Fjölnota íþróttahús KR á leið í útboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2024 16:58 Svona gæti íþróttasvæði KR komið til með að líta út. Keppnisvellinum hefur verið snúið og stúkum komið fyrir á norður- og suðurenda vallarins. Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur að hefja útboðsferli vegna byggingar á nýju fjölnota íþróttahúsi KR við Frostaskjól, sem mun bæta æfingaaðstæðu mjög fyrir iðkendur á öllum aldri. Húsið verður alls um 6700 fermetrar og þar af er íþróttasalur um 4400 fermetrar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Í húsinu verður hægt að æfa knattspyrnu innandyra á gervigrasvelli og miðað við að hægt sé að keppa mótsleiki í átta manna bolta. Greining með þarfir allra deilda í huga Í hliðarbyggingu er gert ráð fyrir skrifstofurýmum, lyftingarsal, fundarsölum og öðrum rýmum sem þjónusta starfsemi hússins. Þá er gert ráð fyrir svölum inni í íþróttasal ásamt svölum utan á hliðarbyggingu sem snýr að aðalvelli KR. Þarfagreining var unnin út frá þörfum allra deilda félagsins. Um er að ræða alútboð sem byggt er á ígildi bygginganefndarteikninga. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2024-2027 er gert ráð fyrir 2,5 milljörðum króna til verkefnisins. Þar af eru 100 milljónir króna á árinu 2024, 500 milljónir króna á árinu 2025, 1000 milljónir króna á árinu 2026 og 900 milljónir króna á árinu 2027. Gert verður ráð fyrir þessu greiðsluplani í útboðsgögnum. Nýtt deiliskipulag í gildi Borgarráð samþykkti á fundi sínum 20. maí 2021 samkomulag við Knattspyrnufélag Reykjavíkur um uppbyggingu á lóð KR við Frostaskjól auk þátttöku Reykjavíkurborgar í byggingu nýs fjölnota íþróttahúss á svæðinu. Deiliskipulag fyrir svæði KR við Frostaskjól var samþykkt í borgarráði 30. júní 2022. Bygginganefnd vegna framkvæmda við fjölnota íþróttahús var skipuð af borgarstjóra í ágúst 2022. Samhliða þessu vinnur byggingarnefnd á vegum KR að heildaruppbyggingu svæðis. KR Skipulag Fótbolti Reykjavík Tengdar fréttir Uppbygging KR-svæðisins að fara í auglýsingu Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi KR-svæðisins verði auglýst. Borgarráð tekur tillöguna, sem gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu, í næstu viku. 26. janúar 2022 20:13 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Í húsinu verður hægt að æfa knattspyrnu innandyra á gervigrasvelli og miðað við að hægt sé að keppa mótsleiki í átta manna bolta. Greining með þarfir allra deilda í huga Í hliðarbyggingu er gert ráð fyrir skrifstofurýmum, lyftingarsal, fundarsölum og öðrum rýmum sem þjónusta starfsemi hússins. Þá er gert ráð fyrir svölum inni í íþróttasal ásamt svölum utan á hliðarbyggingu sem snýr að aðalvelli KR. Þarfagreining var unnin út frá þörfum allra deilda félagsins. Um er að ræða alútboð sem byggt er á ígildi bygginganefndarteikninga. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2024-2027 er gert ráð fyrir 2,5 milljörðum króna til verkefnisins. Þar af eru 100 milljónir króna á árinu 2024, 500 milljónir króna á árinu 2025, 1000 milljónir króna á árinu 2026 og 900 milljónir króna á árinu 2027. Gert verður ráð fyrir þessu greiðsluplani í útboðsgögnum. Nýtt deiliskipulag í gildi Borgarráð samþykkti á fundi sínum 20. maí 2021 samkomulag við Knattspyrnufélag Reykjavíkur um uppbyggingu á lóð KR við Frostaskjól auk þátttöku Reykjavíkurborgar í byggingu nýs fjölnota íþróttahúss á svæðinu. Deiliskipulag fyrir svæði KR við Frostaskjól var samþykkt í borgarráði 30. júní 2022. Bygginganefnd vegna framkvæmda við fjölnota íþróttahús var skipuð af borgarstjóra í ágúst 2022. Samhliða þessu vinnur byggingarnefnd á vegum KR að heildaruppbyggingu svæðis.
KR Skipulag Fótbolti Reykjavík Tengdar fréttir Uppbygging KR-svæðisins að fara í auglýsingu Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi KR-svæðisins verði auglýst. Borgarráð tekur tillöguna, sem gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu, í næstu viku. 26. janúar 2022 20:13 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Uppbygging KR-svæðisins að fara í auglýsingu Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi KR-svæðisins verði auglýst. Borgarráð tekur tillöguna, sem gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu, í næstu viku. 26. janúar 2022 20:13