Íslenski boltinn

Sjáðu dramatíkina í fyrsta grasleiknum á KR-vellinum og öll hin mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristinn Steindórsson og Jason Daði Svanþórsson skoruðu báðir fyrir Blika á KR-vellinum í gær.
Kristinn Steindórsson og Jason Daði Svanþórsson skoruðu báðir fyrir Blika á KR-vellinum í gær. Vísir/Hulda Margrét

Fjórum leikjum af sex í fjórðu umferð Bestu deildar karla í fótbolta er lokið en umferðin klárast síðan í kvöld. Nú má sjá mörkin úr leikjum gærdagsins hér inn á Vísi.

Víkingur, FH, Vestri og Breiðablik unnu öll sína leiki í gær. Víkingar eru með fullt hús eftir fjórar umferðir og Blikar og FH-ingar eru þremur stigum á eftir. Nýliðar Vestra hafa síðan unnið tvo 1-0 sigra í röð.

Klippa: Mörkin úr leik KR og Breiðabliks

Það var mikil dramatík í Vesturbænum þar sem Breiðablik vann 3-2 heimasigur á KR í fyrsta grasleik sumarsins. Öll fimm mörkin komu í seinni hálfleiknum. Kristinn Steindórsson, Viktor Örn Margeirsson og Jason Daði Svanþórsson skoruðu mörk Blika en Stefán Árni Geirsson og Benoný Breki Andrésson mörk KR-inga.

Danijel Dejan Djuric skoraði tvö mörk fyrir Víking og þeir Nikolaj Andreas Hansen og Aron Elís Þrándarson sitt hvort markið í 4-2 sigri á KA. Sveinn Margeir Hauksson og Elfar Árni Aðalsteinsson skoruðu mörk KA sem komst í 1-0 í þessum leik.

Klippa: Mörkin úr leik Víkings og KA

Kjartan Kári Halldórsson skoraði beint úr aukaspyrnu og Logi Hrafn Róbertsson með frábæru langskoti þegar FH vann 2-1 sigur á ÍA í Akraneshöllinni. Viktor Jónsson jafnaði leikinn með sínu fimmta marki í sumar.

Benedikt V. Warén tryggði Vestra 1-0 sigur á HK og Djúpmenn hafa því náð í sex stig í síðustu tveimur leikjum sínum. HK-ingar eru aftur á móti enn bara með eitt stig á botni deildarinnar.

Hér fyrir ofan og neðan má sjá öll mörkin úr leikjum gærdagsins.

Klippa: Mörkin og rauðu spjöldin úr leik ÍA og FH
Klippa: Markið úr leik Vestra og HK



Fleiri fréttir

Sjá meira


×