Tugir þúsunda mótmæltu fjölda ferðamanna á Kanaríeyjum Lovísa Arnardóttir skrifar 20. apríl 2024 16:10 Mótmælendur segja eyjarnar komnar að þolmörkum og það verði að takmarka fjölda ferðamanna. Vísir/EPA Tugir þúsunda mótmæltu á Tenerife, Lanzarote, Gran Canaria og fleiri eyjum í Kanaríeyjaklasanum í dag. Mótmælendur segja eyjarnar við þolmörk. Það verði að takmarka fjölda ferðamanna. Það sé of dýrt að búa þar og að nýting auðlinda sé ekki lengur sjálfbær. Mótmælendur kröfðust þess að stjórmálamenn myndu bregðast við of lágum launum og lélegum kjörum. Einnig var mótmælt víða á Spáni. Á skiltum mótmælenda stóð sem dæmi „Þið njótið, við þjáumst“ og „Hvar er peningurinn frá ferðaþjónustunni?“ á meðan aðrir kölluðu eftir tímabundinni stöðvun ferðamanna á eyjunum og sögðu eyjarnar komnar að þolmörkum. Upphafið að mótmælunum má rekja til hungurverkfalls sex einstaklinga sem hófst 11. Aapríl fyrir utan kirkju í bænum La Laguna á Tenerife og standa enn. Í Fuerteventura mótmælti einnig mikil fjöldi. Vísir/EPA „Við megum ekki gleyma fólkinu sem leggur líf sitt í hættu fyrir Jörðina,“ sagði talsmaður hópsins Canarias Se Agota í dag. Canarias Se Agota þýðir Kanaríeyjar hafa fengið nóg. Talsmaðurinn sagði fórn þeirra og staðfestu verða að hvetja aðra áfram í sinni baráttu. „Við erum að skrifa nýjan kafla í sögu eyjanna okkar, kafli sem verður markaður af skýrri þrautseigju þeirra sem barist hafa fyrir heimili okkar,“ hélt hann áfram og sagði að í dag myndu Kanaríeyjar öskra og berjast og halda því svo áfram á morgun. Farið heim Fjallað er um mótmælin nokkuð ítarlega á vef breska miðilsins Daily Mail en Bretar eins og Íslendingar eru nokkuð duglegir að ferðast til eyjanna. Þar eru birtar fjöldi mynda af graffíti á bekkjum og veggjum á Tenerife sem hafa birst síðustu vikur. Mótmælendur hafa spreyjað á veggi, bekki og jafnvel bílaleigubíla skilaboð til ferðamanna um að fara heim og um lágmarkslaun á Kanaríeyjum sem séu um 1200 evrur. Mikill fjöldi kom saman á Gran Canaria í Las Palmas í dag. Vísir/EPA Canarias Se Agota hefur lagt fram ýmsar kröfur í mótmælum sínum en meðal þeirra er að hætt verði við að byggja nýtt fimm stjörnu hótel við Palm Mar á suðurhluta Tenerife við strönd þar sem ekki er búið að byggja. Þá hefur hópurinn kallað eftir því að stjórnmálamenn bregðist við með því að koma í veg fyrir mengun í sjó, aukinni umferð og áhrifa ferðaþjónustunnar á húsnæðisverð og framboð á húsnæði. Þá hafa þau krafist betri kjara fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu og að ferðamenn verði skattlagðir. 13,9 milljónir ferðamanna Í frétt spænska miðilsins El País segir að alls hafi um 55 þúsund tekið þátt í mótmælunum á eyjunum sjö sem tilheyra klasanum. Flestir í Santa Cruz á Tenerife eða um 30 þúsund. Um 14 þúsund á Las Palmas og einhver þúsund líka á Lanzarote og Fuerteventura. Fjallað er nokkuð ítarlega um mótmælin í öðrum breskum miðlum. Á vef BBC segir að fleiri mótmæli séu skipulögð næstu helgi. Þar kemur einnig fram að í fyrra heimsóttu alls 13,9 milljónir Kanaríeyjarnar sem er um 13 prósent meira en árið áður. Það er um sex sinnum meira en íbúafjöldi allra eyjanna en alls búa um 2,2 milljónir á öllum eyjunum. Þá segir þar einnig að á sama tíma hafi 34 prósent íbúa átt í hættu á að búa við fátækt eða félagslega einangrun. Spánn Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fjárhagurinn eigi að ganga fyrir ferðum til Tenerife Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir mjög algengt að pör séu ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að fjármálum og að rannsóknir sýni að fleiri sambönd fari á hliðina út af fjármálum en framhjáhaldi. Einnig séu ofnotkun snjalltækja og tengslaleysi milli fjölskyldumeðlima vaxandi vandamál. 11. apríl 2024 00:23 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Sjá meira
Mótmælendur kröfðust þess að stjórmálamenn myndu bregðast við of lágum launum og lélegum kjörum. Einnig var mótmælt víða á Spáni. Á skiltum mótmælenda stóð sem dæmi „Þið njótið, við þjáumst“ og „Hvar er peningurinn frá ferðaþjónustunni?“ á meðan aðrir kölluðu eftir tímabundinni stöðvun ferðamanna á eyjunum og sögðu eyjarnar komnar að þolmörkum. Upphafið að mótmælunum má rekja til hungurverkfalls sex einstaklinga sem hófst 11. Aapríl fyrir utan kirkju í bænum La Laguna á Tenerife og standa enn. Í Fuerteventura mótmælti einnig mikil fjöldi. Vísir/EPA „Við megum ekki gleyma fólkinu sem leggur líf sitt í hættu fyrir Jörðina,“ sagði talsmaður hópsins Canarias Se Agota í dag. Canarias Se Agota þýðir Kanaríeyjar hafa fengið nóg. Talsmaðurinn sagði fórn þeirra og staðfestu verða að hvetja aðra áfram í sinni baráttu. „Við erum að skrifa nýjan kafla í sögu eyjanna okkar, kafli sem verður markaður af skýrri þrautseigju þeirra sem barist hafa fyrir heimili okkar,“ hélt hann áfram og sagði að í dag myndu Kanaríeyjar öskra og berjast og halda því svo áfram á morgun. Farið heim Fjallað er um mótmælin nokkuð ítarlega á vef breska miðilsins Daily Mail en Bretar eins og Íslendingar eru nokkuð duglegir að ferðast til eyjanna. Þar eru birtar fjöldi mynda af graffíti á bekkjum og veggjum á Tenerife sem hafa birst síðustu vikur. Mótmælendur hafa spreyjað á veggi, bekki og jafnvel bílaleigubíla skilaboð til ferðamanna um að fara heim og um lágmarkslaun á Kanaríeyjum sem séu um 1200 evrur. Mikill fjöldi kom saman á Gran Canaria í Las Palmas í dag. Vísir/EPA Canarias Se Agota hefur lagt fram ýmsar kröfur í mótmælum sínum en meðal þeirra er að hætt verði við að byggja nýtt fimm stjörnu hótel við Palm Mar á suðurhluta Tenerife við strönd þar sem ekki er búið að byggja. Þá hefur hópurinn kallað eftir því að stjórnmálamenn bregðist við með því að koma í veg fyrir mengun í sjó, aukinni umferð og áhrifa ferðaþjónustunnar á húsnæðisverð og framboð á húsnæði. Þá hafa þau krafist betri kjara fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu og að ferðamenn verði skattlagðir. 13,9 milljónir ferðamanna Í frétt spænska miðilsins El País segir að alls hafi um 55 þúsund tekið þátt í mótmælunum á eyjunum sjö sem tilheyra klasanum. Flestir í Santa Cruz á Tenerife eða um 30 þúsund. Um 14 þúsund á Las Palmas og einhver þúsund líka á Lanzarote og Fuerteventura. Fjallað er nokkuð ítarlega um mótmælin í öðrum breskum miðlum. Á vef BBC segir að fleiri mótmæli séu skipulögð næstu helgi. Þar kemur einnig fram að í fyrra heimsóttu alls 13,9 milljónir Kanaríeyjarnar sem er um 13 prósent meira en árið áður. Það er um sex sinnum meira en íbúafjöldi allra eyjanna en alls búa um 2,2 milljónir á öllum eyjunum. Þá segir þar einnig að á sama tíma hafi 34 prósent íbúa átt í hættu á að búa við fátækt eða félagslega einangrun.
Spánn Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fjárhagurinn eigi að ganga fyrir ferðum til Tenerife Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir mjög algengt að pör séu ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að fjármálum og að rannsóknir sýni að fleiri sambönd fari á hliðina út af fjármálum en framhjáhaldi. Einnig séu ofnotkun snjalltækja og tengslaleysi milli fjölskyldumeðlima vaxandi vandamál. 11. apríl 2024 00:23 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Sjá meira
Fjárhagurinn eigi að ganga fyrir ferðum til Tenerife Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir mjög algengt að pör séu ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að fjármálum og að rannsóknir sýni að fleiri sambönd fari á hliðina út af fjármálum en framhjáhaldi. Einnig séu ofnotkun snjalltækja og tengslaleysi milli fjölskyldumeðlima vaxandi vandamál. 11. apríl 2024 00:23