Segja Kínverja munu nota gervigreind til að beita sér í kosningum í öðrum ríkjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2024 08:22 Microsoft segir Kínverja munu freista þess að hafa afskipti af ýmsum kosningum á þessu ári. Getty/Anadolu/Selcuk Acar Stjórnvöld í Kína munu freista þess að hafa afskipti af kosningum í Bandaríkjunum, Suður-Kóreu og Indlandi á þessu ári, með aðstoð gervigreindar. Þetta segir í nýrri skýrslu netöryggisteymis Microsoft. Þar kemur fram að tilraunir í þessa átt hafi þegar verið gerðar, þegar gengið var til forsetakosninga í Taívan í janúar síðastliðnum, og að stjórnvöld í Norður-Kóreu muni einnig koma að málum. Microsoft segir Kína munu „hið minnsta“ framleiða og dreifa gervigreindarunnu efni sem muni styrkja hagmuni þeirra í umræddum kosningum. Fyrirtækið segir aðgerðirnar munu hafa aðeins lítilsháttar áhrif. Enn sem komið er hafi efni sem búið er til með gervigreind eða átt er við með gervigreind lítil áhrif á kjósendur en það gæti hins vegar breyst eftir því sem tækninni fleygir fram og Kínverjar verða betri í því að breyta myndskeiðum og hljóðupptökum. Samkvæmt umfjöllun Guardian beitti hópur, sem kallar sig ýmist Storm 1376, Spamouflage eða Dragonbridge og nýtur stuðnings stjórnvalda í Kína, sér í forsetakosningunum í Taívan. Birti hann meðal annars falsaða hljóðupptöku af frambjóðandanum Terry Gou á YouTube. Þá birti hópurinn einnig fjölda „míma“ þar sem hann gerði því skóna að William Lai, sem sigraði á endanum, hefði dregið sér fé úr sjóðum ríkisins og myndskeiðum þar sem gervigreindarskapaðir fréttaþulir lásu miður fallegar fréttir um einkalíf Lai. Microsoft segir fréttaþulina hafa verið búna til með CapCut-tólinu, sem var þróað af kínverska fyrirtækinu ByteDance. ByteDance er eigandi TikTok. Kína Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Gervigreind Tölvuárásir Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira
Þar kemur fram að tilraunir í þessa átt hafi þegar verið gerðar, þegar gengið var til forsetakosninga í Taívan í janúar síðastliðnum, og að stjórnvöld í Norður-Kóreu muni einnig koma að málum. Microsoft segir Kína munu „hið minnsta“ framleiða og dreifa gervigreindarunnu efni sem muni styrkja hagmuni þeirra í umræddum kosningum. Fyrirtækið segir aðgerðirnar munu hafa aðeins lítilsháttar áhrif. Enn sem komið er hafi efni sem búið er til með gervigreind eða átt er við með gervigreind lítil áhrif á kjósendur en það gæti hins vegar breyst eftir því sem tækninni fleygir fram og Kínverjar verða betri í því að breyta myndskeiðum og hljóðupptökum. Samkvæmt umfjöllun Guardian beitti hópur, sem kallar sig ýmist Storm 1376, Spamouflage eða Dragonbridge og nýtur stuðnings stjórnvalda í Kína, sér í forsetakosningunum í Taívan. Birti hann meðal annars falsaða hljóðupptöku af frambjóðandanum Terry Gou á YouTube. Þá birti hópurinn einnig fjölda „míma“ þar sem hann gerði því skóna að William Lai, sem sigraði á endanum, hefði dregið sér fé úr sjóðum ríkisins og myndskeiðum þar sem gervigreindarskapaðir fréttaþulir lásu miður fallegar fréttir um einkalíf Lai. Microsoft segir fréttaþulina hafa verið búna til með CapCut-tólinu, sem var þróað af kínverska fyrirtækinu ByteDance. ByteDance er eigandi TikTok.
Kína Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Gervigreind Tölvuárásir Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira