Íslenski boltinn

Ís­lands­meistararnir sóttu bak­vörð til Banda­ríkjanna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nýjasti leikmaður Vals.
Nýjasti leikmaður Vals. Valur

Íslandsmeistarar Vals hafa bætt við sig vinstri bakverði fyrir tímabilið í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Sú heitir Camryn Paige Hartmann og hefur undanfarin ár leikið í bandaríska háskólaboltanum.

Hin 24 ára gamla Hartmann leikur í stöðu vinstri bakvarðar og á farsælan feril að baki í háskólabolta Bandaríkjanna ef marka má tilkynningu vals.

„Camryn er þegar byrjuð að æfa með Valskonum sem hefja leik í Bestu deildinni gegn Þór/KA að Hlíðarenda á sunnudag Valur býður Camryn velkomna og hvetur fólk til þess að mæta á leikinn á sunnudag,“ segir í tilkynningu Vals.

Valur hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin þrjú ár en tapaði þá nýverið fyrir nýliðum Víkings í Meistarakeppni KSÍ. Liðið hefur nú tilkynnt nýjan vinstri bakvörð og þá er orðrómur á kreiki að Berglind Björg Þorvaldsdóttir muni semja við Val þegar samningur hennar í París rennur út.

Valur mætir Þór/KA í 1. umferð Bestu deildar kvenna á sunnudaginn kemur, þann 21. apríl, klukkan 15.00.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×