350 þúsund krónur i sektir og tveir fá þriggja mánaða bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 16:31 Þrír leikmenn reyndu að spila undir öðru nafni í Lengjubikarnum í fótbolta en komust ekki upp með það. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Rico Brouwer Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur tekið hart á leikskýrslufölsun í leik KFK og Hvíta Riddarans í B deild Lengjubikarsins sem fram fór þann 22. mars 2024. Bæði félög gerðust sek um að falsa leikskýrslu leiksins. Þau fá því stóra sekt og þjálfari KFK og aðstoðarþjálfari Hvíta Riddarans fara báðir í þriggja mánaða bann. Úrslitin í leiknum, 6-0 fyrir Hvíti riddarann, munu þó standa þar sem bæði liðin voru brotleg. Hefur KFK verið gert að sæti 190 þúsund króna sekt og Hvíta Riddaranum verið gert að sæta sekt að upphæð 160 þúsund krónur. KSÍ segir frá. KFR leikmennirnir Benedikt Jóel Elvarsson og Sigurður Orri Magnússon máttu ekki spila leikinn vegna leikbanns. Þeir spiluðu þó leikinn en voru ekki skráðir á leikskýrslu. Aðrir leikmenn, sem spiluðu ekki leikinn, voru skráðir í þeirra stað. Telur aga- og úrskurðarnefnd ljóst, miðað við gögn málsins, að KFK hafi vísvitandi ranglega fyllt út leikskýrslu í leik Hvíta Riddarans og KFK með því að falsa nafn og kennitölu þátttakenda. Í málinu liggur fyrir viðurkenning af hálfu kærða að Búi Vilhjálmur Guðmundsson hafi ritað undir leikskýrsluna sem þjálfari KFK og afhent hana dómara leiksins. Með undirritun sinni tók kærði, sem forráðamaður KFK, ábyrgð á innihaldi skýrslunnar og að hún væri rétt úr garði gerð. Þeirri ábyrgð getur hann ekki varpað á leikmann liðsins. Guðbjörn Smári Birgisson, leikmaður Hvíta Riddarans, átti líka að vera í leikbanni en spilaði samt leikinn. Hann var skráður undir öðru nafni. Telur aga- og úrskurðarnefnd ljóst, miðað við gögn málsins og skýra viðurkenningu kærða, að Hvíti Riddarinn hafi vísvitandi ranglega fyllt út leikskýrslu í leik Hvíta Riddarans og KFK með því að falsa nafn og kennitölu þátttakanda. Hefur Hvíti Riddarinn gengist við brotinu og vísa til þess í greinargerð sinni að leikmanninum hafi verið spilað undir öðru nafni. Ísak Ólafsson skal sæta leikbanni í leikjum Hvíta Riddarans í keppnum á vegum KSÍ í þrjá mánuði. Hann var eini aðilinn í liðstjórn liðsins samkvæmt leikskýrslunni. Í ljósi þess að bæði lið KFK og lið Hvíta Riddarans voru ólöglega skipuð í leiknum ákvað aga- og úrskurðarnefnd að úrslit leiks skyldu látin standa óhögguð. Fótbolti Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Bæði félög gerðust sek um að falsa leikskýrslu leiksins. Þau fá því stóra sekt og þjálfari KFK og aðstoðarþjálfari Hvíta Riddarans fara báðir í þriggja mánaða bann. Úrslitin í leiknum, 6-0 fyrir Hvíti riddarann, munu þó standa þar sem bæði liðin voru brotleg. Hefur KFK verið gert að sæti 190 þúsund króna sekt og Hvíta Riddaranum verið gert að sæta sekt að upphæð 160 þúsund krónur. KSÍ segir frá. KFR leikmennirnir Benedikt Jóel Elvarsson og Sigurður Orri Magnússon máttu ekki spila leikinn vegna leikbanns. Þeir spiluðu þó leikinn en voru ekki skráðir á leikskýrslu. Aðrir leikmenn, sem spiluðu ekki leikinn, voru skráðir í þeirra stað. Telur aga- og úrskurðarnefnd ljóst, miðað við gögn málsins, að KFK hafi vísvitandi ranglega fyllt út leikskýrslu í leik Hvíta Riddarans og KFK með því að falsa nafn og kennitölu þátttakenda. Í málinu liggur fyrir viðurkenning af hálfu kærða að Búi Vilhjálmur Guðmundsson hafi ritað undir leikskýrsluna sem þjálfari KFK og afhent hana dómara leiksins. Með undirritun sinni tók kærði, sem forráðamaður KFK, ábyrgð á innihaldi skýrslunnar og að hún væri rétt úr garði gerð. Þeirri ábyrgð getur hann ekki varpað á leikmann liðsins. Guðbjörn Smári Birgisson, leikmaður Hvíta Riddarans, átti líka að vera í leikbanni en spilaði samt leikinn. Hann var skráður undir öðru nafni. Telur aga- og úrskurðarnefnd ljóst, miðað við gögn málsins og skýra viðurkenningu kærða, að Hvíti Riddarinn hafi vísvitandi ranglega fyllt út leikskýrslu í leik Hvíta Riddarans og KFK með því að falsa nafn og kennitölu þátttakanda. Hefur Hvíti Riddarinn gengist við brotinu og vísa til þess í greinargerð sinni að leikmanninum hafi verið spilað undir öðru nafni. Ísak Ólafsson skal sæta leikbanni í leikjum Hvíta Riddarans í keppnum á vegum KSÍ í þrjá mánuði. Hann var eini aðilinn í liðstjórn liðsins samkvæmt leikskýrslunni. Í ljósi þess að bæði lið KFK og lið Hvíta Riddarans voru ólöglega skipuð í leiknum ákvað aga- og úrskurðarnefnd að úrslit leiks skyldu látin standa óhögguð.
Fótbolti Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira