Engin rúta í Víkina í kvöld: „Held að það hafi bara verið þetta eina skipti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. apríl 2024 11:45 Úr leik Víkings og Blika í fyrra. Búast má við hitaleik en Blikar koma sér þó sjálfir á svæðið og mæta í klefann, annað en í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, Víkingur og Breiðablik, eigast við í stórleik dagsins í Bestu deild karla klukkan 19:15. Heilmargt hefur gengið á í viðureignum liðanna síðustu ár og má búast við mikilli skemmtun. Bæði lið eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína. Blikar eru efstir í deildinni, með besta markatölu, og Kristinn Steindórsson, leikmaður liðsins segir þá grænklæddu spennta fyrir kvöldinu. „Tilfinningin er bara mjög góð. Það er spenningur og alltaf fiðringur þegar það eru stórleikir. Ég veit ekki annað en að við séum mjög klárir í þetta,“ segir Kristinn. Ávallt sé auka spenna fyrir leik sem þessum. Kristinn Steindórsson er spenntur fyrir kvöldinu, líkt og fleiri.Vísir/Hulda Margrét „Þetta hefur byggst upp undanfarin ár. Að sjálfsögðu er alltaf smá extra við þessa leiki. Á sama tíma er þetta bara þriðji leikur í deild. Það má ekki gera of mikið úr þessu, þetta er enginn úrslitaleikur. Við þurfum bara að halda áfram okkar góðu byrjun og vera með fullt hús þegar við leggjumst á koddann í kvöld,“ segir Kristinn. Leikur Víkings og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Gætu endað sjö í hvoru liði Mikil harka hefur einkennt leikina síðustu misserin. Má búast við slagsmálum í kvöld? „Góð spurning, ég veit það ekki. Þeir eru harðir og við reynum að vera harðir á móti og sjáum hvernig það gengur. Miðað við línuna sem hefur verið lögð í dómgæslunni í byrjun móts þá er kannski erfitt að hleypa þessu upp í mikla hörku. Þá verða bara sjö leikmenn í hvoru liði í byrjun seinni hálfleiks,“ „Við reynum að gera ekki of mikið úr þessu, þó þetta sé Víkingur, að reyna að halda undirbúningum eins og sníða okkar leikplan að því sem þjálfararnir sjá hjá andstæðingunum sem vonandi virkar vel.“ Einkabíllinn í kvöld Frægt var þegar Blikar mættu í Víkina í lok ágústmánaðar í fyrra en þá áttust liðin við í miðri Evrópuleikjatörn Blikanna. Þeir höfðu átt slæma reynslu síðast þar á undan í Víkinni þar sem klefinn sem þeim var úthlutað þótti ekki uppfylla kröfur. Þeir mættu því skömmu fyrir leik, allir saman í rútu. Það verður ekkert slíkt uppi á teningunum í kvöld? „Ekki svo ég viti. Ég held það verði bara einkabílar í kvöld og ekkert hægt að rita og ræða um það á kaffitstofunni á morgun. En það var skemmtilegt og gaf ákveðin lífleika í umræðuna, hristi aðeins upp í mönnum,“ „Ég held að það hafi bara verið þetta eina skipti. Við keyrum bara sjálfir í kvöld og förum í klefann,“ segir Kristinn. Í spilaranum að neðan má sjá þegar Blikar mættu með rútunni í Víkinga í fyrra og umræðuna um atvikið í Stúkunni. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Bæði lið eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína. Blikar eru efstir í deildinni, með besta markatölu, og Kristinn Steindórsson, leikmaður liðsins segir þá grænklæddu spennta fyrir kvöldinu. „Tilfinningin er bara mjög góð. Það er spenningur og alltaf fiðringur þegar það eru stórleikir. Ég veit ekki annað en að við séum mjög klárir í þetta,“ segir Kristinn. Ávallt sé auka spenna fyrir leik sem þessum. Kristinn Steindórsson er spenntur fyrir kvöldinu, líkt og fleiri.Vísir/Hulda Margrét „Þetta hefur byggst upp undanfarin ár. Að sjálfsögðu er alltaf smá extra við þessa leiki. Á sama tíma er þetta bara þriðji leikur í deild. Það má ekki gera of mikið úr þessu, þetta er enginn úrslitaleikur. Við þurfum bara að halda áfram okkar góðu byrjun og vera með fullt hús þegar við leggjumst á koddann í kvöld,“ segir Kristinn. Leikur Víkings og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Gætu endað sjö í hvoru liði Mikil harka hefur einkennt leikina síðustu misserin. Má búast við slagsmálum í kvöld? „Góð spurning, ég veit það ekki. Þeir eru harðir og við reynum að vera harðir á móti og sjáum hvernig það gengur. Miðað við línuna sem hefur verið lögð í dómgæslunni í byrjun móts þá er kannski erfitt að hleypa þessu upp í mikla hörku. Þá verða bara sjö leikmenn í hvoru liði í byrjun seinni hálfleiks,“ „Við reynum að gera ekki of mikið úr þessu, þó þetta sé Víkingur, að reyna að halda undirbúningum eins og sníða okkar leikplan að því sem þjálfararnir sjá hjá andstæðingunum sem vonandi virkar vel.“ Einkabíllinn í kvöld Frægt var þegar Blikar mættu í Víkina í lok ágústmánaðar í fyrra en þá áttust liðin við í miðri Evrópuleikjatörn Blikanna. Þeir höfðu átt slæma reynslu síðast þar á undan í Víkinni þar sem klefinn sem þeim var úthlutað þótti ekki uppfylla kröfur. Þeir mættu því skömmu fyrir leik, allir saman í rútu. Það verður ekkert slíkt uppi á teningunum í kvöld? „Ekki svo ég viti. Ég held það verði bara einkabílar í kvöld og ekkert hægt að rita og ræða um það á kaffitstofunni á morgun. En það var skemmtilegt og gaf ákveðin lífleika í umræðuna, hristi aðeins upp í mönnum,“ „Ég held að það hafi bara verið þetta eina skipti. Við keyrum bara sjálfir í kvöld og förum í klefann,“ segir Kristinn. Í spilaranum að neðan má sjá þegar Blikar mættu með rútunni í Víkinga í fyrra og umræðuna um atvikið í Stúkunni.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira