Ein blóðugasta kosningabarátta í manna minnum Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2024 14:15 Þó að ofbeldisverkum sé fyrst og fremst beint að frambjóðendum á sveitarstjórnar- og ríkisstiginu í Mexíkó mátti Claudia Sheinbaum, forsetaframbjóðandi Morena-flokksins, þola að vera stöðvuð af grímuklæddum mönnum í Chiapas á dögunum. AP/Fernando Llano Á þriðja tug frambjóðenda til kosninga í Mexíkó í næsta mánuði hafa verið myrtir í einni blóðugustu kosningabaráttu í manna minnum. Hundruð annarra hafa helst úr lestinni vegna ofríkis ofbeldisfulltra glæpagengja sem halda samfélögum í heljargreipum. Kosið verður til forseta, þings, ríkisþinga og fjölda sveitarstjórna í Mexíkó 2. júní. Glæpagengi hafa sérstakan áhuga á að tryggja vilhalla embættismenn á sveitarstjórnarstiginu, þar á meðal bæjarstjóra, lögreglustjóra og þá sem halda utan um opinberar framkvæmdir. Gengin maka ekki aðeins krókinn á fíkniefnum og mansali heldur einnig opinberum samningum sem fyrirtæki sem þau stýra ná við yfirvöld. Frambjóðendur til ríkisstjóra einstakra ríkja og þings eru þó einnig í hættu, að sögn Washington Post. Glæpagengin séu sums staðar svo valdamikil að þau geti stýrt því hver kemst inn í bæi. Frambjóðendur allra helstu flokka landsins hafa verið drepnir í aðdraganda kosninganna í ár. Þrír frambjóðendur til borgarstjóra í Maravatío, 80.000 manna bæjar í Michoacán-ríki, hafa verið ráðnir af dögum. Tveir þeirra komu úr flokki Andrés Manuel López Obrador, forseta, og einn úr stjórnarandstöðuflokknum PAN. Forsetaframbjóðandi stöðvaður af grímuklæddum mönnum Obrador hefur reynt að gera lítið úr ofbeldinu og sakað fjölmiðla um að gera úlfalda úr mýflugu. Claudia Sheinbaum, forsetaefni flokks hans, var engu að síður stöðvuð af grímuklæddum mönnum í Chiapas-ríki þar sem Sinaloa-gengið ræður ríkjum í síðasta mánuði. Sögðu þeir henni að „muna eftir fátæka fólkinu“. Auk þeirra sem hafa verið myrtir eða hætt við framboð sín hafa um fjögur hundruð frambjóðendur beðið alríkisyfirvöld um öryggisgæslu. Sheinbaum, fyrrverandi borgarstjóri Mexíkóborgar, er með þægilegt forskot í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar. Hún hefur reynt að sveipa sig dýrð Obrador fráfarandi forseta sem nýtur mun meiri vinsælda en hún. Helsti keppinautur Sheinbaum, Xóchitl Gálvez nýtur stuðnings PAN og PRI-flokksins. Sá síðarnefndi fór með völdin í Mexíkó í 71 ár samfleytt frá 1929 til 2000. Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Tugþúsundir mótmæltu aðför forsetans að frjálsum kosningum Tugir þúsunda mótmæltu á Zocalo-torgi í Mexíkóborg um helgina, tilraunum forsetans Andrés Manuel López Obrador til að grafa undan og veikja El Instituto Nacional Electoral. 19. febrúar 2024 09:06 Næsti forseti Mexíkós að öllum líkindum kona Allt útlit er fyrir að næsti forseti Mexíkós verði í fyrsta skipti kona eftir að tveir stærstu flokkar landsins tilnefndu konu sem frambjóðanda sinn. Misrétti og karlremba er þó enn almenn í mexíkósku samfélagi. 7. september 2023 15:50 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Kosið verður til forseta, þings, ríkisþinga og fjölda sveitarstjórna í Mexíkó 2. júní. Glæpagengi hafa sérstakan áhuga á að tryggja vilhalla embættismenn á sveitarstjórnarstiginu, þar á meðal bæjarstjóra, lögreglustjóra og þá sem halda utan um opinberar framkvæmdir. Gengin maka ekki aðeins krókinn á fíkniefnum og mansali heldur einnig opinberum samningum sem fyrirtæki sem þau stýra ná við yfirvöld. Frambjóðendur til ríkisstjóra einstakra ríkja og þings eru þó einnig í hættu, að sögn Washington Post. Glæpagengin séu sums staðar svo valdamikil að þau geti stýrt því hver kemst inn í bæi. Frambjóðendur allra helstu flokka landsins hafa verið drepnir í aðdraganda kosninganna í ár. Þrír frambjóðendur til borgarstjóra í Maravatío, 80.000 manna bæjar í Michoacán-ríki, hafa verið ráðnir af dögum. Tveir þeirra komu úr flokki Andrés Manuel López Obrador, forseta, og einn úr stjórnarandstöðuflokknum PAN. Forsetaframbjóðandi stöðvaður af grímuklæddum mönnum Obrador hefur reynt að gera lítið úr ofbeldinu og sakað fjölmiðla um að gera úlfalda úr mýflugu. Claudia Sheinbaum, forsetaefni flokks hans, var engu að síður stöðvuð af grímuklæddum mönnum í Chiapas-ríki þar sem Sinaloa-gengið ræður ríkjum í síðasta mánuði. Sögðu þeir henni að „muna eftir fátæka fólkinu“. Auk þeirra sem hafa verið myrtir eða hætt við framboð sín hafa um fjögur hundruð frambjóðendur beðið alríkisyfirvöld um öryggisgæslu. Sheinbaum, fyrrverandi borgarstjóri Mexíkóborgar, er með þægilegt forskot í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar. Hún hefur reynt að sveipa sig dýrð Obrador fráfarandi forseta sem nýtur mun meiri vinsælda en hún. Helsti keppinautur Sheinbaum, Xóchitl Gálvez nýtur stuðnings PAN og PRI-flokksins. Sá síðarnefndi fór með völdin í Mexíkó í 71 ár samfleytt frá 1929 til 2000.
Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Tugþúsundir mótmæltu aðför forsetans að frjálsum kosningum Tugir þúsunda mótmæltu á Zocalo-torgi í Mexíkóborg um helgina, tilraunum forsetans Andrés Manuel López Obrador til að grafa undan og veikja El Instituto Nacional Electoral. 19. febrúar 2024 09:06 Næsti forseti Mexíkós að öllum líkindum kona Allt útlit er fyrir að næsti forseti Mexíkós verði í fyrsta skipti kona eftir að tveir stærstu flokkar landsins tilnefndu konu sem frambjóðanda sinn. Misrétti og karlremba er þó enn almenn í mexíkósku samfélagi. 7. september 2023 15:50 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Tugþúsundir mótmæltu aðför forsetans að frjálsum kosningum Tugir þúsunda mótmæltu á Zocalo-torgi í Mexíkóborg um helgina, tilraunum forsetans Andrés Manuel López Obrador til að grafa undan og veikja El Instituto Nacional Electoral. 19. febrúar 2024 09:06
Næsti forseti Mexíkós að öllum líkindum kona Allt útlit er fyrir að næsti forseti Mexíkós verði í fyrsta skipti kona eftir að tveir stærstu flokkar landsins tilnefndu konu sem frambjóðanda sinn. Misrétti og karlremba er þó enn almenn í mexíkósku samfélagi. 7. september 2023 15:50