Nokkrir tugir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi enn fastir á Gasa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. mars 2024 13:04 Sema Erla Serdaroglu segir að sjálfboðaliðarnir muni gera sitt allra besta til að koma öllum dvalarleyfishöfum í öruggt skjól. Stofnandi Solaris hjálparsamtakanna gerir athugasemd við íslensk stjórnvöld hafi bara sótt sjötíu og tvo Gasabúa út af svæðinu en ekki alla sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameingar. Nokkrir tugir Palestínumanna sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn fastir á Gasa. Sjálfboðaliðar hyggjast bjarga þeim ef stjórnvöld gera það ekki. Snemma í gærmorgun bárust fréttir af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að sækja sjötíu og tvo Gasabúa sem hafa dvalarleyfi á Íslandi. Ísraelsk stjórnvöld samþykktu ekki lista íslenskra stjórnvalda í heild seinni og hömluðu för þrettán Gasabúa, sem voru á listanum, yfir landamærin. Rúmlega fimmtíu börn eru í stóra hópnum sem væntanlegur er til Íslands á næstu dögum. Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt og sjálfboðaliði, fagnar því að stjórnvöldum hafi tekist að sækja sjötíu og tvo á Gasa en gerir athugasemdir við að ekki allir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi hafi verið sóttir því frá því listi stjórnvalda var lagður fram í febrúar hefur dvalarleyfishöfum fjölgað að minnsta kosti um þrjátíu. Sjö sjálfboðaliðar eru staddir þessa stundina í Kaíró og ætla að gera sitt besta til að koma fleirum í skjól. „Vonandi gera stjórnvöld það en ef ekki þá gerum við það,“ segir Sema. Útlendingaandúð grasserar Sema hefur áhyggjur af því andrúmslofti sem ríkir í samfélaginu en hvöss orðræða um fólk af erlendum uppruna hefur aukist síðastliðnar vikur. Sema bindur vonir við fólkið sem kemur nú frá stríðshrjáðu Gasasvæðinu verði ekki skotspónn í umræðunni. „Þetta er okkur sem samfélagi til háborinnar skammar að við skulum leyfa okkur að tala svona um hvort annað og annað fólk. Þetta er auðvitað líka afar alvarlegt þegar valdhafar taka þátt í því að afmennska fólk og ýta því á jaðarinn vegna orðræðu sinnar og valdefla þar af leiðandi almenna borgara sem hafa þessar sömu hugmyndir. Ég vona að það muni ekki hafa bein áhrif á þessa einstaklinga eða aðra í samfélaginu en það verður að sporna gegn uppgangi þessara öfgaafla í íslenskri pólitík og íslensku samfélagi.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Táraðist þegar hann heyrði fréttirnar frá Kaíró Félagsmálaráðherra táraðist þegar hann frétti af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að bjarga sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum út af Gasasvæðinu. Hópurinn er væntanlegur til landsins á næstu dögum og það er að mörgu að hyggja. 5. mars 2024 19:30 Náðu 72 yfir landamærin en 13 á upphaflegum lista stjórnvalda enn fastir á Gasa Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru. 5. mars 2024 12:28 Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Snemma í gærmorgun bárust fréttir af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að sækja sjötíu og tvo Gasabúa sem hafa dvalarleyfi á Íslandi. Ísraelsk stjórnvöld samþykktu ekki lista íslenskra stjórnvalda í heild seinni og hömluðu för þrettán Gasabúa, sem voru á listanum, yfir landamærin. Rúmlega fimmtíu börn eru í stóra hópnum sem væntanlegur er til Íslands á næstu dögum. Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt og sjálfboðaliði, fagnar því að stjórnvöldum hafi tekist að sækja sjötíu og tvo á Gasa en gerir athugasemdir við að ekki allir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi hafi verið sóttir því frá því listi stjórnvalda var lagður fram í febrúar hefur dvalarleyfishöfum fjölgað að minnsta kosti um þrjátíu. Sjö sjálfboðaliðar eru staddir þessa stundina í Kaíró og ætla að gera sitt besta til að koma fleirum í skjól. „Vonandi gera stjórnvöld það en ef ekki þá gerum við það,“ segir Sema. Útlendingaandúð grasserar Sema hefur áhyggjur af því andrúmslofti sem ríkir í samfélaginu en hvöss orðræða um fólk af erlendum uppruna hefur aukist síðastliðnar vikur. Sema bindur vonir við fólkið sem kemur nú frá stríðshrjáðu Gasasvæðinu verði ekki skotspónn í umræðunni. „Þetta er okkur sem samfélagi til háborinnar skammar að við skulum leyfa okkur að tala svona um hvort annað og annað fólk. Þetta er auðvitað líka afar alvarlegt þegar valdhafar taka þátt í því að afmennska fólk og ýta því á jaðarinn vegna orðræðu sinnar og valdefla þar af leiðandi almenna borgara sem hafa þessar sömu hugmyndir. Ég vona að það muni ekki hafa bein áhrif á þessa einstaklinga eða aðra í samfélaginu en það verður að sporna gegn uppgangi þessara öfgaafla í íslenskri pólitík og íslensku samfélagi.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Táraðist þegar hann heyrði fréttirnar frá Kaíró Félagsmálaráðherra táraðist þegar hann frétti af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að bjarga sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum út af Gasasvæðinu. Hópurinn er væntanlegur til landsins á næstu dögum og það er að mörgu að hyggja. 5. mars 2024 19:30 Náðu 72 yfir landamærin en 13 á upphaflegum lista stjórnvalda enn fastir á Gasa Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru. 5. mars 2024 12:28 Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Táraðist þegar hann heyrði fréttirnar frá Kaíró Félagsmálaráðherra táraðist þegar hann frétti af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að bjarga sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum út af Gasasvæðinu. Hópurinn er væntanlegur til landsins á næstu dögum og það er að mörgu að hyggja. 5. mars 2024 19:30
Náðu 72 yfir landamærin en 13 á upphaflegum lista stjórnvalda enn fastir á Gasa Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru. 5. mars 2024 12:28
Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39