Ísraelar sagðir búnir að ákveða að svara fyrir sig Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2024 14:09 David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, (t.v.) ræðir við Isaac Herzog, forseta Ísraels, (t.h.) í Jersúsalem í dag. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Bretlands segir ljóst að ísraelsk stjórnvöld séu búin að ákveða að grípa til aðgerða gegn Íran eftir drónaárásina um helgina. Erlendir erindrekar hvetja Ísraela til að sýna hófsemd til þess að kveikja ekki frekara ófriðarbál í heimshlutanum. 'Íranar skutu flugskeytum og sendu dróna í átt að Ísrael um helgina en þeir voru flestir skotnir niður. Enginn lést og aðeins minniháttar tjón hlaust af árásunum sem voru svar stjórnvalda í Teheran við loftárás sem felldi íranskan herforingja og fimm liðsmenn byltingarvarðarins 1. apríl. Íranar kenna Ísraelum um árásina en en þeir hafa ekki gengist við henni. Bandamenn Ísraela hafa þrýst á ísraelska ráðamenn að bregðast við árásinni um helgina af yfirvegun. Svo virðist sem að Ísraelar hafi ekki verið tilbúnir að fara að þeim ráðum ef marka má orð Davids Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sem hitti ísraelska ráðamenn í dag. „Það er ljóst að Ísraelar taka ákvörðun um að grípa til aðgerða. Við vonum að þeir geri það á hátt sem stigmagnar ástandið sem minnst,“ sagði Cameron eftir fund sinn með Isaac Herzog, forseta Ísraels. Í svipaðan streng tók Annalena Baerbock, þýski utanríkisráðherrann, sem er einnig í Ísrael. Hún sagði Þýskaland standa fyllilega við bakið á Ísrael en hvatti til stillingar. „Allir verða núna að vera hyggnir og ábyrgir. Ég á ekki við að gefast upp. Ég er að tala um skynsamlega stillingu sem er í raun styrkleiki. Vegna þess að Ísrael hefur sýnt styrkleika með varnarsigri sínum um helgina,“ sagði hún. Ebrahim Raisi, forseti Írans, ávarpar hermenn í Teheran í dag. Hann hét hörðum aðgerðum ef Ísrael gerði jafnvel „smávægilegstu innrás“ til að hefna fyrir árás helgarinnar.AP/Vahid Salemi Taka sínar eigin ákvarðanir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hitti bæði Cameron og Baerbock í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann sagði þau hafa lagt fram ýmsar tillögur og ráðleggingar. „Ég kann að meta það en ég vil taka það skýrt fram: við tökum okkar eigin ákvarðanir og Ísraelsríki gerir hvað sem það þarf til þess að verja sig,“ sagði forsætisráðherrann. Hverjar þær aðgerðir sem Ísraelsmenn grípa til gætu tendrað þá púðurtunnu sem heimshlutinn er þessa stundina. Ebrahim Raisi, forseti Írans, jók spennuna enn frekar í dag þegar hann sagði að árásin um helgina hefði verið „takmörkuð“. Ef Íranar vildu gera stærri árás væri ekkert eftir af Ísrael. Varaði Raisi við því að ef Ísraelar gerðu jafnvel smávægilegustu árás á móti yrði henni mætt af mikilli hörku. Íran Ísrael Hernaður Bretland Þýskaland Tengdar fréttir Ísraelsher staðráðinn í að bregðast við árás Írana Herráð Ísraelsmanna hittist í gær til þess að ræða viðbrögð við drónaárás Írana sem gerð var um helgina. 16. apríl 2024 07:34 Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. 15. apríl 2024 07:00 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
'Íranar skutu flugskeytum og sendu dróna í átt að Ísrael um helgina en þeir voru flestir skotnir niður. Enginn lést og aðeins minniháttar tjón hlaust af árásunum sem voru svar stjórnvalda í Teheran við loftárás sem felldi íranskan herforingja og fimm liðsmenn byltingarvarðarins 1. apríl. Íranar kenna Ísraelum um árásina en en þeir hafa ekki gengist við henni. Bandamenn Ísraela hafa þrýst á ísraelska ráðamenn að bregðast við árásinni um helgina af yfirvegun. Svo virðist sem að Ísraelar hafi ekki verið tilbúnir að fara að þeim ráðum ef marka má orð Davids Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sem hitti ísraelska ráðamenn í dag. „Það er ljóst að Ísraelar taka ákvörðun um að grípa til aðgerða. Við vonum að þeir geri það á hátt sem stigmagnar ástandið sem minnst,“ sagði Cameron eftir fund sinn með Isaac Herzog, forseta Ísraels. Í svipaðan streng tók Annalena Baerbock, þýski utanríkisráðherrann, sem er einnig í Ísrael. Hún sagði Þýskaland standa fyllilega við bakið á Ísrael en hvatti til stillingar. „Allir verða núna að vera hyggnir og ábyrgir. Ég á ekki við að gefast upp. Ég er að tala um skynsamlega stillingu sem er í raun styrkleiki. Vegna þess að Ísrael hefur sýnt styrkleika með varnarsigri sínum um helgina,“ sagði hún. Ebrahim Raisi, forseti Írans, ávarpar hermenn í Teheran í dag. Hann hét hörðum aðgerðum ef Ísrael gerði jafnvel „smávægilegstu innrás“ til að hefna fyrir árás helgarinnar.AP/Vahid Salemi Taka sínar eigin ákvarðanir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hitti bæði Cameron og Baerbock í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann sagði þau hafa lagt fram ýmsar tillögur og ráðleggingar. „Ég kann að meta það en ég vil taka það skýrt fram: við tökum okkar eigin ákvarðanir og Ísraelsríki gerir hvað sem það þarf til þess að verja sig,“ sagði forsætisráðherrann. Hverjar þær aðgerðir sem Ísraelsmenn grípa til gætu tendrað þá púðurtunnu sem heimshlutinn er þessa stundina. Ebrahim Raisi, forseti Írans, jók spennuna enn frekar í dag þegar hann sagði að árásin um helgina hefði verið „takmörkuð“. Ef Íranar vildu gera stærri árás væri ekkert eftir af Ísrael. Varaði Raisi við því að ef Ísraelar gerðu jafnvel smávægilegustu árás á móti yrði henni mætt af mikilli hörku.
Íran Ísrael Hernaður Bretland Þýskaland Tengdar fréttir Ísraelsher staðráðinn í að bregðast við árás Írana Herráð Ísraelsmanna hittist í gær til þess að ræða viðbrögð við drónaárás Írana sem gerð var um helgina. 16. apríl 2024 07:34 Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. 15. apríl 2024 07:00 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Ísraelsher staðráðinn í að bregðast við árás Írana Herráð Ísraelsmanna hittist í gær til þess að ræða viðbrögð við drónaárás Írana sem gerð var um helgina. 16. apríl 2024 07:34
Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. 15. apríl 2024 07:00