Sakaði Biden um að reka lögregluríki í anda nasista Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2024 09:07 Trump líkti mótframbjóðanda sínum við nasista á lokuðum fundi með velgjörðarmönnum sínum á Flórída um helgina. AP/Morry Gash Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, sakaði Joe Biden Bandaríkjaforseta um að stýra „Gestapo-ríkisstjórn“ á lokuðum fundi með bakhjörlum sínum. Hann beindi einnig spjótum sínum að saksóknurum sem sækja sakamál gegn honum. Ummæli Trump á samkomunni í Mar-a-Lago-klúbbi hans á Flórída á laugardagskvöld náðust á upptöku sem var síðan lekið til bandarískra fjölmiðla, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þau féllu í kjölfarið af því að Trump kvartaði undan því að Biden stæði að baki saksóknum á hendur honum. Réttarhöld standa nú yfir í sakamáli á hendur Trump í New York þar sem hann er sakaður um skjalafals í tengslum við þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu. Það er fyrsta málið í bandarískri sögu þar sem fyrrverandi forseti er sakborningur í sakamáli. Trump er einnig ákærður fyrir glæpi í tveimur alríkismálum sem tengjast meðferð hans á ríkisleyndarmálum og tilraunum hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði árið 2020. Þá sætir hann ákæru í Georgíu fyrir tilraunir hans til þess að fá úrslitum kosninganna þar hnekkt. „Þetta fólk stýrir Gestapo-ríkisstjórn,“ sagði Trump við velgjörðarmenn sína og vísaði til leynilögreglu nasista sem stýrði handtökum á gyðingum fyrir helförina og braut allt pólitískt andóf í þriðja ríkinu á bak aftur. „Og það er það eina sem þau hafa og það er eina leiðin þar sem þau geta unnið að þeirra mati og það er í raun og veru að drepa þau, en það truflar mig ekki,“ sagði Trump ennfremur. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, var einnig á viðburðinum. Einn gestanna sagði AP-fréttastofunni að Johnson hefði sagði að Bandaríkin þyrftu „einræðisherra“ (e. strongman) í Hvíta húsinu. Trump lét nýlega hafa eftir sér að hann ætlaði sér „aðeins“ að vera einræðisherra á fyrsta degi sínum í embætti næði hann endurkjöri. Segja Trump snæða með nýnasistum og tala eins og fasisti Ekki stóð á viðbrögðum Hvíta húss Biden. Andrew Bates, talsmaður þess, benti á að Trump hefði ítrekað notað fasíska orðræðu, snætt með nýnasistum og básúnað samsæriskenningum sem hafi kostað lögregluþjóna lífið. „Biden forseti sameinar bandarísku þjóðina um sameiginleg lýðræðisleg gildi okkar og réttarríkið, sem er nálgun sem hefur skilað mesta samdrætti í ofbeldisbrotum í fimmtíu ár,“ sagði Bates. Dómari í sakamálinu í New York hefur ítrekað varað Trump við að ráðast á saksóknara, vitni og hann sjálfan í ræðu og riti. Eftir enn eitt brotið gegn þeirri tilskipun var Trump sektaður um ríflega milljón króna í síðustu viku. Trump hefur sjálfur notað sama orðfæri og nasistar gerðu á sínum tíma þegar hann kallaði pólitíska andstæðinga „meindýr“ og sakaði innflytjendur um að „eitra blóð landsins“ í fyrra. Þá lýsti hann hópi nýnasista, hvítra þjóðernissinna og annarra kynþáttahatara sem „ágætis fólki“ eftir blóðugar óeirðir í Charlottesville árið 2017. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04 Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04 Segir orðræðu og stefnu Trump enduróma ris nasismans „Orðræðan sem notuð er af Trump og sumum MAGA-öfgahyggjumönnum er orðræða sem var notuð upp úr 1930 í Þýskalandi og ég hef verulegar áhyggjur af stefnu landsins ef stefna á borð við þá sem Donald Trump talar fyrir verður ofan á.“ 20. nóvember 2023 08:33 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Ummæli Trump á samkomunni í Mar-a-Lago-klúbbi hans á Flórída á laugardagskvöld náðust á upptöku sem var síðan lekið til bandarískra fjölmiðla, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þau féllu í kjölfarið af því að Trump kvartaði undan því að Biden stæði að baki saksóknum á hendur honum. Réttarhöld standa nú yfir í sakamáli á hendur Trump í New York þar sem hann er sakaður um skjalafals í tengslum við þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu. Það er fyrsta málið í bandarískri sögu þar sem fyrrverandi forseti er sakborningur í sakamáli. Trump er einnig ákærður fyrir glæpi í tveimur alríkismálum sem tengjast meðferð hans á ríkisleyndarmálum og tilraunum hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði árið 2020. Þá sætir hann ákæru í Georgíu fyrir tilraunir hans til þess að fá úrslitum kosninganna þar hnekkt. „Þetta fólk stýrir Gestapo-ríkisstjórn,“ sagði Trump við velgjörðarmenn sína og vísaði til leynilögreglu nasista sem stýrði handtökum á gyðingum fyrir helförina og braut allt pólitískt andóf í þriðja ríkinu á bak aftur. „Og það er það eina sem þau hafa og það er eina leiðin þar sem þau geta unnið að þeirra mati og það er í raun og veru að drepa þau, en það truflar mig ekki,“ sagði Trump ennfremur. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, var einnig á viðburðinum. Einn gestanna sagði AP-fréttastofunni að Johnson hefði sagði að Bandaríkin þyrftu „einræðisherra“ (e. strongman) í Hvíta húsinu. Trump lét nýlega hafa eftir sér að hann ætlaði sér „aðeins“ að vera einræðisherra á fyrsta degi sínum í embætti næði hann endurkjöri. Segja Trump snæða með nýnasistum og tala eins og fasisti Ekki stóð á viðbrögðum Hvíta húss Biden. Andrew Bates, talsmaður þess, benti á að Trump hefði ítrekað notað fasíska orðræðu, snætt með nýnasistum og básúnað samsæriskenningum sem hafi kostað lögregluþjóna lífið. „Biden forseti sameinar bandarísku þjóðina um sameiginleg lýðræðisleg gildi okkar og réttarríkið, sem er nálgun sem hefur skilað mesta samdrætti í ofbeldisbrotum í fimmtíu ár,“ sagði Bates. Dómari í sakamálinu í New York hefur ítrekað varað Trump við að ráðast á saksóknara, vitni og hann sjálfan í ræðu og riti. Eftir enn eitt brotið gegn þeirri tilskipun var Trump sektaður um ríflega milljón króna í síðustu viku. Trump hefur sjálfur notað sama orðfæri og nasistar gerðu á sínum tíma þegar hann kallaði pólitíska andstæðinga „meindýr“ og sakaði innflytjendur um að „eitra blóð landsins“ í fyrra. Þá lýsti hann hópi nýnasista, hvítra þjóðernissinna og annarra kynþáttahatara sem „ágætis fólki“ eftir blóðugar óeirðir í Charlottesville árið 2017.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04 Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04 Segir orðræðu og stefnu Trump enduróma ris nasismans „Orðræðan sem notuð er af Trump og sumum MAGA-öfgahyggjumönnum er orðræða sem var notuð upp úr 1930 í Þýskalandi og ég hef verulegar áhyggjur af stefnu landsins ef stefna á borð við þá sem Donald Trump talar fyrir verður ofan á.“ 20. nóvember 2023 08:33 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04
Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04
Segir orðræðu og stefnu Trump enduróma ris nasismans „Orðræðan sem notuð er af Trump og sumum MAGA-öfgahyggjumönnum er orðræða sem var notuð upp úr 1930 í Þýskalandi og ég hef verulegar áhyggjur af stefnu landsins ef stefna á borð við þá sem Donald Trump talar fyrir verður ofan á.“ 20. nóvember 2023 08:33