Halla Hrund mælist með mest fylgi allra frambjóðenda Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2024 18:33 Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi milli kannana. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu og bætir við sig tæpum sextán prósentum milli kannana. Ekki er þó marktækur munur á henni og næstu frambjóðendum á eftir, Katrínu Jakobsdóttur og Baldri Þórhallssyni. Könnun Maskínu fór fram dagana 22. til 26. apríl og svarendur voru 1072. Halla Hrund, sem hefur verið mikill hástökkvari milli kannana upp á síðkastið, mælist nú efst allra frambjóðenda með rétt rúmlega 26 prósenta fylgi. Hún mældist með 10,5 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu 18. apríl og bætir þannig við sig tæpum sextán prósentum. Halla Hrund tekur fram úr Katrínu og Baldri í nýrri könnun Maskínu. Munurinn á þeim þremur er þó ekki marktækur.Vísir/Sara Halla Hrund var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hún var innt eftir viðbrögðum við könnun Maskínu: Katrín Jakobsdóttir mælist með næstmest fylgi, 25,4 prósent, og Baldur Þórhallsson er þriðji með 21,2 prósent fylgi. Jón Gnarr kemur þar á eftir með 15,2 prósent en aðrir frambjóðendur eru talsvert langt á eftir; Halla Tómasdóttir næst með 4,1 prósent og Arnar Þór Jónsson með 3,3 prósent. Ekki er marktækur munur á stuðningi við þau Höllu Hrund, Katrínu og Baldur en munurinn er hins vegar marktækur á Baldri og Jóni Gnarr. Vísir/Hjalti Halla Hrund nýtur nokkuð afgerandi stuðnings meðal kjósenda Flokks fólksins og Miðflokksins; rúm 35 prósent beggja flokka styðja hana, samkvæmt könnuninni. Þá er hún einnig vinsælust meðal Pírata. Katrín nýtur mest fylgis meðal Framsóknarmanna, er með næstum fjörutíu prósenta fylgi þeirra, og Sjálfstæðismenn eru einnig hallastir undir Katrínu. Hún nýtur enn fremur afgerandi stuðnings síns gamla flokks, rúm sextíu prósent kjósenda Vinstri grænna myndu kjósa hana. Baldur fær svo mest fylgi hjá kjósendum Samfylkingar, Viðreisnar og Sósíalistaflokksins. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ögurstund og opnunarhóf hjá frambjóðendum Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. 25. apríl 2024 19:13 Halla Hrund fjórfaldar fylgi sitt á milli kannanna Halla Hrund Logadóttir mælist með sextán prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Í fyrri Þjóðarpúlsi mældist hún aðeins með fjögur prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist með mest fylgi og bætir lítillega við sig, fer úr 30 í 31 prósent. 23. apríl 2024 14:07 Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Flestir ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og Baldur Þórhallsson samkvæmt fimm skoðanakönnunum sem birtar hafa verið síðast liðinn hálfan mánuð. Halla Hrund Logadóttir er farin að narta í hælana á Jóni Gnarr í þriðja sætinu. 22. apríl 2024 19:41 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Sjá meira
Könnun Maskínu fór fram dagana 22. til 26. apríl og svarendur voru 1072. Halla Hrund, sem hefur verið mikill hástökkvari milli kannana upp á síðkastið, mælist nú efst allra frambjóðenda með rétt rúmlega 26 prósenta fylgi. Hún mældist með 10,5 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu 18. apríl og bætir þannig við sig tæpum sextán prósentum. Halla Hrund tekur fram úr Katrínu og Baldri í nýrri könnun Maskínu. Munurinn á þeim þremur er þó ekki marktækur.Vísir/Sara Halla Hrund var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hún var innt eftir viðbrögðum við könnun Maskínu: Katrín Jakobsdóttir mælist með næstmest fylgi, 25,4 prósent, og Baldur Þórhallsson er þriðji með 21,2 prósent fylgi. Jón Gnarr kemur þar á eftir með 15,2 prósent en aðrir frambjóðendur eru talsvert langt á eftir; Halla Tómasdóttir næst með 4,1 prósent og Arnar Þór Jónsson með 3,3 prósent. Ekki er marktækur munur á stuðningi við þau Höllu Hrund, Katrínu og Baldur en munurinn er hins vegar marktækur á Baldri og Jóni Gnarr. Vísir/Hjalti Halla Hrund nýtur nokkuð afgerandi stuðnings meðal kjósenda Flokks fólksins og Miðflokksins; rúm 35 prósent beggja flokka styðja hana, samkvæmt könnuninni. Þá er hún einnig vinsælust meðal Pírata. Katrín nýtur mest fylgis meðal Framsóknarmanna, er með næstum fjörutíu prósenta fylgi þeirra, og Sjálfstæðismenn eru einnig hallastir undir Katrínu. Hún nýtur enn fremur afgerandi stuðnings síns gamla flokks, rúm sextíu prósent kjósenda Vinstri grænna myndu kjósa hana. Baldur fær svo mest fylgi hjá kjósendum Samfylkingar, Viðreisnar og Sósíalistaflokksins.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ögurstund og opnunarhóf hjá frambjóðendum Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. 25. apríl 2024 19:13 Halla Hrund fjórfaldar fylgi sitt á milli kannanna Halla Hrund Logadóttir mælist með sextán prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Í fyrri Þjóðarpúlsi mældist hún aðeins með fjögur prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist með mest fylgi og bætir lítillega við sig, fer úr 30 í 31 prósent. 23. apríl 2024 14:07 Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Flestir ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og Baldur Þórhallsson samkvæmt fimm skoðanakönnunum sem birtar hafa verið síðast liðinn hálfan mánuð. Halla Hrund Logadóttir er farin að narta í hælana á Jóni Gnarr í þriðja sætinu. 22. apríl 2024 19:41 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Sjá meira
Ögurstund og opnunarhóf hjá frambjóðendum Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. 25. apríl 2024 19:13
Halla Hrund fjórfaldar fylgi sitt á milli kannanna Halla Hrund Logadóttir mælist með sextán prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Í fyrri Þjóðarpúlsi mældist hún aðeins með fjögur prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist með mest fylgi og bætir lítillega við sig, fer úr 30 í 31 prósent. 23. apríl 2024 14:07
Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Flestir ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og Baldur Þórhallsson samkvæmt fimm skoðanakönnunum sem birtar hafa verið síðast liðinn hálfan mánuð. Halla Hrund Logadóttir er farin að narta í hælana á Jóni Gnarr í þriðja sætinu. 22. apríl 2024 19:41