Íslenski boltinn

Fjölnir fyrsta liðið í sex­tán liða úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fjölnir vann góðan sigur í kvöld.
Fjölnir vann góðan sigur í kvöld. Facebooksíða Knattspyrnudeildar Fjölnis

Fjölnir er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Selfossi. Fjölnir leikur í Lengjudeildinni í sumar á meðan Selfyssingar eru í 2. deild.

Valdimar Jóhannsson kom gestunum frá Suðurlandi nokkuð óvænt yfir snemma leiks en Dagur Ingi Axelsson jafnaði metin eftir rúman hálftíma, staðan 1-1 í hálfleik.

Í síðari hálfleik kom Máni Austmann Hilmarsson heimamönnum í 2-1 og Júlíus Már Júlíusson bætti þriðja marki Fjölnis við á 73. mínútu. Þegar níu mínútur voru til loka venjulega leiktíma minnkaði Gonzalo Zamorano muninn í eitt mark en Jónatan Guðni Arnarsson gerði út um leikinn áður en 90 mínútur voru komnar á klukkuna.

Lokatölur 4-2 og Fjölnir komið áfram í Mjólkurbikar karla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×