„Bara gott að slá menn aðeins niður á jörðina“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. apríl 2024 16:10 Davíð Smári er þjálfari Vestra Vestri „Óhress, ekki frammistaðan sem við ætluðum okkur að skila hér í dag og það er vont“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir 2-0 tap gegn Fram í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Fyrri hálfleikurinn var undir stjórn heimamanna og Vestri var í vandræðum. Það bætti aðeins úr skák í seinni hálfleiknum en liðið skapaði sér fá marktækifæri. „Holningin var alls ekki nóg góð í fyrri hálfleik sérstaklega, skánaði öllu í seinni hálfleik. Töluvert sterkari í seinni en heilt yfir ekki nægilega góður leikur af okkar hálfu og við bara bíðum eftir næstu helgi til að skila betri frammistöðu.“ Tveir leikmenn Vestra fengu gult spjald með stuttu millibili fyrir pirringsbrot. Ibrahima Balde var svo spjaldaður fyrir kvart og kjaftbrúk. „Ég ætla að tjá mig sem minnst um dómarana en þætti gaman að sjá þessi stóru atvik í leiknum, það skiptir meira máli. En mótið er nýbyrjað og menn eru að koma sér af stað, ég held að það eigi við dómarana eins og um okkur“ Þrátt fyrir tap er ýmislegt jákvætt sem þjálfarinn tekur úr leiknum. „Sviðsskrekkurinn er vonandi farinn úr mönnum og við getum tengt þessi góðu augnablik sem við áttum í seinni hálfleik inn í næsta leik, það verðum við að taka út úr þessum leik, þetta er byrjað og jú, bara gott að slá menn aðeins niður á jörðina. Þetta er erfitt og þegar við gerum mistök, eins og í seinna markinu, séns til að hreinsa boltann en gerum það ekki. Það eru þessir litlu hlutir sem við verðum að bæta. En við erum alveg undirbúnir fyrir að takast á við það sem bíður okkar í sumar.“ Morten Ohlsen Hansen fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og markvörðurinn William Eskelinen kveinkaði öxl sinni aðeins en hélt svo leik áfram. „Það er auðvitað ekki gott en við erum með leikmenn sem eru klárir í manns stað. Morten sneri aðeins upp á ökklann, held að það sé ekkert alvarlegt. Veit ekki stöðuna á William en ég held að hann sé fínn“ sagði Davíð að lokum. Besta deild karla Vestri Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Fyrri hálfleikurinn var undir stjórn heimamanna og Vestri var í vandræðum. Það bætti aðeins úr skák í seinni hálfleiknum en liðið skapaði sér fá marktækifæri. „Holningin var alls ekki nóg góð í fyrri hálfleik sérstaklega, skánaði öllu í seinni hálfleik. Töluvert sterkari í seinni en heilt yfir ekki nægilega góður leikur af okkar hálfu og við bara bíðum eftir næstu helgi til að skila betri frammistöðu.“ Tveir leikmenn Vestra fengu gult spjald með stuttu millibili fyrir pirringsbrot. Ibrahima Balde var svo spjaldaður fyrir kvart og kjaftbrúk. „Ég ætla að tjá mig sem minnst um dómarana en þætti gaman að sjá þessi stóru atvik í leiknum, það skiptir meira máli. En mótið er nýbyrjað og menn eru að koma sér af stað, ég held að það eigi við dómarana eins og um okkur“ Þrátt fyrir tap er ýmislegt jákvætt sem þjálfarinn tekur úr leiknum. „Sviðsskrekkurinn er vonandi farinn úr mönnum og við getum tengt þessi góðu augnablik sem við áttum í seinni hálfleik inn í næsta leik, það verðum við að taka út úr þessum leik, þetta er byrjað og jú, bara gott að slá menn aðeins niður á jörðina. Þetta er erfitt og þegar við gerum mistök, eins og í seinna markinu, séns til að hreinsa boltann en gerum það ekki. Það eru þessir litlu hlutir sem við verðum að bæta. En við erum alveg undirbúnir fyrir að takast á við það sem bíður okkar í sumar.“ Morten Ohlsen Hansen fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og markvörðurinn William Eskelinen kveinkaði öxl sinni aðeins en hélt svo leik áfram. „Það er auðvitað ekki gott en við erum með leikmenn sem eru klárir í manns stað. Morten sneri aðeins upp á ökklann, held að það sé ekkert alvarlegt. Veit ekki stöðuna á William en ég held að hann sé fínn“ sagði Davíð að lokum.
Besta deild karla Vestri Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira