Veður

Gular við­varanir um allt austan­vert landið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt austanvert landið.
Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt austanvert landið. Veðurstofa Íslands

Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt austanvert landið um helgina. Fyrr í dag var búið að gefa út gula viðvörun fyrir suðausturland en hafa nú nokkrir landshlutar bæst við.

Viðvaranirnar eru gefnar út vegna norðaustan hríðar. Búast má við vindi á bilinu 10-18 m/s á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi með skafrenningi eða éljagangi, sem breytist í samfellda snjókomu á sunnudag. Hvassast verður til fjalla þar sem reikna má með vindhviðum að 30 m/s.

Á Austfjörðum er varað við norðan eða norðaustan 13-20 m/s og skafrenningi eða éljum sem fara yfir í samfellda snjókomu á sunnudag. Hvassast á Suðurfjörðunum þar sem reikna má með vindhviðum að 35 m/s. 

Á suðausturlandi er varað við 15-23 m/s með vindhviðum að 35 m/s, hvassast í Öræfum. Á Miðhálendinu má búast við 18-25 m/s og snjókomu eða skafrenningi og litlu skyggni. 

Hvergi á austanverðu landinu er ferðaveður á meðan viðvaranirnar gilda. Þær taka gildi klukkan tólf á hádegi á morgun og vara fram til miðnættis á sunnudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×