Lögmaður Maríu Lilju segir engan fót fyrir ásökunum „lögmanns úti í bæ“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. apríl 2024 12:17 Einar S. Hálfdánarson Hæstaréttarlögmaður hefur kært þær Semu Erlu Serdar og Maríu Lilju Þrastardóttur til lögreglu vegna söfnunar Solaris. Lögmaður Maríu Lilju Þrastardóttur, annarrar forystukonu söfnunar fyrir brottflutning Palestínumanna af Gasa, segir ekkert til í þeim ásökunum sem bornar eru á hendur henni í kæru vegna söfnunarinnar. Kærandi er hæstaréttarlögmaður og faðir þingkonu Sjálfstæðisflokksins. Hjálparsamtökin Solaris efndu í byrjun febrúar til fjársöfnunar til að koma Palestínumönnum út af Gasa. Yfirlýst markmið í byrjun var fimmtíu milljónir króna og í byrjun mars var tilkynnt að markmiðinu hefði verið náð. Sema Erla Serdar og María Lilja Þrastardóttir Kemp forystukonur söfnunarinnar hafa nú verið kærðar til lögreglu vegna söfnunarinnar. Fréttastofa hefur kæruna undir höndum. Þar eru María og Sema sakaðar um að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. „Það er enginn fótur fyrir þessu“ Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður Maríu Lilju segir hana fyrst hafa frétt af kærunni í fjölmiðlum í morgun. Ekki hafi verið haft samband við hana formlega vegna málsins. Hann vísar þeim ásökunum sem fram koma í kærunni alfarið á bug. „Það er enginn fótur fyrir þessu. Eina hegningarlagabrotið sem hægt er að segja að eigi við í tengslum við þessa kæru, eins og þetta blasir við, er bara 148. grein hegningarlaga sem fjallar um það að það er refsivert að setja fram rangar kærur og fá saklaust fólk dæmt á grundvelli rangrar kæru. Það er það eina sem blasir við,“ segir Gunnar. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður.Vísir/Vilhelm Er alveg hægt að fullyrða að þessi söfnun, eða meðferð á fjármunum þarna úti, hafi farið fram með algjörlega löglegum hætti? „Minn umbjóðandi fullyrðir að svo sé, að það sé ekkert athugavert við þetta. Enda er svosem ekkert sem fylgir þessari kæru, engin gögn, engar upplýsingar eða neitt. Þetta virðist vera einhver lögmaður úti í bæ sem kemur þessu máli ekkert við sem hefur ekki orðið svefnsamt út af þessari söfnun og ákveðið að bregðast við með því að leggja fram kæru til lögreglu.“ Hefur beint spjótum sínum að Semu Kærandi er Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður og faðir Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Einar hefur verið iðinn við greinaskrif um málefni Palestínu og Ísraels, er stuðningsmaður Ísraelsmanna, og beindi meðal annars spjótum sínum að Semu í grein sem birtist í Morgunblaðinu í febrúar undir yfirskriftinni „Getur Ísland tekið við sjúklingum frá Gasa?“. Einar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir við fréttastofu að kæran hafi borist embættinu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í byrjun mars. Embættið hafi skoðað málið en talið réttast að lögregla hefði rannsókn á því. Kæran hafi því verið endursend til lögreglu, þar sem málið er nú statt. Gunnar Ingi segir sinn umbjóðanda munu gefa skýrslu hjá lögreglu sé óskað eftir því. Svo reiknar hann með að málið verði fellt niður. „Svo hljóti minn umbjóðandi að skoða sína réttarstöðu gagnvart því að það sé verið að færa fram rangar sakargiftir á hendur henni, mjög alvarlegar.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Sema og María Lilja kærðar vegna fjársöfnunar fyrir Palestínumenn Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur framsent kæru til héraðssaksóknara gegn Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Ingveldardóttur-Þrastardóttur Kemp, vegna söfnunar Solaris til styrktar brottflutningi Palestínumanna af Gasa. 4. apríl 2024 06:23 Nokkrir tugir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi enn fastir á Gasa Stofnandi Solaris hjálparsamtakanna gerir athugasemd við íslensk stjórnvöld hafi bara sótt sjötíu og tvo Gasabúa út af svæðinu en ekki alla sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameingar. Nokkrir tugir Palestínumanna sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn fastir á Gasa. Sjálfboðaliðar hyggjast bjarga þeim ef stjórnvöld gera það ekki. 6. mars 2024 13:04 Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Sjá meira
Hjálparsamtökin Solaris efndu í byrjun febrúar til fjársöfnunar til að koma Palestínumönnum út af Gasa. Yfirlýst markmið í byrjun var fimmtíu milljónir króna og í byrjun mars var tilkynnt að markmiðinu hefði verið náð. Sema Erla Serdar og María Lilja Þrastardóttir Kemp forystukonur söfnunarinnar hafa nú verið kærðar til lögreglu vegna söfnunarinnar. Fréttastofa hefur kæruna undir höndum. Þar eru María og Sema sakaðar um að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. „Það er enginn fótur fyrir þessu“ Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður Maríu Lilju segir hana fyrst hafa frétt af kærunni í fjölmiðlum í morgun. Ekki hafi verið haft samband við hana formlega vegna málsins. Hann vísar þeim ásökunum sem fram koma í kærunni alfarið á bug. „Það er enginn fótur fyrir þessu. Eina hegningarlagabrotið sem hægt er að segja að eigi við í tengslum við þessa kæru, eins og þetta blasir við, er bara 148. grein hegningarlaga sem fjallar um það að það er refsivert að setja fram rangar kærur og fá saklaust fólk dæmt á grundvelli rangrar kæru. Það er það eina sem blasir við,“ segir Gunnar. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður.Vísir/Vilhelm Er alveg hægt að fullyrða að þessi söfnun, eða meðferð á fjármunum þarna úti, hafi farið fram með algjörlega löglegum hætti? „Minn umbjóðandi fullyrðir að svo sé, að það sé ekkert athugavert við þetta. Enda er svosem ekkert sem fylgir þessari kæru, engin gögn, engar upplýsingar eða neitt. Þetta virðist vera einhver lögmaður úti í bæ sem kemur þessu máli ekkert við sem hefur ekki orðið svefnsamt út af þessari söfnun og ákveðið að bregðast við með því að leggja fram kæru til lögreglu.“ Hefur beint spjótum sínum að Semu Kærandi er Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður og faðir Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Einar hefur verið iðinn við greinaskrif um málefni Palestínu og Ísraels, er stuðningsmaður Ísraelsmanna, og beindi meðal annars spjótum sínum að Semu í grein sem birtist í Morgunblaðinu í febrúar undir yfirskriftinni „Getur Ísland tekið við sjúklingum frá Gasa?“. Einar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir við fréttastofu að kæran hafi borist embættinu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í byrjun mars. Embættið hafi skoðað málið en talið réttast að lögregla hefði rannsókn á því. Kæran hafi því verið endursend til lögreglu, þar sem málið er nú statt. Gunnar Ingi segir sinn umbjóðanda munu gefa skýrslu hjá lögreglu sé óskað eftir því. Svo reiknar hann með að málið verði fellt niður. „Svo hljóti minn umbjóðandi að skoða sína réttarstöðu gagnvart því að það sé verið að færa fram rangar sakargiftir á hendur henni, mjög alvarlegar.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Sema og María Lilja kærðar vegna fjársöfnunar fyrir Palestínumenn Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur framsent kæru til héraðssaksóknara gegn Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Ingveldardóttur-Þrastardóttur Kemp, vegna söfnunar Solaris til styrktar brottflutningi Palestínumanna af Gasa. 4. apríl 2024 06:23 Nokkrir tugir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi enn fastir á Gasa Stofnandi Solaris hjálparsamtakanna gerir athugasemd við íslensk stjórnvöld hafi bara sótt sjötíu og tvo Gasabúa út af svæðinu en ekki alla sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameingar. Nokkrir tugir Palestínumanna sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn fastir á Gasa. Sjálfboðaliðar hyggjast bjarga þeim ef stjórnvöld gera það ekki. 6. mars 2024 13:04 Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Sjá meira
Sema og María Lilja kærðar vegna fjársöfnunar fyrir Palestínumenn Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur framsent kæru til héraðssaksóknara gegn Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Ingveldardóttur-Þrastardóttur Kemp, vegna söfnunar Solaris til styrktar brottflutningi Palestínumanna af Gasa. 4. apríl 2024 06:23
Nokkrir tugir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi enn fastir á Gasa Stofnandi Solaris hjálparsamtakanna gerir athugasemd við íslensk stjórnvöld hafi bara sótt sjötíu og tvo Gasabúa út af svæðinu en ekki alla sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameingar. Nokkrir tugir Palestínumanna sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn fastir á Gasa. Sjálfboðaliðar hyggjast bjarga þeim ef stjórnvöld gera það ekki. 6. mars 2024 13:04
Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57