Hayes kvaddi Chelsea með fimmta titlinum í röð og Dagný komin í hóp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2024 16:08 Emma Hayes fagnar einu sex marka Chelsea gegn Manchester United á Old Trafford. getty/Robbie Jay Barratt Chelsea tryggði sér enska meistaratitilinn fimmta árið í röð með stórsigri á Manchester United, 0-6, á Old Trafford í dag. Þetta var síðasti leikur Chelsea undir stjórn Emmu Hayes. Hún hefur stýrt liðinu frá 2012 og gert það sjö sinnum að enskum meisturum og fimm sinnum að bikarmeisturum. Hayes er að hætta hjá Chelsea til að taka við bandaríska landsliðinu. Fyrir lokaumferðina í dag voru Chelsea og Manchester City jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Chelsea var hins vegar með betri markatölu og því í 1. sætinu. Og það var snemma ljóst að það myndi ekki breytast í dag. Chelsea var komið í 0-2 eftir átta mínútur, var 0-4 yfir í hálfleik og vann leikinn að lokum, 0-6. Mayra Ramírez skoraði tvö mörk fyrir gestina og Johanna Rytting Kaneryd, Sjoeke Nusken, Melanie Leupolz og Fran Kirby sitt markið hver. CHELSEA ARE THE CHAMPIONS!! 🏆🏆🏆🏆🏆 pic.twitter.com/spemV9Svxh— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) May 18, 2024 City vann 1-2 sigur á Aston Villa á sama tíma og endaði í 2. sæti deildarinnar. Í fyrsta sinn eftir að hún eignaðist sitt annað barn var Dagný Brynjarsdóttir komin í hóp hjá West Ham United. Hún sat allan tímann á bekknum þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Tottenham, 3-1. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) Vivianne Miedema lék kveðjuleik sinn fyrir Arsenal í dag. Hollenski framherjinn skoraði eitt marka liðsins í 5-0 sigri á Brighton. MIEDEMA SCORES WITH HER FIRST TOUCH! ❤️🔴 3-0 ⚫️ (63)— Arsenal Women (@ArsenalWFC) May 18, 2024 Arsenal endaði í 3. sæti deildarinnar og fer í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili ásamt Chelsea og City. Úrslit dagsins Man. Utd. 0-6 Chelsea Aston Villa 1-2 Man. City Tottenham 3-1 West Ham Arsenal 5-0 Brighton Bristol City 0-4 Everton Leicester 0-4 Liverpool Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Sjá meira
Þetta var síðasti leikur Chelsea undir stjórn Emmu Hayes. Hún hefur stýrt liðinu frá 2012 og gert það sjö sinnum að enskum meisturum og fimm sinnum að bikarmeisturum. Hayes er að hætta hjá Chelsea til að taka við bandaríska landsliðinu. Fyrir lokaumferðina í dag voru Chelsea og Manchester City jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Chelsea var hins vegar með betri markatölu og því í 1. sætinu. Og það var snemma ljóst að það myndi ekki breytast í dag. Chelsea var komið í 0-2 eftir átta mínútur, var 0-4 yfir í hálfleik og vann leikinn að lokum, 0-6. Mayra Ramírez skoraði tvö mörk fyrir gestina og Johanna Rytting Kaneryd, Sjoeke Nusken, Melanie Leupolz og Fran Kirby sitt markið hver. CHELSEA ARE THE CHAMPIONS!! 🏆🏆🏆🏆🏆 pic.twitter.com/spemV9Svxh— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) May 18, 2024 City vann 1-2 sigur á Aston Villa á sama tíma og endaði í 2. sæti deildarinnar. Í fyrsta sinn eftir að hún eignaðist sitt annað barn var Dagný Brynjarsdóttir komin í hóp hjá West Ham United. Hún sat allan tímann á bekknum þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Tottenham, 3-1. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) Vivianne Miedema lék kveðjuleik sinn fyrir Arsenal í dag. Hollenski framherjinn skoraði eitt marka liðsins í 5-0 sigri á Brighton. MIEDEMA SCORES WITH HER FIRST TOUCH! ❤️🔴 3-0 ⚫️ (63)— Arsenal Women (@ArsenalWFC) May 18, 2024 Arsenal endaði í 3. sæti deildarinnar og fer í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili ásamt Chelsea og City. Úrslit dagsins Man. Utd. 0-6 Chelsea Aston Villa 1-2 Man. City Tottenham 3-1 West Ham Arsenal 5-0 Brighton Bristol City 0-4 Everton Leicester 0-4 Liverpool
Man. Utd. 0-6 Chelsea Aston Villa 1-2 Man. City Tottenham 3-1 West Ham Arsenal 5-0 Brighton Bristol City 0-4 Everton Leicester 0-4 Liverpool
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Sjá meira