Erlent

Á­stand Fico enn al­var­legt

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Robert Kalinak staðgengill Fico hefur gefið stöðuuppfærslur á ástandi forsætisráðherrans eftir skotárásina.
Robert Kalinak staðgengill Fico hefur gefið stöðuuppfærslur á ástandi forsætisráðherrans eftir skotárásina. EPA

Ástand Roberts Fico forsætisráðherra Slóvakíu er enn metið alvarlegt eftir að hann varð fyrir skotárás á miðvikudaginn. Þrátt fyrir að hann sé ekki í lífshættu lengur standi hann frammi fyrir mikilli hættu á alvarlegum fylgikvillum. 

Forsætisráðherrann var skotinn fimm sinnum í bænum Handlova, um 180 kílómetra norðaustur af höfuðborginni Bratislava, á miðvikudaginn. Skotárásin vakti óhug um Evrópu og áhyggjur af aukinni skautun í slóvakískum stjórnmálum. 

„Við höfum enn ekki sigrast á þessu,“ sagði Robert Kaliniak staðgengill forsætisráðherra um ástand Fico í dag. Hann sagði Fico smám saman nálgast jákvæðar barahorfur. „Fyrstu klukkustundirnar voru horfurnar mjög slæmar. Þið vitið að skot í kviðinn eru í flestum tilfellum banvæn, en læknunum tókst í þessu tilfelli að snúa ástandi hans í rétta átt.“

Kaliniak sagði enn mikla hættu á fylgikvillum. „Viðbrögð líkamans við við skotsári eru afar alvarleg og hafa í för með sér mikla hættu á fjölda fylgikvilla,“ sagði hann og að hættan sé mest fyrstu fjóra til fimm dagana eftir skotárás, en þrír dagar eru síðan árásin var framin. 

Sakamáladómstóllinn í Slóvakíu úrskurðaði í dag að maðurinn sem grunaður er um verknaðinn verði áfram í haldi lögreglu. Sá er á áttræðisaldri og var ákærður fyrir tilraun til manndráps á fimmtudaginn. Hann er sagður geta átt yfir sér lífstíðarfangelsi. 


Tengdar fréttir

Fico ekki talinn í lífshættu

Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, er ekki lengur talinn í lífshættu. Hann var skotinn fimm sinnum af ljóðskáldi á áttræðisaldri í dag.

„Einfari“ ákærður fyrir tilræðið við Fico

Karlmaður á áttræðisaldri hefur verið ákærður fyrir að reyna að ráða Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, af dögum. Hann er sagður geta átt yfir sér lífstíðarfangelsi.

Þetta er vitað um árásarmanninn

Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, er sagður vera 71 árs gamall. Hann var handtekinn á vettvangi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×