Erlent

Ís­land for­dæmir á­rásina

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Þórdís Kolbrún er nýtekin við utanríkisráðuneytinu að nýju.
Þórdís Kolbrún er nýtekin við utanríkisráðuneytinu að nýju. Vísir/Einar

Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 

Í færslunni segir Þórdís Kolbrún að aldrei hafi verið jafn mikilvægt að sýna stillingu til að koma í veg fyrir ástandið, sem nú þegar sé gríðarlega alvarlegt, stigmagnist. 

Í gærkvöldi bað utanríkisráðuneytið Íslendinga í ísrael að láta aðstandendur vita af sér og hafa samband við neyðarnúmer borgaraþjónustunnar ef þörf væri á aðstoð.  

„Virðið tilmæli yfirvalda og fylgist með staðbundnum fjölmiðlum. Utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála,“ segir í færslunni. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×