Áttatíu og tveggja ára Bernie vill sex ár í viðbót Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2024 15:56 Bernie Sanders segir kosningarnar í nóvember vera einhverjar þær mikilvægustu á hans lífskeiði. AP/Mariam Zuhaib Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders ætlar að bjóða sig fram aftur í kosningunum í nóvember. Sanders, sem er 82 ára gamall, hefur þegar verið annar tveggja öldungadeildarþingmanna Vermont-ríkis í þrjú kjörtímabil, eða átján ár. Sanders fer fram sem óháður þingmaður en hann var í Demókrataflokknum í sextán ár og er í þingflokk Demókrataflokksins. Í tæplega níu mínútna ávarpi sem Sanders birti á samfélagsmiðlum í dag sagði hann að kosningarnar í nóvember væru meðal þeirra afdrifaríkustu á hans líftíð. Þær snerust um það hvort Bandaríkin myndi áfram vera lýðræði eða ekki. Hann velti einnig vöngum yfir því hvort einhvern tímann yrði hægt að brúa sífellt breikkandi gjá milli auðmanna og fátækra og hvort hægt væri að skapa yfirvöld sem hefðu velferð allra í huga í stað kerfis þar sem auðugir bakhjarlar stjórnmálamanna hefðu mikil ítök. Í ávarpinu nefndi hann einnig innrás Ísraela á Gasaströndina. Hann sagði Ísraela eiga rétt á því að verja sig eftir árásirnar 7. október en þeir hefðu ekki rétt á því að heyja stríð gegn allri palestínsku þjóðinni, sem þeir væru að gera. Hann sagði að hans skoðun væri sú að ekki ætti að verja bandarísku skattfé til hernaðar Ísraela. Let me thank the people of Vermont, from the bottom of my heart, for giving me the opportunity to serve them in the United States Senate. It has been the honor of my life.Today, I am announcing my intention to seek another term. Here is why: pic.twitter.com/cfO8MF4Cep— Bernie Sanders (@BernieSanders) May 6, 2024 Sanders hefur tvisvar sinnum boðið sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann barðist fyrst um tilnefningu Demókrataflokksins gegn Hillary Clinton árið 2016 og svo gegn Joe Biden árið 2020. Í bæði skiptin bar hann ekki sigur úr býtum. Sanders er næst elsti þingmaður öldungadeildarinnar, á eftir Repúblikananum Chuck Grassley, sem verður 91 ára á þessu ári. Við upphaf þessa kjörtímabils, í janúar í fyrra, var meðalaldurinn í öldungadeildinni 65,3 ár og hafði hann aukist úr 64,8 tveimur árum áður. Árið 2019 fékk Sanders hjartaáfall og þurfti hann að gera hlé á kosningabaráttu sinni vegna slagæðarstíflu. Bandaríkin Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Sanders fer fram sem óháður þingmaður en hann var í Demókrataflokknum í sextán ár og er í þingflokk Demókrataflokksins. Í tæplega níu mínútna ávarpi sem Sanders birti á samfélagsmiðlum í dag sagði hann að kosningarnar í nóvember væru meðal þeirra afdrifaríkustu á hans líftíð. Þær snerust um það hvort Bandaríkin myndi áfram vera lýðræði eða ekki. Hann velti einnig vöngum yfir því hvort einhvern tímann yrði hægt að brúa sífellt breikkandi gjá milli auðmanna og fátækra og hvort hægt væri að skapa yfirvöld sem hefðu velferð allra í huga í stað kerfis þar sem auðugir bakhjarlar stjórnmálamanna hefðu mikil ítök. Í ávarpinu nefndi hann einnig innrás Ísraela á Gasaströndina. Hann sagði Ísraela eiga rétt á því að verja sig eftir árásirnar 7. október en þeir hefðu ekki rétt á því að heyja stríð gegn allri palestínsku þjóðinni, sem þeir væru að gera. Hann sagði að hans skoðun væri sú að ekki ætti að verja bandarísku skattfé til hernaðar Ísraela. Let me thank the people of Vermont, from the bottom of my heart, for giving me the opportunity to serve them in the United States Senate. It has been the honor of my life.Today, I am announcing my intention to seek another term. Here is why: pic.twitter.com/cfO8MF4Cep— Bernie Sanders (@BernieSanders) May 6, 2024 Sanders hefur tvisvar sinnum boðið sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann barðist fyrst um tilnefningu Demókrataflokksins gegn Hillary Clinton árið 2016 og svo gegn Joe Biden árið 2020. Í bæði skiptin bar hann ekki sigur úr býtum. Sanders er næst elsti þingmaður öldungadeildarinnar, á eftir Repúblikananum Chuck Grassley, sem verður 91 ára á þessu ári. Við upphaf þessa kjörtímabils, í janúar í fyrra, var meðalaldurinn í öldungadeildinni 65,3 ár og hafði hann aukist úr 64,8 tveimur árum áður. Árið 2019 fékk Sanders hjartaáfall og þurfti hann að gera hlé á kosningabaráttu sinni vegna slagæðarstíflu.
Bandaríkin Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira