Vill vera jafn iðinn við kolann og Olga Færseth Aron Guðmundsson skrifar 16. apríl 2024 08:01 Eyþór Aron Wöhler hefur skrifað undir þriggja ára samning við Bestu deildar lið KR Vísir/Baldur Eyþór Aron Wöhler skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við Bestu deildar lið KR. Hann er stoltur yfir því að fá tækifæri til þess að spila fyrir þetta sögufræga félag og vill leggja lóð sitt á vogaskálarnir til að rita nýjan og glæstan kafla í Vesturbænum. Hinn 22 ára gamli Eyþór Aron skiptir yfir til KR frá Breiðabliki en þeir svarthvítu úr Vesturbænum hefur átt fljúgandi start í Bestu deildinni og halað inn fullu húsi stiga úr fyrstu tveimur leikjum sínum. „Það er geggjaður andi hérna í Vesturbænum og mikill heiður fyrir að vera hérna í stórveldinu. Það er einhver meðbyr hérna í augnablikinu að byggjast upp og ég er ekkert nema stoltur að hafa skrifað undir samning hjá félaginu.“ Aðdragandinn að þessum félagsskiptum. Er hann langur? „Hann er frekar stuttur. KR hafði samband á þriðjudaginn síðastliðinn og svo var skrifað undir samninginn á sunnudaginn. Ég var ekki lengi að ákveða mig þegar að KR kom að borðinu. Hoppaði strax á þetta.“ Blikar hafa að undanförnu verið að bæta við sig mannskap. Til að mynda kom Ísak Snær Þorvaldsson á láni til félagsins frá Rosenborg. Þegar að Blikar fóru að þétta raðirnar fór Eyþór Aron að hugsa sér til hreyfings. „Ég fór að hugsa um hvort kominn væri sá tími að ég færi að líta í kringum mig. KR kom þá inn í myndina.“ Og eins og fyrr segir þurfti Eyþór Aron ekki að hugsa sig tvisvar um. Viðskilnaðurinn við Breiðablik á sér þó stað í góðu. „Ég kveð allt og alla þarna í Breiðabliki í góðu. Þjálfara og leikmenn. Það er yfir engu að kvarta yfir þar.“ En hvernig horfir tími þinn hjá félaginu við þér? „Lærdómsríkur tími. Ekki spurning. Erfiður einnig á köflum. Þarna upplifði ég mikla samkeppni en tek með mér góða vini og lærdómsríkan tíma. Breiðablik í heild sinni er frábært félag sem tók vel á móti mér og hugsaði vel um mig. Ég óska því bara velfarnaðar í framhaldinu.“ Og markmiðin eru skýr fyrir komandi tíma. Um að gera hjá Eyþóri Aroni að setja markið hátt. Olga Færseth, goðsögn í sögu KR og íslenskrar knattspyrnu, skoraði 380 mörk í 325 meistaraflokksleikjum hér á landi. „Maður sér söguna á öllum veggjum hér í Vesturbænum. Markmiðin eru háleit hjá félaginu. Að skrifa söguna á nýjan leik. Sækja báðu stóru titlana. Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum. Markmiðið er, meira og minna, að vera jafn iðinn við kolann og Olga Færseth var með KR á sínum tíma.“ Þá er hann spenntur fyrir því að reyna fyrir sér á grasvelli KR-inga, Meistaravöllum og stefnir allt í að fyrsti alvöru heimaleikur Eyþórs með KR verði akkúrat á móti hans gömlu félögum í Breiðabliki í fjórðu umferð Bestu deildarinnar. „Ég mæti dýrvitlaus inn í þann leik og megi allir góðir vættir vaka yfir Viktori og Damir í þeim leik. Nei ég segi svona. Það verður bara gaman að mæta Blikum. Ég mæti eins og Tasmaníudjöfullinn inn á.“ Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Sjá meira
Hinn 22 ára gamli Eyþór Aron skiptir yfir til KR frá Breiðabliki en þeir svarthvítu úr Vesturbænum hefur átt fljúgandi start í Bestu deildinni og halað inn fullu húsi stiga úr fyrstu tveimur leikjum sínum. „Það er geggjaður andi hérna í Vesturbænum og mikill heiður fyrir að vera hérna í stórveldinu. Það er einhver meðbyr hérna í augnablikinu að byggjast upp og ég er ekkert nema stoltur að hafa skrifað undir samning hjá félaginu.“ Aðdragandinn að þessum félagsskiptum. Er hann langur? „Hann er frekar stuttur. KR hafði samband á þriðjudaginn síðastliðinn og svo var skrifað undir samninginn á sunnudaginn. Ég var ekki lengi að ákveða mig þegar að KR kom að borðinu. Hoppaði strax á þetta.“ Blikar hafa að undanförnu verið að bæta við sig mannskap. Til að mynda kom Ísak Snær Þorvaldsson á láni til félagsins frá Rosenborg. Þegar að Blikar fóru að þétta raðirnar fór Eyþór Aron að hugsa sér til hreyfings. „Ég fór að hugsa um hvort kominn væri sá tími að ég færi að líta í kringum mig. KR kom þá inn í myndina.“ Og eins og fyrr segir þurfti Eyþór Aron ekki að hugsa sig tvisvar um. Viðskilnaðurinn við Breiðablik á sér þó stað í góðu. „Ég kveð allt og alla þarna í Breiðabliki í góðu. Þjálfara og leikmenn. Það er yfir engu að kvarta yfir þar.“ En hvernig horfir tími þinn hjá félaginu við þér? „Lærdómsríkur tími. Ekki spurning. Erfiður einnig á köflum. Þarna upplifði ég mikla samkeppni en tek með mér góða vini og lærdómsríkan tíma. Breiðablik í heild sinni er frábært félag sem tók vel á móti mér og hugsaði vel um mig. Ég óska því bara velfarnaðar í framhaldinu.“ Og markmiðin eru skýr fyrir komandi tíma. Um að gera hjá Eyþóri Aroni að setja markið hátt. Olga Færseth, goðsögn í sögu KR og íslenskrar knattspyrnu, skoraði 380 mörk í 325 meistaraflokksleikjum hér á landi. „Maður sér söguna á öllum veggjum hér í Vesturbænum. Markmiðin eru háleit hjá félaginu. Að skrifa söguna á nýjan leik. Sækja báðu stóru titlana. Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum. Markmiðið er, meira og minna, að vera jafn iðinn við kolann og Olga Færseth var með KR á sínum tíma.“ Þá er hann spenntur fyrir því að reyna fyrir sér á grasvelli KR-inga, Meistaravöllum og stefnir allt í að fyrsti alvöru heimaleikur Eyþórs með KR verði akkúrat á móti hans gömlu félögum í Breiðabliki í fjórðu umferð Bestu deildarinnar. „Ég mæti dýrvitlaus inn í þann leik og megi allir góðir vættir vaka yfir Viktori og Damir í þeim leik. Nei ég segi svona. Það verður bara gaman að mæta Blikum. Ég mæti eins og Tasmaníudjöfullinn inn á.“
Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Sjá meira