Veður

Bætir í vind og úr­komu í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu null til sjö stig og mildast sunnanlands.
Hiti verður á bilinu null til sjö stig og mildast sunnanlands. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri austlægri átt víðast hvar á landinu í dag. Það mun þó blása svolítið með suðurströndinni og má gera ráð fyrir strekkingi þar.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði dálítil él eða skúrir á víð og dreif á landinu, en ætti að rofa til norðanlands og sjást vel til sólar.

Hiti verður á bilinu null til sjö stig og mildast sunnanlands.

Í nótt nálgast lægð úr suðri og úrkomusvæði hennar færist yfir landið, því bætir í vind og úrkomu.

Á morgun er spáð austan 8-15 og víða slydda eða snjókoma, en rigning á sunnanverðu landinu. Hlýnar lítillega. Vindur á að verða norðlægari um kvöldið og styttir þá upp að mestu sunnantil á landinu.

Á föstudag er síðan spáð norðanátt með ofankomu, einkum fyrir norðan og kólnar aftur í veðri. Ef rýnt er í kortin lengra fram í tímann, þá er spáð kuldatíð fram í næstu viku.

Spákort fyrir klukkan 14. Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Austan 8-15 m/s og slydda eða snjókoma, en rigning á sunnanverðu landinu. Hiti frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, upp í 8 stiga hita syðst. Norðlægari um kvöldið og styttir upp sunnantil.

Á föstudag: Norðan 8-15. Snjókoma á norðanverðu landinu, slydda á Suðausturlandi, en þurrt að kalla suðvestantil. Vægt frost fyrir norðan, en allt að 5 stiga hiti sunnanlands yfir daginn.

Á laugardag: Hæg breytileg átt. Bjart með köflum og yfirleitt þurrt, en líkur á snjókomu suðaustanlands. Frost 0 til 10 stig.

Á sunnudag: Norðlæg átt og dálítil él, en bjartviðri sunnan heiða. Kalt í veðri.

Á mánudag og þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku él. Áfram frost um allt land.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×