Eitt toppaði titilinn með KR: „Voru svo stórar stjörnur“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 10:01 Kennie Chopart fór yfir málin með Baldri Sigurðssyni í nýjasta þættinum af Lengsta undirbúningstímabili í heimi. Stöð 2 Sport Hvað er eftirminnilegra fyrir fótboltamann en að verða Íslandsmeistari með KR? Það er „svakalega stórt“ en Daninn Kennie Chopart segir eitt þó toppa það. Kennie ræddi við Baldur Sigurðsson í nýjasta og jafnframt síðasta þætti annarrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi, á Stöð 2 Sport. Þessi 33 ára bakvörður spilaði í fyrsta sinn á Íslandi sumarið 2012 og mun í sumar spila með fjórða liði sínu á Íslandi, Fram, eftir að hafa fylgt þjálfaranum Rúnari Kristinssyni úr Vesturbænum í Úlfarsárdalinn í vetur. Kennie hefur því upplifað ýmislegt á Íslandi, með Stjörnunni, Fram og KR, og stærsta stundin var þegar hann varð Íslandsmeistari með KR árið 2019. Það toppar þó ekki fyrstu skrefin á meistaraflokksferlinum, sem hann tók heima í Danmörku með Esbjerg. „Ég held að ég verði að segja fyrsti leikurinn með Esbjerg. Nítján ára að fá að spila með öllum stóru stjörnunum sem maður horfði á spila á stóra leikvanginum. En að vinna Íslandsmeistaratitilinn er líka svakalega stórt,“ segir Kennie. Klippa: LUÍH - Kennie sagði frá leiktíðinni sem hann man mest eftir Á fyrsta tímabili sínu í meistaraflokki, með Esbjerg 2009-10, var hann samherji leikmanna sem voru til að mynda viðloðandi danska landsliðið, og íslenska landsliðsmannsins Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Á meðal þeirra sem Kennie spilaði einnig með, og eru líklega þekktastir úr hópnum í dag, voru framherjinn Martin Braithwaite sem síðar lék með Barcelona, og finnski landsliðsmarkvörðurinn Lukas Hradecky sem ver mark toppliðs þýsku 1. deildarinnar, Leverkusen. Kennie segir að þess vegna sitji það betur eftir í minninu að hafa þreytt frumraunina með Esbjerg, en að hafa orðið Íslandsmeistari með KR: „Ég verð að segja það. Það voru svo stórar stjörnur í liðinu þá. Þetta er risastórt félag eins og allir vita, með glæsilega aðstöðu og stóran leikvang. Þeir notuðu sjaldan unga leikmenn á þessum tíma, heldur menn sem höfðu sannað sig og voru virkilega góðir. Stór nöfn. Það að taka fyrstu skrefin með slíku liði er það sem maður man mest eftir.“ Besta deild karla Fram Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira
Kennie ræddi við Baldur Sigurðsson í nýjasta og jafnframt síðasta þætti annarrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi, á Stöð 2 Sport. Þessi 33 ára bakvörður spilaði í fyrsta sinn á Íslandi sumarið 2012 og mun í sumar spila með fjórða liði sínu á Íslandi, Fram, eftir að hafa fylgt þjálfaranum Rúnari Kristinssyni úr Vesturbænum í Úlfarsárdalinn í vetur. Kennie hefur því upplifað ýmislegt á Íslandi, með Stjörnunni, Fram og KR, og stærsta stundin var þegar hann varð Íslandsmeistari með KR árið 2019. Það toppar þó ekki fyrstu skrefin á meistaraflokksferlinum, sem hann tók heima í Danmörku með Esbjerg. „Ég held að ég verði að segja fyrsti leikurinn með Esbjerg. Nítján ára að fá að spila með öllum stóru stjörnunum sem maður horfði á spila á stóra leikvanginum. En að vinna Íslandsmeistaratitilinn er líka svakalega stórt,“ segir Kennie. Klippa: LUÍH - Kennie sagði frá leiktíðinni sem hann man mest eftir Á fyrsta tímabili sínu í meistaraflokki, með Esbjerg 2009-10, var hann samherji leikmanna sem voru til að mynda viðloðandi danska landsliðið, og íslenska landsliðsmannsins Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Á meðal þeirra sem Kennie spilaði einnig með, og eru líklega þekktastir úr hópnum í dag, voru framherjinn Martin Braithwaite sem síðar lék með Barcelona, og finnski landsliðsmarkvörðurinn Lukas Hradecky sem ver mark toppliðs þýsku 1. deildarinnar, Leverkusen. Kennie segir að þess vegna sitji það betur eftir í minninu að hafa þreytt frumraunina með Esbjerg, en að hafa orðið Íslandsmeistari með KR: „Ég verð að segja það. Það voru svo stórar stjörnur í liðinu þá. Þetta er risastórt félag eins og allir vita, með glæsilega aðstöðu og stóran leikvang. Þeir notuðu sjaldan unga leikmenn á þessum tíma, heldur menn sem höfðu sannað sig og voru virkilega góðir. Stór nöfn. Það að taka fyrstu skrefin með slíku liði er það sem maður man mest eftir.“
Besta deild karla Fram Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira