Pólverjar virkja aukinn viðbúnað eftir „gríðarlegar“ árásir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. mars 2024 07:58 Skemmd íbúablokk í úthverfi Kyiv í kjölfar loftárása í vikunni. vísir/vilhelm Pólski flugherinn hefur virkjað aukinn viðbúnað í kjölfar loftárásarhrinu Rússa í Kyiv höfuðborg Úkraínu og Lviv í austurhluta landsins. Um er að ræða þriðju árásirnar um nótt á fjórum dögum. Samkvæmt ráðamönnum í Úkraínu og Póllandi er um „gríðarlegar árásir“ að ræða. Aukinn harka virðist hafa færst í átökin á allra síðustu dögum. Hryðjuverkaárásin í Moskvu, sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti vill bendla Úkraínu við, verður ekki til þess fallin að draga úr hörkunni. 133 létust í árásinni á tónleikahöll í útjaðri Moskvuborgar, en Úkraínumenn hafa þvertekið fyrir það að tengjast árásinni á nokkurn hátt. Þá hefur Íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Einungis eru nokkrir dagar síðan Rússar náðu völdum í þorpinu Ivanivske vestur af Bakhmut í Dónetsk héraði í Úkraínu. Vitali Klitschko borgarstjóri Kyiv beindi því í nótt til íbúa að halda sig í loftvarnarskýlum á meðan árásir stæðu yfir. Hann ítrekaði að loftvarnarkerfi virki. Nágrenni borgarinnar Lviv varð einnig fyrir árásum, að sögn landstjórans Maksym Kozytsky. Fyrstu fréttir benda til þess að enginn hafi særst eða látist í árásunum, að sögn talsmanns úkraínska hersins í Kyiv. Pólski herinn gaf einnig frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem fram kom að aukið viðbúnaðarstig hefði tekið gildi vegna árásanna. Væri það vegna „ákafra árása frá langdrægnum loftárásarbúnaði“. Þá kom síðar fram að Rússar hefðu rofið lofthelgi Póllands í árásunum, sem hafi leitt til aukins viðbúnaðar flughersins. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hryðjuverkaárás í Moskvu Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Samkvæmt ráðamönnum í Úkraínu og Póllandi er um „gríðarlegar árásir“ að ræða. Aukinn harka virðist hafa færst í átökin á allra síðustu dögum. Hryðjuverkaárásin í Moskvu, sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti vill bendla Úkraínu við, verður ekki til þess fallin að draga úr hörkunni. 133 létust í árásinni á tónleikahöll í útjaðri Moskvuborgar, en Úkraínumenn hafa þvertekið fyrir það að tengjast árásinni á nokkurn hátt. Þá hefur Íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Einungis eru nokkrir dagar síðan Rússar náðu völdum í þorpinu Ivanivske vestur af Bakhmut í Dónetsk héraði í Úkraínu. Vitali Klitschko borgarstjóri Kyiv beindi því í nótt til íbúa að halda sig í loftvarnarskýlum á meðan árásir stæðu yfir. Hann ítrekaði að loftvarnarkerfi virki. Nágrenni borgarinnar Lviv varð einnig fyrir árásum, að sögn landstjórans Maksym Kozytsky. Fyrstu fréttir benda til þess að enginn hafi særst eða látist í árásunum, að sögn talsmanns úkraínska hersins í Kyiv. Pólski herinn gaf einnig frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem fram kom að aukið viðbúnaðarstig hefði tekið gildi vegna árásanna. Væri það vegna „ákafra árása frá langdrægnum loftárásarbúnaði“. Þá kom síðar fram að Rússar hefðu rofið lofthelgi Póllands í árásunum, sem hafi leitt til aukins viðbúnaðar flughersins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hryðjuverkaárás í Moskvu Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira