Erlent

Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa

Samúel Karl Ólason skrifar
Tölvuteiknuð mynd af tungljeppa og geimförum á tunglinu.
Tölvuteiknuð mynd af tungljeppa og geimförum á tunglinu. NASA

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars.

Tilkynnt var árið 2021 að NASA væri í leit að hugmyndum um tungljeppa og tækninýjungar fyrir þróun slíks farartækis. Nú er komið í ljós að fyrirtækin Intuitive Machines, Lunar Outpost og Venturi Astrolab munu koma að þróun tungljeppans, með aðstoð sérfræðinga NASA.

Sjá einnig: NASA leitar hugmynda um tungljeppa

Fyrirtækin mun fá allt að 1,9 milljarð dala til þróunarinnar en það samsvarar um 260 milljörðum króna. Einungis eitt fyrirtæki mun þó á endanum fá leyfi til að smíða tungljeppa fyrir NASA.

Vonast er til þess að jeppinn verði klár til notkunar fyrir Artemis V geimskotið. Ekki er vitað hvenær það á að eiga sér stað en það verður í þriðja sinn sem menn lenda á tunglinu í Artemis-áætluninni.

Eina Artemis-ferðin sem farin hefur verið hingað til er Artemis I, þegar ómannað geimfar var sent á braut um tunglið. Til stóð að senda geimfara á braut um tunglið á þessu ári en því hefur verið frestað til september á næsta ári.

Sjá einnig: Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári

NASA stefnir á að senda geimfara til suðurpóls tunglsins á þessum áratug og á að byggja þar nýja tunglstöð á yfirborðinu, smáa geimstöð á braut um tunglið sem heita á Gateway og ýmislegt annað. Bækistöð þessa á svo að nota sem stökkpall lengra út í sólkerfið.

Mikið af þessari vinnu á vinna með einkafyrirtækjum.

Bandarískir geimfarar lentu síðast geimfari á tunglinu í desember 1972. Það var Apollo 17 þegar þeir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo.

Til stendur að reyna að lenda geimförum á tunglinu á nýjan leik í Artemis III í september 2026.

Samkvæmt tilkynningu frá NASA á tungljeppi þessi að geta borið geimfara í geimbúningum og sýni um yfirborð tunglsins, fram til ársins 2039, að minnsta kosti. Jeppinn þarf að þola erfiðar aðstæður við suðurpól tunglsins og þá á að vera hægt að stýra honum frá jörðinni þegar engir geimfarar eru á tunglinu.

Einnig á öðrum aðilum en geimförum NASA að standa til boða að nota tungljeppann, hvort sem það verða aðrir geimfarar á tunglinu eða honum verði fjarstýrt.


Tengdar fréttir

Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld

Bandaríkjamenn lentu í gærkvöldi fyrsta farinu á tunglinu í rúma hálfa öld. Lendingarfarið Ódysseifur, sem þróað var af starfsmönnum fyrirtækisins Intuitive Machines, með stuðningi Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) lenti við suðurpól tunglsins en óljóst er hversu vel lendingin heppnaðist.

Bezos sýndi nýtt tunglfar

Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, sýndi á dögunum hvernig nýtt tunglfar fyrirtækisins á að líta út. Geimfar þetta á að geta borið þrjú tonn af farmi til tunglsins og lent þar.

Stækka geimstöðina og bjóða öðrum í heimsókn

Kínverjar ætla að gera geimstöð sína tvöfalt stærri og fjölga hlutum hennar úr þremur í sex. Þá stendur einnig til að bjóða geimförum annarra þjóða að ferðast til geimstöðvarinnar og halda þar til.

Kynnti á­höfnina sem á að fara aftur til tunglsins

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA kynnti í gær geimfarana fjóra sem urðu fyrir valinu til að fljúga til tunglsins á næsta ári. Kona og blökkumaður eru í fyrsta skipti á hópi væntanlegra tunglfara.

Bein útsending: Opinbera nýja búninga fyrir tunglferðir komandi ára

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Axiom Space ætla að kynna nýja geimbúninga sem notaðir verða í Artemis áætluninni í dag. Um er að ræða búninga sem geimfarar munu væntanlega klæðast yfirborði tunglsins á komandi árum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×