Heyrist meira af kjaftæði um lyf en vísindalegum staðreyndum Lovísa Arnardóttir skrifar 3. maí 2024 08:59 Sigurbjörg Sæunn og Freyja voru gestir í Bítinu í morgun. Stöð 2/HÍ/Kristinn Ingarsson Freyja Jónsdóttir, lektor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, segir ákveðna hópa þurfa að fara varlega þegar þau ferðast erlendis í mikinn hita. Eldra fólk hafi til dæmis minni viðnámsþrótt í miklum hita. Það þurfi að passa upp á sólarvörn og drykki. Það eigi þó alls ekki að hætta að taka lyfin án samráðs við heilbrigðisstarfsmann. Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, segir ákveðin lyf gera húðina viðkvæmari en það þýði þó alls ekki að fólk þurfi að sleppa því að vera í sól. „Það á alls ekki við,“ segir Sigurbjörg Sæunn og að alltaf sé hægt að líta við apótek til að ræða aukaverkanir við lyfjafræðing, auk þess séu upplýsingar í sérleyfaskrá á netinu og inni á Heilsuveru. Sigurbjörg Sæunn og Freyja fóru yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilefni viðtalsins er grein sem birt var á vef DV.is fyrir tveimur dögum. Fyrirsögn fréttarinnar er „Ertu að taka inn lyf að staðaldri – Þá er þetta gott að hafa í huga“. Ekki er vísað í neina heimild og er ekki höfundur að greininni, heldur höfundur titlaður Pressan. Í greininni er svo farið yfir ýmsa lyfjaflokka, eins og ADHD lyf, ofnæmislyf, blóðþrýstingslyf og fleiri og svo farið yfir áhrif þeirra á fólk í hita. Í greininni er til dæmis talað um ADHD lyf og þar segir að við inntöku lyfsins hækki líkamshiti fólks. „Þegar lyfjum er ávísað er tekið mat, ávinningur og áhætta. Það er eitthvað sem læknirinn metur í upphafi. Öll lyf hafa einhverjar aukaverkanir og það er mikilvægt ef einstaklingar eru að taka lyf, sérstaklega ef þeir eru að taka mörg lyf, að þeir kynni sér aukaverkanir fylgja þeirra lyfjum,“ segir Freyja og það sé mikilvægt að fólk kynni sér sérstaklega aukaverkanir sem geti komið fram í mikilli sól og hita. Gott að ræða við lækni eða lyfjafræðing Fólk sé mismunandi og lyf hafi ólík áhrif á fólk. En ef fólk er að taka mörg lyf og er í hópi eldri borgara sé mögulega gott ráð að ræða við lækni eða lyfjafræðing áður en haldið er út. Freyja segir það auk þess algengt á Íslandi að fólk sé á mörgum lyfjum og í þeim tilfellum sé þetta sérstaklega mikilvægt. Sigurbjörg Sæunn segir að greinin hafi verið óábyrg að því leyti að það hafi verið gefið í skyn að fólk ætti að hætta að taka lyfin sé það að fara í sól. Hún segir það alls ekki gott. Það sé frekar gott að bregðast við mögulegum aukaverkunum með aukinni sólarvörn og að passa upp á vatnsdrykkju. „Þetta er allt einstaklingsbundið og allt spurning um í samhengi við hvað ertu að skoða. Þess vegna er svo mikilvægt að taka hvern og einn fyrir sig, og ekki alhæfa,“ segir Sigurbjörg Sæunn. Upplýsingar sem ekki standast skoðun Sigurbjörg segir allt of mikið af upplýsingum aðgengilegum um lyf og lyfjainntöku sem standist ekki skoðun. Þess vegna hafi þær viljað koma og ræða þessi mál í þættinum. „Það heyrist miklu meira af því sem er kjaftæði heldur en af því sem er vísindalegt. Það glymur hátt í tómri tunnu. Þeir sem ekki búa yfir upplýsingunum finnst svo auðvelt að koma fram og kasta einhverju fram. Fyrir almenning, sem er að drukkna í samfélagsmiðlum og hópum, og getur ekki greint á milli hvað er vísindalega stutt og hvað er „Sigga út í bæ“ að fullyrða. Ég veit ekki hvort almenningur eigi erfitt með að greina á milli en ég get ímyndað mér það,“ segir Sigurbjörg og að ef svo er sé mjög mikilvægt fyrir fólk að ræða við heilbrigðisstarfsmann Freyja tók þarna undir og sagði auk þess áríðandi að fólk breytti ekki lyfjainntöku sinni án þess að ræða við heilbrigðisstarfsmann. Heilbrigðismál Lyf Ferðalög Eldri borgarar Bítið Bylgjan Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, segir ákveðin lyf gera húðina viðkvæmari en það þýði þó alls ekki að fólk þurfi að sleppa því að vera í sól. „Það á alls ekki við,“ segir Sigurbjörg Sæunn og að alltaf sé hægt að líta við apótek til að ræða aukaverkanir við lyfjafræðing, auk þess séu upplýsingar í sérleyfaskrá á netinu og inni á Heilsuveru. Sigurbjörg Sæunn og Freyja fóru yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilefni viðtalsins er grein sem birt var á vef DV.is fyrir tveimur dögum. Fyrirsögn fréttarinnar er „Ertu að taka inn lyf að staðaldri – Þá er þetta gott að hafa í huga“. Ekki er vísað í neina heimild og er ekki höfundur að greininni, heldur höfundur titlaður Pressan. Í greininni er svo farið yfir ýmsa lyfjaflokka, eins og ADHD lyf, ofnæmislyf, blóðþrýstingslyf og fleiri og svo farið yfir áhrif þeirra á fólk í hita. Í greininni er til dæmis talað um ADHD lyf og þar segir að við inntöku lyfsins hækki líkamshiti fólks. „Þegar lyfjum er ávísað er tekið mat, ávinningur og áhætta. Það er eitthvað sem læknirinn metur í upphafi. Öll lyf hafa einhverjar aukaverkanir og það er mikilvægt ef einstaklingar eru að taka lyf, sérstaklega ef þeir eru að taka mörg lyf, að þeir kynni sér aukaverkanir fylgja þeirra lyfjum,“ segir Freyja og það sé mikilvægt að fólk kynni sér sérstaklega aukaverkanir sem geti komið fram í mikilli sól og hita. Gott að ræða við lækni eða lyfjafræðing Fólk sé mismunandi og lyf hafi ólík áhrif á fólk. En ef fólk er að taka mörg lyf og er í hópi eldri borgara sé mögulega gott ráð að ræða við lækni eða lyfjafræðing áður en haldið er út. Freyja segir það auk þess algengt á Íslandi að fólk sé á mörgum lyfjum og í þeim tilfellum sé þetta sérstaklega mikilvægt. Sigurbjörg Sæunn segir að greinin hafi verið óábyrg að því leyti að það hafi verið gefið í skyn að fólk ætti að hætta að taka lyfin sé það að fara í sól. Hún segir það alls ekki gott. Það sé frekar gott að bregðast við mögulegum aukaverkunum með aukinni sólarvörn og að passa upp á vatnsdrykkju. „Þetta er allt einstaklingsbundið og allt spurning um í samhengi við hvað ertu að skoða. Þess vegna er svo mikilvægt að taka hvern og einn fyrir sig, og ekki alhæfa,“ segir Sigurbjörg Sæunn. Upplýsingar sem ekki standast skoðun Sigurbjörg segir allt of mikið af upplýsingum aðgengilegum um lyf og lyfjainntöku sem standist ekki skoðun. Þess vegna hafi þær viljað koma og ræða þessi mál í þættinum. „Það heyrist miklu meira af því sem er kjaftæði heldur en af því sem er vísindalegt. Það glymur hátt í tómri tunnu. Þeir sem ekki búa yfir upplýsingunum finnst svo auðvelt að koma fram og kasta einhverju fram. Fyrir almenning, sem er að drukkna í samfélagsmiðlum og hópum, og getur ekki greint á milli hvað er vísindalega stutt og hvað er „Sigga út í bæ“ að fullyrða. Ég veit ekki hvort almenningur eigi erfitt með að greina á milli en ég get ímyndað mér það,“ segir Sigurbjörg og að ef svo er sé mjög mikilvægt fyrir fólk að ræða við heilbrigðisstarfsmann Freyja tók þarna undir og sagði auk þess áríðandi að fólk breytti ekki lyfjainntöku sinni án þess að ræða við heilbrigðisstarfsmann.
Heilbrigðismál Lyf Ferðalög Eldri borgarar Bítið Bylgjan Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent