Fyrsti lifandi svínsnýrnaþeginn er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2024 08:50 Svínsnýrun undirbúin fyrir ígræðslu í Richard Slayman í mars. AP/Massachusetts General Hospital Fyrsti maðurinn sem fékk grætt í sig svínsnýru á meðan hann var lifandi er látinn, um tveimur mánuðum eftir að nýrun voru grædd í hann og rúmum fimm vikum eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi. Richard Slayman fékk tvö erfðabreytt nýru úr svíni á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum í mars og var vonast til þess að nýrun myndu duga honum í minnst tvö ár. Hann var fyrsti lifandi maðurinn til að fá nýru með þessum hætti. Áður höfðu tveir heiladauðir menn fengið nýru úr svínum en báðir létust innan nokkurra mánaða. AP fréttaveitan hefur eftir yfirlýsingu frá forsvarsmönnum sjúkrahússins þar sem aðgerðin var framkvæmd að ekkert bendi til þess að Slayman hafi dáið vegna aðgerðarinnar. Slayman fékk fyrst grædd í sig nýru árið 2018 en þurfti að byrja á himnuskiljun aftur í fyrra þegar nýju nýrun fóru að bregðast honum. Þá lögðu læknar hans til að hann prófaði að láta græða í sig svínsnýru. Fjölskylda Slaymans hefur sent út yfirlýsingu þar sem læknum hans er þakkað fyrir að hafa gefið honum sjö vikur í faðmi fjölskyldunnar. Fjölskyldumeðlimir hans segja að hann hafi ákveðið að undirgangast aðgerðina að hluta til að gefa öðrum sjúklingum séns á að fá ný nýru í framtíðinni. Rúmlega hundrað þúsund manns eru á biðlista eftir nýjum líffærum í Bandaríkjunum og eru flestir þeirra að bíða eftir nýjum nýrum. Þúsundir deyja á ári hverju áður en þau fá ný líffæri. Reynt hefur verið að græða líffæri úr dýrum í fólk en þeim er iðulega hafnað mjög fljótt af líkömum þeirra sem þau eru grædd í. Á undanförnum árum hafa tilraunir verið gerðar með líffæri erfðabreyttra svína sem eiga að gera líffærin líkari þeim sem finnast í mönnum og þannig draga úr líkunum á því að þeim sé hafnað. Í upphafi árs 2022 var hjarta úr svíni grætt í mann í fyrsta sinn. Hann lést þó síðar það ár en ekki sökum þess að líkami hans hafnaði hjartanu. Bandaríkin Heilbrigðismál Líffæragjöf Andlát Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Sjá meira
Hann var fyrsti lifandi maðurinn til að fá nýru með þessum hætti. Áður höfðu tveir heiladauðir menn fengið nýru úr svínum en báðir létust innan nokkurra mánaða. AP fréttaveitan hefur eftir yfirlýsingu frá forsvarsmönnum sjúkrahússins þar sem aðgerðin var framkvæmd að ekkert bendi til þess að Slayman hafi dáið vegna aðgerðarinnar. Slayman fékk fyrst grædd í sig nýru árið 2018 en þurfti að byrja á himnuskiljun aftur í fyrra þegar nýju nýrun fóru að bregðast honum. Þá lögðu læknar hans til að hann prófaði að láta græða í sig svínsnýru. Fjölskylda Slaymans hefur sent út yfirlýsingu þar sem læknum hans er þakkað fyrir að hafa gefið honum sjö vikur í faðmi fjölskyldunnar. Fjölskyldumeðlimir hans segja að hann hafi ákveðið að undirgangast aðgerðina að hluta til að gefa öðrum sjúklingum séns á að fá ný nýru í framtíðinni. Rúmlega hundrað þúsund manns eru á biðlista eftir nýjum líffærum í Bandaríkjunum og eru flestir þeirra að bíða eftir nýjum nýrum. Þúsundir deyja á ári hverju áður en þau fá ný líffæri. Reynt hefur verið að græða líffæri úr dýrum í fólk en þeim er iðulega hafnað mjög fljótt af líkömum þeirra sem þau eru grædd í. Á undanförnum árum hafa tilraunir verið gerðar með líffæri erfðabreyttra svína sem eiga að gera líffærin líkari þeim sem finnast í mönnum og þannig draga úr líkunum á því að þeim sé hafnað. Í upphafi árs 2022 var hjarta úr svíni grætt í mann í fyrsta sinn. Hann lést þó síðar það ár en ekki sökum þess að líkami hans hafnaði hjartanu.
Bandaríkin Heilbrigðismál Líffæragjöf Andlát Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Sjá meira