„Ólíkir okkur að mörgu leyti“ Hinrik Wöhler skrifar 5. maí 2024 22:06 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink Fram sigraði Fylki með tveimur mörkum gegn einu í fimmtu umferð Bestu deildar karla í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, fagnaði fimmtugsafmæli sínu í Úlfarsárdal í kvöld en þurfti að sætta sig við tap á þessum tímamótum. „Þetta var stál í stál í byrjun leiks milli liðanna. Ólafur [Kristófer Helgason] ver vítið en eftir það töpum við svo lítið leiknum, við missum bara leikinn í þeirra hendur á einhverjum 20 mínútum. Þeir opna okkur, við fáum dæmt á okkur víti og síðan skora þeir í kjölfarið. Ég veit það ekki, mér fannst leikurinn tapast á þessum 20 mínútum eftir að Ólafur ver vítið. Það kom kafli sem var ekki góður,“ sagði Rúnar Páll skömmu eftir leik. Fylkismenn náðu ekki að koma til baka eftir að Fram komst yfir þrátt fyrir mikla pressu undir lok leiks. Rúnar var ekki nægilega sáttur með frammistöðu lykilleikmanna. „Mér fannst við ólíkir okkur að mörgu leyti og okkar lykilleikmenn í liðinu virtust vera hræddir að fá boltann og voru að missa óþarfa ‚touch‘ frá sér í fyrri hálfleik. Leikurinn fer náttúrulega bara fram á vallarhelming Fram í seinni hálfleik og þeir verjast vel eins og þeir hafa gert í sumar.“ „Við fundum ekki margar glufur en kannski aðeins í lokin þá fáum við tvö færi sem við hefðum getað nýtt. Bæði skallann hans Orra og svo fáum við tvö skot fyrir utan, þetta hefur verið sagan okkar í þessum leikjum. Höfum verið að fá lítið af færum á okkur og verjast ágætlega en náum ekki að nýta þessi færi sem við fáum,“ sagði Rúnar Páll um leikinn í kvöld. Fylkismenn fara ekki vel af stað en liðið situr á botni deildarinnar með eitt stig eftir fimm umferðir. Hefur Rúnar Páll áhyggjur? „Nei, ekki áhyggjuefni. Þetta er bara fótbolti. Auðvitað þurfum við að skora mörk um það snýst leikurinn. Við skorum fullt af mörkum á æfingum, það er allavega byrjunin. Við erum búnir að skora fimm mörk í deildinni og ég held að það sé sæmilegt meðaltal í deildinni.“ Fylkir skoraði þrjú mörk í fyrsta leiknum á Íslandsmótinu en hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu fjórum umferðum. „Við skorum samt mörk og það telur jafn mikið og hin mörkin, mörkin sem við skoruðum í fyrsta leik. Hvort það sé eitt mark í hverjum leik, skiptir ekki máli. Við sýnum það að við getum skorað mörk og ég veit það að við getum skorað. Við þurfum bara að halda áfram og það er eina sem það snýst um. Ekki missa trú á því sem við erum að gera,“ sagði afmælisbarnið að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
„Þetta var stál í stál í byrjun leiks milli liðanna. Ólafur [Kristófer Helgason] ver vítið en eftir það töpum við svo lítið leiknum, við missum bara leikinn í þeirra hendur á einhverjum 20 mínútum. Þeir opna okkur, við fáum dæmt á okkur víti og síðan skora þeir í kjölfarið. Ég veit það ekki, mér fannst leikurinn tapast á þessum 20 mínútum eftir að Ólafur ver vítið. Það kom kafli sem var ekki góður,“ sagði Rúnar Páll skömmu eftir leik. Fylkismenn náðu ekki að koma til baka eftir að Fram komst yfir þrátt fyrir mikla pressu undir lok leiks. Rúnar var ekki nægilega sáttur með frammistöðu lykilleikmanna. „Mér fannst við ólíkir okkur að mörgu leyti og okkar lykilleikmenn í liðinu virtust vera hræddir að fá boltann og voru að missa óþarfa ‚touch‘ frá sér í fyrri hálfleik. Leikurinn fer náttúrulega bara fram á vallarhelming Fram í seinni hálfleik og þeir verjast vel eins og þeir hafa gert í sumar.“ „Við fundum ekki margar glufur en kannski aðeins í lokin þá fáum við tvö færi sem við hefðum getað nýtt. Bæði skallann hans Orra og svo fáum við tvö skot fyrir utan, þetta hefur verið sagan okkar í þessum leikjum. Höfum verið að fá lítið af færum á okkur og verjast ágætlega en náum ekki að nýta þessi færi sem við fáum,“ sagði Rúnar Páll um leikinn í kvöld. Fylkismenn fara ekki vel af stað en liðið situr á botni deildarinnar með eitt stig eftir fimm umferðir. Hefur Rúnar Páll áhyggjur? „Nei, ekki áhyggjuefni. Þetta er bara fótbolti. Auðvitað þurfum við að skora mörk um það snýst leikurinn. Við skorum fullt af mörkum á æfingum, það er allavega byrjunin. Við erum búnir að skora fimm mörk í deildinni og ég held að það sé sæmilegt meðaltal í deildinni.“ Fylkir skoraði þrjú mörk í fyrsta leiknum á Íslandsmótinu en hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu fjórum umferðum. „Við skorum samt mörk og það telur jafn mikið og hin mörkin, mörkin sem við skoruðum í fyrsta leik. Hvort það sé eitt mark í hverjum leik, skiptir ekki máli. Við sýnum það að við getum skorað mörk og ég veit það að við getum skorað. Við þurfum bara að halda áfram og það er eina sem það snýst um. Ekki missa trú á því sem við erum að gera,“ sagði afmælisbarnið að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira