Erlent

Vornanen kastað úr þing­flokknum

Atli Ísleifsson skrifar
Timo Vornanen situr sitt fyrsta kjörtímabil á þingi þeirra Finna en starfaði áður sem lögregluþjónn í meira en tvo áratugi.
Timo Vornanen situr sitt fyrsta kjörtímabil á þingi þeirra Finna en starfaði áður sem lögregluþjónn í meira en tvo áratugi. Facebook

Finnski stjórnarflokkurinn Sannir Finnar hefur vísað þingmanninum Timo Vornanen úr þingflokknum. Ástæðan er að lögregla rannsakar nú atvik þar sem Vornanen skaut úr byssu eftir heimsókn á næturklúbb síðastliðinn föstudag.

YLE greinir frá þessu. Áður en Vornanen tók sæti á þingi starfaði hann um árabil sem lögreglumaður og hefur hann sagst hafa leyfi fyrir byssunni.

Finnskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að slagsmál hafi brotist út fyrir utan skemmtistaðinn Ihku í Helsinki aðfararnótt laugardagsins. Er Vornanen þar sagður hafa mundað skammbyssu og hleypt skoti af í jörðina, en áður en hann hleypti af skotinu er hann einnig sagður hafa miðað henni á fólk. Lögreglan í Helsinki segist búa yfir myndefni af atvikinu úr öryggismyndavél.

Málið hefur vakið mikla athygli í Finnlandi og hefur umræða farið af stað um hve auðvelt er fyrir fólk að nálgast skotvopn.

Timo Vornanen situr sitt fyrsta kjörtímabil á þingi þeirra Finna en starfaði áður sem lögregluþjónn í meira en tvo áratugi.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×