Sölubásar Kristjáníu fjarlægðir og Pusher-stræti lokað Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. apríl 2024 09:45 Sölubásarnir voru fjarlægðir í morgun. EPA/Mads Claus Rasmussen Hinu alræmda Pusher-stræti í Kristjáníu í Kaupmannahöfn verður lokað og vonast er til þess að kannabissalan sem hefur einkennt hana í áratugi muni heyra sögunni til. Í morgun voru sölubásarnir sem notaðir eru til að selja fíkniefni fjarlægðir af götunni og klukkan níu í morgun hófst vinna við að bókstaflega grafa götuna upp. Malbikið verður fjarlægt af götunni af hópi íbúa í Kristjáníu í samstarfi við ríkið, borgina og lögreglu. Ástæðan fyrir því að malbikið sé grafið upp er sú að vonast er eftir því að útlitsbreytingin muni leiða til sálfræðilegar breytingar. „Ef maður breytir einhverju útlitslega þá er mjög líklegt að það breyti einhverju sálfræðilega,“ hefur danska ríkisútvarpið eftir Huldu Mader talsmanni íbúahópsins sem stendur fyrir aðgerðunum. Öllum er velkomið að taka þátt í framkvæmdunum og er fólki einnig velkomið að taka með sér götustein heim sem minjagrip. Hulda segir allri Danmörku vera boðið. Pusher-stræti hefur verið horn í síðu lögreglunnar í Kaupmannahöfn í áratugi vegna starfsemi glæpagengja þar en ákveðið var að ganga í framkvæmdir nú vegna nokkurra morða sem framin hafa verið þar síðustu ár. Í ágúst í fyrra var þrítugur maður myrtur á Pusher-stræti og fjórir gestir urðu fyrir skoti. Eftir það hófst margra mánaða samstarf íbúa, lögreglunnar, borgarinnar og dómsmálaráðuneytisins með það að leiðarljósi að loka götunni endanlega. Til að binda enda á fíkniefnasöluna og ofbeldið sem fylgir er ætlunin að gera götuna alveg upp. Hvernig endanlegt útlit hennar verður liggur ekki fyrir en ætlun íbúa er að gatan verði verslunar- og menningargata. Kaupmannahafnarborg og danska ríkið hefur lagt til tæpar þrjátíu milljónir danskra króna í verkefnið sem nemur sexhundruð milljónum íslenskra. „Ég vona að hún geti orðið fallegt aðalstræti, ný lífæð Kristjáníu. Huggulegur staður til að verja tíma á án harðra glæpamanna. Ég hlakka til þess,“ segir Hulda. Danmörk Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Í morgun voru sölubásarnir sem notaðir eru til að selja fíkniefni fjarlægðir af götunni og klukkan níu í morgun hófst vinna við að bókstaflega grafa götuna upp. Malbikið verður fjarlægt af götunni af hópi íbúa í Kristjáníu í samstarfi við ríkið, borgina og lögreglu. Ástæðan fyrir því að malbikið sé grafið upp er sú að vonast er eftir því að útlitsbreytingin muni leiða til sálfræðilegar breytingar. „Ef maður breytir einhverju útlitslega þá er mjög líklegt að það breyti einhverju sálfræðilega,“ hefur danska ríkisútvarpið eftir Huldu Mader talsmanni íbúahópsins sem stendur fyrir aðgerðunum. Öllum er velkomið að taka þátt í framkvæmdunum og er fólki einnig velkomið að taka með sér götustein heim sem minjagrip. Hulda segir allri Danmörku vera boðið. Pusher-stræti hefur verið horn í síðu lögreglunnar í Kaupmannahöfn í áratugi vegna starfsemi glæpagengja þar en ákveðið var að ganga í framkvæmdir nú vegna nokkurra morða sem framin hafa verið þar síðustu ár. Í ágúst í fyrra var þrítugur maður myrtur á Pusher-stræti og fjórir gestir urðu fyrir skoti. Eftir það hófst margra mánaða samstarf íbúa, lögreglunnar, borgarinnar og dómsmálaráðuneytisins með það að leiðarljósi að loka götunni endanlega. Til að binda enda á fíkniefnasöluna og ofbeldið sem fylgir er ætlunin að gera götuna alveg upp. Hvernig endanlegt útlit hennar verður liggur ekki fyrir en ætlun íbúa er að gatan verði verslunar- og menningargata. Kaupmannahafnarborg og danska ríkið hefur lagt til tæpar þrjátíu milljónir danskra króna í verkefnið sem nemur sexhundruð milljónum íslenskra. „Ég vona að hún geti orðið fallegt aðalstræti, ný lífæð Kristjáníu. Huggulegur staður til að verja tíma á án harðra glæpamanna. Ég hlakka til þess,“ segir Hulda.
Danmörk Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira