. Þá hefur sjónvarpsfréttamaður í Íran eftir Ali Akbar orkumálaráðherra að það sé ekkert að frétta af leitinni, það er, þyrlan sé ekki fundin. Þrátt fyrir það sé búist við að leitarsveitir séu í innan við tveggja kílómetra fjarlægð frá þyrlunni. Þyrlan í flugtaki í dag. AP Samkvæmt fréttavakt Al Jazeera um málið náðist samband við meðlim áhafnarinnar á tíunda tímanum að staðartíma. Miðillinn hafði eftir talsmanni björgunarsveita í Íran að ekki hafi verið hægt að halda leit úr lofti áfram eftir að fór að dimma vegna þoku. Þá yrðu fleiri sjúkrabílar sendir á svæðið fyrir vikið. Auk forsetans og utanríkisráðherrans voru Malek Rahmati ríkisstjóri Austur-Aserbaídsjan og Ayatollah Mohammad Ali Ale-Hashem, fulltrúi leiðtoga Írans í Austur-Aserbaídsjan í þyrlunni. Þjóðarleiðtogar nágrannalanda hafa tjáð samstöðu með íranska forsetanum á samfélagsmiðlum í dag. Þar á meðal Narendra Modi forsætisráðherra Indlands og Shehbaz Sharif forsætisráðherra Pakistan. Deeply concerned by reports regarding President Raisi’s helicopter flight today. We stand in solidarity with the Iranian people in this hour of distress, and pray for well being of the President and his entourage.— Narendra Modi (@narendramodi) May 19, 2024 Heard the distressing news from Iran regarding Hon. President Seyyed Ebrahim Raisi’s helicopter. Waiting with great anxiety for good news that all is well. Our prayers and best wishes are with Hon.President Raisi and the entire Iranian nation.— Shehbaz Sharif (@CMShehbaz) May 19, 2024 Þá gaf utanríkisráðuneyti Katar út yfirlýsingu þar sem öllum mögulegum stuðningi við björgunaraðgerðirnar er heitið. Yfirvöld í Rússlandi, Tyrklandi og Sádi-Arabíu hafa einnig boðið fram hjálparhönd. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur að auki gefið út tilkynningu þar sem greint er frá því að gervihnattakortlagning hafi verið virkt til að aðstoða við leitina. Upon Iranian request for assistance we are activating the 🇪🇺's @CopernicusEMS rapid response 📡 mapping service in view of to the helicopter accident reportedly carrying the President of #Iran and its foreign minister. #EUSolidarity— Janez Lenarčič (@JanezLenarcic) May 19, 2024 Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Þyrlu Raisi var flogið yfir Austur-Aserbaídsjanhérað þegar hún brotlenti. Samkvæmt írönskum miðlum var slysinu lýst sem „harðri lendingu“ sem rekja megi til erfiðra veðuraðstæðna. Tehran Times hefur eftir Ahmad Vahidi innviðaráðherra Íran að áhöfn þyrlunnar hafi verið gert að nauðlenda henni vegna mikillar þoku. Veðuraðstæður á svæðinu eru sagðar verulega slæmar, mikil rigning, rok og þykk þoka. Ekki er búist við að veðrið gangi niður í nótt. Uppfært 18:18: Þyrlan er fundin, hefur Reuters eftir íranskri sjónvarpsútsendingu. Fleiri upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Uppfært 18:32: Embættismaður Rauða hálfmánans í Íran segir ekki rétt með farið í írönskum miðlum að þyrlan hafi fundist. Þá hefur sjónvarpsfréttamaður í Íran eftir Ali Akbar orkumálaráðherra að það sé ekkert að frétta af leitinni, það er, þyrlan sé ekki fundin. Þrátt fyrir það sé búist við að leitarsveitir séu í innan við tveggja kílómetra fjarlægð frá þyrlunni. Þyrlan í flugtaki í dag. AP Samkvæmt fréttavakt Al Jazeera um málið náðist samband við meðlim áhafnarinnar á tíunda tímanum að staðartíma. Miðillinn hafði eftir talsmanni björgunarsveita í Íran að ekki hafi verið hægt að halda leit úr lofti áfram eftir að fór að dimma vegna þoku. Þá yrðu fleiri sjúkrabílar sendir á svæðið fyrir vikið. Auk forsetans og utanríkisráðherrans voru Malek Rahmati ríkisstjóri Austur-Aserbaídsjan og Ayatollah Mohammad Ali Ale-Hashem, fulltrúi leiðtoga Írans í Austur-Aserbaídsjan í þyrlunni. Þjóðarleiðtogar nágrannalanda hafa tjáð samstöðu með íranska forsetanum á samfélagsmiðlum í dag. Þar á meðal Narendra Modi forsætisráðherra Indlands og Shehbaz Sharif forsætisráðherra Pakistan. Deeply concerned by reports regarding President Raisi’s helicopter flight today. We stand in solidarity with the Iranian people in this hour of distress, and pray for well being of the President and his entourage.— Narendra Modi (@narendramodi) May 19, 2024 Heard the distressing news from Iran regarding Hon. President Seyyed Ebrahim Raisi’s helicopter. Waiting with great anxiety for good news that all is well. Our prayers and best wishes are with Hon.President Raisi and the entire Iranian nation.— Shehbaz Sharif (@CMShehbaz) May 19, 2024 Þá gaf utanríkisráðuneyti Katar út yfirlýsingu þar sem öllum mögulegum stuðningi við björgunaraðgerðirnar er heitið. Yfirvöld í Rússlandi, Tyrklandi og Sádi-Arabíu hafa einnig boðið fram hjálparhönd. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur að auki gefið út tilkynningu þar sem greint er frá því að gervihnattakortlagning hafi verið virkt til að aðstoða við leitina. Upon Iranian request for assistance we are activating the 🇪🇺's @CopernicusEMS rapid response 📡 mapping service in view of to the helicopter accident reportedly carrying the President of #Iran and its foreign minister. #EUSolidarity— Janez Lenarčič (@JanezLenarcic) May 19, 2024
Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira