„Allir sem eru búnir að sjá þetta aftur segja mér hvernig þetta hefði átt að vera“ Sverrir Mar Smárason skrifar 15. apríl 2024 22:10 Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var að vonum svekktur með 0-1 tap síns liðs gegn Víkingi í kvöld. Þjálfaranum, ásamt mörgum öðrum, fannst Fram eiga meira skilið úr leiknum. „Já ég er mjög svekktur með niðurstöðuna. Víkingarnir áttu eitt skot á markið og það fór í netið. Eina sem fór á rammann held ég alveg örugglega. Þeir eru vissulega meira með boltann og allt það en við sköpum meira en þeir,“ sagði Rúnar. Fram hafði góð tök á leiknum og stýrði honum að mörgu leyti með góðum og öguðum varnarleik. Víkingar áttu erfitt með að opna Framliðið í kvöld. Fram skoraði mark í fyrri hálfleik sem var dæmt af, það mark hefði átt að standa. „Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur. Allir sem eru búnir að sjá þetta aftur segja mér hvernig þetta hefði átt að vera. Eins og ég segi alltaf þá verðuru að vera viss í þinni sök ef þú ætlar að taka mark, dæma rangstöðu eða dæma eitthvað bara almennt hvar sem það er á vellinum. Hann var viss og dæmdi, hann virtist hafa séð hendi og við getum ekki breytt því,“ sagði Rúnar um markið. Fram vildi fá víti í stöðunni 0-1 á 79. mínútu þegar Guðmundur Magnússon fór niður í teignum eftir baráttu við Halldór Smára. Jóhann Ingi, dómari leiksins var ekki á því máli. „Gummi vildi fá víti, hann var þarna og þeir sem stóðu í kringum hann líka. Það er hægt að skoða þetta með vídjóum og sannreyna hvort við hefðum átt að fá víti eða ekki en það breytir því ekki að við fáum ekki víti núna. Leikurinn er búinn. Við erum svekktir og ég er ofboðslega stoltur af liðinu fyrir frammistöðuna. Við vitum að Víkingar eru með eitt besta lið í deildinni. Við náðum allavega að stoppa þá í þeirra sóknaraðgerðum og hræða þá aðeins. Það gefur okkur því miður ekkert í dag. Við hefðum getað nýtt færin okkar betur og getum kennt sjálfum okkur um. Við getum ekki skellt skuldinni á einn mann og við viljum ekki gera það,“ sagði Rúnar og átti þar við um dómara leiksins. Frammistaða liðsins hefur verið mjög góð í fyrstu tveimur leikjum mótsins en Rúnar vill meina að það þurfi ekki mikið til að hlutirnir snúist. „Þetta er svo fljótt að snúast í höndunum á fólki. Við þurfum bara að halda áfram að leggja okkur eins mikið fram og við gerðum í dag og þá getum við strítt öllum liðum. Við erum ekkert að horfa of langt fram í tímann. Við erum sáttir við fyrsta leikinn og sáttir við frammistöðuna í dag en það er bara næsti leikur sem telur. Ef þú tapar honum líka þá fer brosið af manni,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
„Já ég er mjög svekktur með niðurstöðuna. Víkingarnir áttu eitt skot á markið og það fór í netið. Eina sem fór á rammann held ég alveg örugglega. Þeir eru vissulega meira með boltann og allt það en við sköpum meira en þeir,“ sagði Rúnar. Fram hafði góð tök á leiknum og stýrði honum að mörgu leyti með góðum og öguðum varnarleik. Víkingar áttu erfitt með að opna Framliðið í kvöld. Fram skoraði mark í fyrri hálfleik sem var dæmt af, það mark hefði átt að standa. „Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur. Allir sem eru búnir að sjá þetta aftur segja mér hvernig þetta hefði átt að vera. Eins og ég segi alltaf þá verðuru að vera viss í þinni sök ef þú ætlar að taka mark, dæma rangstöðu eða dæma eitthvað bara almennt hvar sem það er á vellinum. Hann var viss og dæmdi, hann virtist hafa séð hendi og við getum ekki breytt því,“ sagði Rúnar um markið. Fram vildi fá víti í stöðunni 0-1 á 79. mínútu þegar Guðmundur Magnússon fór niður í teignum eftir baráttu við Halldór Smára. Jóhann Ingi, dómari leiksins var ekki á því máli. „Gummi vildi fá víti, hann var þarna og þeir sem stóðu í kringum hann líka. Það er hægt að skoða þetta með vídjóum og sannreyna hvort við hefðum átt að fá víti eða ekki en það breytir því ekki að við fáum ekki víti núna. Leikurinn er búinn. Við erum svekktir og ég er ofboðslega stoltur af liðinu fyrir frammistöðuna. Við vitum að Víkingar eru með eitt besta lið í deildinni. Við náðum allavega að stoppa þá í þeirra sóknaraðgerðum og hræða þá aðeins. Það gefur okkur því miður ekkert í dag. Við hefðum getað nýtt færin okkar betur og getum kennt sjálfum okkur um. Við getum ekki skellt skuldinni á einn mann og við viljum ekki gera það,“ sagði Rúnar og átti þar við um dómara leiksins. Frammistaða liðsins hefur verið mjög góð í fyrstu tveimur leikjum mótsins en Rúnar vill meina að það þurfi ekki mikið til að hlutirnir snúist. „Þetta er svo fljótt að snúast í höndunum á fólki. Við þurfum bara að halda áfram að leggja okkur eins mikið fram og við gerðum í dag og þá getum við strítt öllum liðum. Við erum ekkert að horfa of langt fram í tímann. Við erum sáttir við fyrsta leikinn og sáttir við frammistöðuna í dag en það er bara næsti leikur sem telur. Ef þú tapar honum líka þá fer brosið af manni,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45