Veður

Á­fram bál­hvasst víða en dregur úr í kvöld

Árni Sæberg skrifar
Hvassast verður suðaustanundir Vatnajökli, þar sem gert er ráð fyrir stormi.
Hvassast verður suðaustanundir Vatnajökli, þar sem gert er ráð fyrir stormi. Vísir/Vilhelm

Djúp lægð suðaustur af landinu gerir það að verkum að hvasst verður víða í dag. Hvassast suðaustantil, þar sem gul veðurviðvörun gildir líkt og á öllu austanverðu landinu.

Á vef Veðurstofunnar segir að norðaustan 15 til 25 metrum sé spáð í dag, hvassast suðaustantil. Snjókoma og hríðaveður verði á norðan- og austanverðu landinu, en annars yfirleitt bjart.

Gul veðurviðvörun sé í gildi fyrir allt austanvert landið. Yfirleitt bjart sunnan- og vestanlands.

Í kvöld og nótt dragi heldur úr vindi, norðaustan 10 til 18 metrar á sekúndu og snjókoma með köflum, en áfram bjart sunnantil.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×