Flugvöllur Færeyinga fær að taka við stærri þotum Kristján Már Unnarsson skrifar 29. apríl 2024 23:37 Boeing 757-þota FarCargo lenti í fyrsta sinn á Vogaflugvelli þann 5. mars en á undanþágu. Jónis Albert Nielsen/jn.fo Flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum, eini flugvöllur eyjanna, verður færður upp um einn öryggisflokk. Það þýðir að Boeing 757-fraktþota FarCargo, dótturfélags Bakkafrosts, fær loksins varanlegt leyfi til að lenda í sinni eigin heimahöfn. FarCargo keypti þotuna í þeim megintilgangi að flytja ferskan eldislax úr sjókvíum Bakkafrosts, stærsta fyrirtækis Færeyinga, með sem skemmstum hætti á verðmæta markaði bæði í Evrópu og Ameríku. Var komu hennar fagnað með viðhöfn í byrjun marsmánaðar að viðstöddum helstu ráðamönnum eyjanna. Það þótti því heldur en ekki neyðarlegt þegar í ljós kom að flugvélin mátti ekki nota flugvöllinn þar sem vænghaf hennar var of breitt miðað við öryggisflokkun vallarins. Vogaflugvöllur var skráður með viðmiðunarkóða C, sem leyfir allt að 36 metra breitt vænghaf, en 757-þotan er með 41 metra vænghaf. Í C-flokki eru þotur eins og Airbus A-320 og Boeing 737. Þotan var upphaflega smíðuð til farþegaflugs árið 2001 en FarCargo lét breyta henni í fraktflugvél.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Málið var leyst til bráðabirgða með því að danska samgöngustofan veitti einskiptis undanþágu fyrir flugvélina svo hún mætti lenda í Færeyjum. Sú undanþága var síðan framlengd meðan leitað var varanlegrar lausnar en á meðan er vélin búin að fljúga fjölda ferða með lax, einkum til New York og Brussel. Kringvarp Færeyja greindi frá því í dag að dönsk samgönguyfirvöld væru núna búin að höggva á hnútinn. Niðurstaðan er sú að Vogaflugvöllur verður frá og með 1. maí færður upp í viðmiðunarkóða D. Það þýðir að flugvélar með allt að 52 metra vænghaf mega lenda í Færeyjum frá mánaðamótum. Í þeim flokki eru auk 757-þotunnar breiðþotur eins og Boeing 767 og Airbus A-330. Færeyjar Fréttir af flugi Boeing Airbus Danmörk Matvælaframleiðsla Fiskeldi Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Boeing 757-þotan fær ekki að lenda í Færeyjum Áform færeyska fiskeldisfyrirtækisins Bakkafrosts um reglubundið flug með ferskan lax frá Færeyjum eru í uppnámi þar sem Boeing 757-fraktflutningaþota dótturfélagsins FarCargo fær ekki að lenda á flugvellinum í Vogum. Ástæðan er sú að 41 metra vænghaf hennar telst of breitt fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga sem skilgreindur er fyrir allt að 36 metra vænghaf flugvéla. 10. mars 2024 10:40 Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
FarCargo keypti þotuna í þeim megintilgangi að flytja ferskan eldislax úr sjókvíum Bakkafrosts, stærsta fyrirtækis Færeyinga, með sem skemmstum hætti á verðmæta markaði bæði í Evrópu og Ameríku. Var komu hennar fagnað með viðhöfn í byrjun marsmánaðar að viðstöddum helstu ráðamönnum eyjanna. Það þótti því heldur en ekki neyðarlegt þegar í ljós kom að flugvélin mátti ekki nota flugvöllinn þar sem vænghaf hennar var of breitt miðað við öryggisflokkun vallarins. Vogaflugvöllur var skráður með viðmiðunarkóða C, sem leyfir allt að 36 metra breitt vænghaf, en 757-þotan er með 41 metra vænghaf. Í C-flokki eru þotur eins og Airbus A-320 og Boeing 737. Þotan var upphaflega smíðuð til farþegaflugs árið 2001 en FarCargo lét breyta henni í fraktflugvél.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Málið var leyst til bráðabirgða með því að danska samgöngustofan veitti einskiptis undanþágu fyrir flugvélina svo hún mætti lenda í Færeyjum. Sú undanþága var síðan framlengd meðan leitað var varanlegrar lausnar en á meðan er vélin búin að fljúga fjölda ferða með lax, einkum til New York og Brussel. Kringvarp Færeyja greindi frá því í dag að dönsk samgönguyfirvöld væru núna búin að höggva á hnútinn. Niðurstaðan er sú að Vogaflugvöllur verður frá og með 1. maí færður upp í viðmiðunarkóða D. Það þýðir að flugvélar með allt að 52 metra vænghaf mega lenda í Færeyjum frá mánaðamótum. Í þeim flokki eru auk 757-þotunnar breiðþotur eins og Boeing 767 og Airbus A-330.
Færeyjar Fréttir af flugi Boeing Airbus Danmörk Matvælaframleiðsla Fiskeldi Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Boeing 757-þotan fær ekki að lenda í Færeyjum Áform færeyska fiskeldisfyrirtækisins Bakkafrosts um reglubundið flug með ferskan lax frá Færeyjum eru í uppnámi þar sem Boeing 757-fraktflutningaþota dótturfélagsins FarCargo fær ekki að lenda á flugvellinum í Vogum. Ástæðan er sú að 41 metra vænghaf hennar telst of breitt fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga sem skilgreindur er fyrir allt að 36 metra vænghaf flugvéla. 10. mars 2024 10:40 Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Boeing 757-þotan fær ekki að lenda í Færeyjum Áform færeyska fiskeldisfyrirtækisins Bakkafrosts um reglubundið flug með ferskan lax frá Færeyjum eru í uppnámi þar sem Boeing 757-fraktflutningaþota dótturfélagsins FarCargo fær ekki að lenda á flugvellinum í Vogum. Ástæðan er sú að 41 metra vænghaf hennar telst of breitt fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga sem skilgreindur er fyrir allt að 36 metra vænghaf flugvéla. 10. mars 2024 10:40
Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48