Reyna að sækja fyrsta sýnið frá fjærhlið tunglsins Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2024 13:50 Long March-5 eldflaug var skotið á loft með Chang'e-6 geimfarið í morgun. AP/Guo Cheng Kínverskir geimvísindamenn skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Geimfar þetta ber lendingarfar sem til stendur að lenda á fjærhlið tunglsins. Þar á farið að taka sýni frá tunglinu og flytja það aftur til jarðar. Eldflaug af gerðinni Long March 5 flutti geimfarið á braut um jörðu í morgun. Lendingarfarið heitir Chang‘e-6 og á það að lenda aftur á jörðinni með tvö kíló af tunglryki eftir 53 daga, gangi allt eftir. Takist það, verður þetta í fyrsta sinn sem sýnir verður tekið á fjærhlið tunglsins. Fjarhlið tunglsins snýr aldrei að jörðinni. Hún er því eðli málsins samkvæmt mun verr þekkt en hin hliðin, sem snýr að jörðinni. Á fjarhliðinni er talið að finna megi eldri jarðveg en finnst á nærhliðinni og vonast vísindamenn til þess að sýnið geti varpað frekara ljósi á það hvernig tunglið varð til. Chang‘e-6 er í raun fjögur mismunandi geimför. Það er geimfar, sem flytja á alla stæðuna á braut um tunglið. Síðan mun lendingarfar lenda á tunglinu bora tvo metra undir yfirborð tunglsins og taka þaðan tvö kíló af tunglryki. Sýnið verður svo fært um borð í þriðja geimfarið sem á að flytja það aftur á braut um tunglið og um borð í fyrsta geimfarið. Þar verður sýnið svo fært um borð í fjórða farið, lendingarfar sem á að bera sýnið til lendingar í innri Mongólíu. Í frétt SpaceNews segir að Chang‘e 6 byggi á Chang‘e 5 sem sótt sýni til nærhliðar tunglsins árið 2020. Kínverjar hafa lagt mikið púður í rannsóknarstarf í geimnum á undanförnum árum. Þeir hafa meðal annars byggt eigin geimstöð, þar sem þrír geimfarar eru nú. Þá stefna Kínverjar á að lenda mönnum á tunglinu fyrir árið 2030. Til stendur að senda tvö önnur ómönnuð geimför til tunglsins á þessum áratug. Chang‘e-7 á að leita að vatni á Suðurpól tunglsins og Chang‘e-8 er ætlað að kanna möguleika á því að koma upp mannaðri bækistöð á tunglinu. Ákveðið kapphlaup hefur myndast um suðurpól tunglsins, þar sem talið er að finna megi mikið magn íss í gígum á tunglinu. Það vatn væri hægt að drekka og nota til eldsneytisframleiðslu, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra vinna einnig hörðum höndum að því að senda menn til tunglsins. Geimurinn Tunglið Kína Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Eldflaug af gerðinni Long March 5 flutti geimfarið á braut um jörðu í morgun. Lendingarfarið heitir Chang‘e-6 og á það að lenda aftur á jörðinni með tvö kíló af tunglryki eftir 53 daga, gangi allt eftir. Takist það, verður þetta í fyrsta sinn sem sýnir verður tekið á fjærhlið tunglsins. Fjarhlið tunglsins snýr aldrei að jörðinni. Hún er því eðli málsins samkvæmt mun verr þekkt en hin hliðin, sem snýr að jörðinni. Á fjarhliðinni er talið að finna megi eldri jarðveg en finnst á nærhliðinni og vonast vísindamenn til þess að sýnið geti varpað frekara ljósi á það hvernig tunglið varð til. Chang‘e-6 er í raun fjögur mismunandi geimför. Það er geimfar, sem flytja á alla stæðuna á braut um tunglið. Síðan mun lendingarfar lenda á tunglinu bora tvo metra undir yfirborð tunglsins og taka þaðan tvö kíló af tunglryki. Sýnið verður svo fært um borð í þriðja geimfarið sem á að flytja það aftur á braut um tunglið og um borð í fyrsta geimfarið. Þar verður sýnið svo fært um borð í fjórða farið, lendingarfar sem á að bera sýnið til lendingar í innri Mongólíu. Í frétt SpaceNews segir að Chang‘e 6 byggi á Chang‘e 5 sem sótt sýni til nærhliðar tunglsins árið 2020. Kínverjar hafa lagt mikið púður í rannsóknarstarf í geimnum á undanförnum árum. Þeir hafa meðal annars byggt eigin geimstöð, þar sem þrír geimfarar eru nú. Þá stefna Kínverjar á að lenda mönnum á tunglinu fyrir árið 2030. Til stendur að senda tvö önnur ómönnuð geimför til tunglsins á þessum áratug. Chang‘e-7 á að leita að vatni á Suðurpól tunglsins og Chang‘e-8 er ætlað að kanna möguleika á því að koma upp mannaðri bækistöð á tunglinu. Ákveðið kapphlaup hefur myndast um suðurpól tunglsins, þar sem talið er að finna megi mikið magn íss í gígum á tunglinu. Það vatn væri hægt að drekka og nota til eldsneytisframleiðslu, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra vinna einnig hörðum höndum að því að senda menn til tunglsins.
Geimurinn Tunglið Kína Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira