Hver er Robert Fico? Jón Þór Stefánsson skrifar 16. maí 2024 14:01 Robert Fico var skotin í gær, en hann er sagður komin úr lífshættu. Getty Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, er ekki lengur talinn vera í lífshættu eftir skotárás í gær, en lítið annað er meira um áverka og ástand hans. Hann er sagður hafa verið skotinn fimm sinnum. Grunaður árásarmaður er ljóðskáld á áttræðisaldri sem var handtekinn skömmu eftir verknaðinn. Fico sór embættiseið sem forsætisráðherra í fjórða sinn í október síðastliðnum. Í kosningabaráttunni talaði hann gegn Bandaríkjunum og hvatti til þess að tengsl Slóvakíu við Rússland yrðu efld. Washington Post fjallaði um ferill Fico, sem fæddist árið 1964 í landinu sem þá hét Tékkóslóvakía. Hann var meðlimur í Kommúnistaflokknum og er þekktur fyrir þrautseigju og metorðagirnd. Eftir skiptinu Tékkóslóvakíu árið 1993 gekk hann til liðs við SDL-flokkinn, arftaka Kommúnistaflokksins. En eftir að hafa verið sniðgenginn af SDL, sem einnig dvínaði í vinsældum, stofnaði Fico sinn eigin flokk Smer árið 1999. SDL þurrkaðist hins vegar út á fjórum árum. Vinstri maður sem aðhyllist samsæriskenningar Fico, sem og flokkur hans Smer, er á vinstri væng stjórnmálanna en stefnan einkennist einnig af þjóðernishyggju og íhaldsstefnu. Washington Post minnist á að hann hafi lýst yfir andúð sinni á ættleiðingum samkynhneigðra, og sakað blaðamenn um að halda úti skipulagðri glæpastarfsemi. Hann er sagður hallur undir samsæriskenningar. Hann vill til dæmis meina að ungverski auðkýfingurinn George Soros velji forseta Slóvakíu, og segir úkraínska nasista hafa hafið stríðið í Úkraínu. „Stríð kemur alltaf frá vestrinu og friður úr austrinu,“ sagði hann í kosningabaráttunni í fyrra. Sagði af sér eftir dráp á blaðamanni Árið 2018 sagði Fico af sér í kjölfar manndrápsmáls. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova, bæði 27 ára gömul, voru myrt á heimili þeirra. Á meðal þess sem Kuciak hafði verið að rannsaka voru tengsl Fico við ítölsku mafíuna. Þrír menn hafa verið sakfelldir vegna morðanna. Mikil mótmæli brutust út vegna þessa og á endanum sagði Robert Fico af sér. Hann sneri síðan aftur á pólitíska sviðið í fyrra eftir nokkur ár úr sviðsljósinu. Í þingkosningunum í fyrra varð Smer stærsti flokkurinn og Fico gekk í ríkisstjórnarsamstarf á ný. „Eruð þið ánægð?“ Mikið uppnám varð í gær vegna skotárásarinnar. Bandamenn Fico hafa fullyrt að andstæðingar hans hafi skapað ástand þar sem atburður sem þessi gæti átt sér stað. „Þetta er ykkur að kenna,“ sagði Lubos Blaha, varaþingmaður Smer, við stjórnarandstæðinga í gær. „Eruð þið ánægð?“ sagði Andrej Danko, sem er í stjórnarsamstarfi með Fico, í gær og beindi spurningunni að blaðamönnum. Ástæða árásarmannsins fyrir verknaðinum liggur ekki fyrir að svo stöddu, en Matus Sutaj, innviðaráðherra Slóvakíu, hefur fullyrt að árásin hafi verið af pólitíksum toga. Slóvakía Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Fico sór embættiseið sem forsætisráðherra í fjórða sinn í október síðastliðnum. Í kosningabaráttunni talaði hann gegn Bandaríkjunum og hvatti til þess að tengsl Slóvakíu við Rússland yrðu efld. Washington Post fjallaði um ferill Fico, sem fæddist árið 1964 í landinu sem þá hét Tékkóslóvakía. Hann var meðlimur í Kommúnistaflokknum og er þekktur fyrir þrautseigju og metorðagirnd. Eftir skiptinu Tékkóslóvakíu árið 1993 gekk hann til liðs við SDL-flokkinn, arftaka Kommúnistaflokksins. En eftir að hafa verið sniðgenginn af SDL, sem einnig dvínaði í vinsældum, stofnaði Fico sinn eigin flokk Smer árið 1999. SDL þurrkaðist hins vegar út á fjórum árum. Vinstri maður sem aðhyllist samsæriskenningar Fico, sem og flokkur hans Smer, er á vinstri væng stjórnmálanna en stefnan einkennist einnig af þjóðernishyggju og íhaldsstefnu. Washington Post minnist á að hann hafi lýst yfir andúð sinni á ættleiðingum samkynhneigðra, og sakað blaðamenn um að halda úti skipulagðri glæpastarfsemi. Hann er sagður hallur undir samsæriskenningar. Hann vill til dæmis meina að ungverski auðkýfingurinn George Soros velji forseta Slóvakíu, og segir úkraínska nasista hafa hafið stríðið í Úkraínu. „Stríð kemur alltaf frá vestrinu og friður úr austrinu,“ sagði hann í kosningabaráttunni í fyrra. Sagði af sér eftir dráp á blaðamanni Árið 2018 sagði Fico af sér í kjölfar manndrápsmáls. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova, bæði 27 ára gömul, voru myrt á heimili þeirra. Á meðal þess sem Kuciak hafði verið að rannsaka voru tengsl Fico við ítölsku mafíuna. Þrír menn hafa verið sakfelldir vegna morðanna. Mikil mótmæli brutust út vegna þessa og á endanum sagði Robert Fico af sér. Hann sneri síðan aftur á pólitíska sviðið í fyrra eftir nokkur ár úr sviðsljósinu. Í þingkosningunum í fyrra varð Smer stærsti flokkurinn og Fico gekk í ríkisstjórnarsamstarf á ný. „Eruð þið ánægð?“ Mikið uppnám varð í gær vegna skotárásarinnar. Bandamenn Fico hafa fullyrt að andstæðingar hans hafi skapað ástand þar sem atburður sem þessi gæti átt sér stað. „Þetta er ykkur að kenna,“ sagði Lubos Blaha, varaþingmaður Smer, við stjórnarandstæðinga í gær. „Eruð þið ánægð?“ sagði Andrej Danko, sem er í stjórnarsamstarfi með Fico, í gær og beindi spurningunni að blaðamönnum. Ástæða árásarmannsins fyrir verknaðinum liggur ekki fyrir að svo stöddu, en Matus Sutaj, innviðaráðherra Slóvakíu, hefur fullyrt að árásin hafi verið af pólitíksum toga.
Slóvakía Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira